Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 38
Eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Þóra C. Óskarsdóttir
bókasafnsfræðingur,
Sæbraut 8, Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju
föstudaginn 8. febrúar klukkan 15. Blóm og
kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á að láta líknarfélög njóta þess.
Ari Ólafsson
Magnús Arason Áslaug Jónsdóttir
Ragnheiður Aradóttir Kári Steinar Karlsson
Óskar Ólafur Arason Ingibjörg S. Sigurðardóttir
og barnabörn.
Okkar ástkæri
Ingi Gunnar Steindórsson
Hamraborg 26, Kópavogi,
lést 27. janúar á Landspítalanum.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 11. febrúar kl. 13.00.
Laufey C. Steindórsson
Perla Ýr
Elísa Birta
Jóhanna og fjölskylda
Dagný Gloria Berg Sigurðsson
Sigurður Jósef Berg Sturluson
Kristófer Berg Sturluson
Rodney, Cherry Ann og fjölskylda
Reynir Þór, Cherie og fjölskylda
Lovísa og fjölskylda
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
systir, mágkona og amma,
Kristrún Pálsdóttir
Miðholti 11, Mosfellsbæ,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi fimmtudaginn 31. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 8. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda.
Sigríður Ellen Arnardóttir Kári Björn Þorsteinsson
Erna Sif Arnardóttir Hlynur Ómarsson
Arndís Arnardóttir Sigurjón Jónsson
Ásgerður Pálsdóttir
Einhildur I. Pálsdóttir Páll Ásmundsson
Eyjólfur Pálsson Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir
Marta Pálsdóttir Guðmundur Hannesson
Guðni Freyr, Þorsteinn Ingi, Fannar Örn,
Ómar Örn, Dagur Jan, Sara Líf og Camilla Rún
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ásta Hallvarðsdóttir
Vestursíðu 36, Akureyri,
lést á öldrunarheimilinu
Lögmannshlíð 31. janúar. Útför hennar
fer fram frá Glerárkirkju þriðjudaginn
12. febrúar kl. 10.30.
Sigríður Halla Jónsdóttir Klæmit Klein
Ragnheiður Jónsdóttir Gunnar Magnússon
Sonja Rut Jónsdóttir Kjartan Smári Stefánsson
Stefán Einar Jónsson Steinunn Jóna Sævaldsdóttir
Jóna Brynja Jónsdóttir Tómas Veigar Sigurðarson
og fjölskyldur.
60 f.Kr. Fyrsti dagurinn sem við höfum frumheimildir um
hvaða vikudagur var. Þá var sunnudagur samkvæmt veggja-
kroti í Pompeii en samkvæmt okkar tímatali var miðviku-
dagur.
337 Júlíus fyrsti verður páfi.
1481 Sixtus fjórði páfi svarar fyrirspurn frá Magnúsi Eyjólfs-
syni Skálholtsbiskipi og segir að leyfilegt sé að borða sel
um föstutímann.
1826 Stórbruni á Möðruvöllum í Hörgárdal.
1951 Kanadíski herinn hefur þátttöku í Kóreustríðinu.
1952 Elísabet önnur verður drottning Bretlands.
1976 Forseti stjórnar flugvélaframleiðandans Lockheed
játar því að fyrirtækið hafi greitt forsætisráðherra Japans
þrjár milljónir dala í mútur.
1977 Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stofnaður.
1981 Borgarastyrjöld hefst í Úganda.
1987 Mary Gaudron verður fyrsta konan til að verða
dómari við hæstarétt Ástralíu.
1988 Alfred Jolson verður biskup kaþólsku kirkjunnar á
Íslandi.
1996 Flugvél Birgenair hrapar við strendur Dóminíska lýð-
veldisins. Allir um borð farast, 189 talsins.
1999 Vinstri hreyfingin – grænt framboð stofnuð.
2000 Rússar taka Grosní, höfuðborg Tsjetsjeníu.
2016 Jarðskjálfti, 6,6 stig, ríður yfir Taívan. 117 farast.
Merkisatburðir
Tvær aldir eru liðnar frá því
að Bretar fengu leyfi til að
byggja höfn á eynni Singapúr
við Malasíu. Síðan þá hefur
ásýnd eyjarinnar breyst tölu-
vert. Borgríkið sem þar reis
minnist nýlendutímans en
fagnar honum ekki.
Þennan dag fyrir nákvæmlega tveimur öldum undirrituðu breski ríkisstjórinn Stamford Raffles, ríkisstjórinn Abdu’r Rahman og Hussein Shah, soldáninn af Johor,
sáttmála um að Bretar fengju að byggja
upp höfn á eynni Singapúr við Malasíu.
Í skiptum fékk soldáninn 5.000 spænska
pesóa árlega og malasíski ríkisstjórinn
3.000. Undirritun sáttmálans markaði
upphaf yfirráða Breta yfir Singapúr og
sömuleiðis fæðingu Singapúrs nútímans.
Singapúr var vissulega til í einhverri
mynd fyrir komu Raffles. Eyjarinnar
er fyrst getið svo vitað sé í kínverskum
skrifum frá þriðju öld. Árið 1299
stofnaði Sang Nila Utama konungs
ríki á eynni, samkvæmt konungabók
Malaja, Sulalatus Salatin. Eyjan varð
síðar hluti ríkis soldánsins af Johor en
eftir að Portúgalar réðust á og brenndu
byggð þar árið 1613 urðu áhrif Singa
púrs engin.
Raffles kom til Singapúr þann 28.
janúar árið 1819 og áleit eyjuna full
kominn stað fyrir nýja höfn. Eftir nokkr
ar samningaviðræður við ráðamenn á
eynni var svo komist að fyrrnefndu sam
komulagi. Fimm árum síðar varð eyjan
öll eign Breta.
Undir stjórn Breta breyttist ásýnd
Singapúr allsvakalega. Við komu Raffles
bjuggu um þúsund á eynni en tæpum
fjörutíu árum síðar voru íbúar orðnir
80.000. Bretar héldu áfram fjárfesting
um, byggðu upp herstöð og hafnir og
tilheyrandi.
En eftir að Bretum mistókst að verja
Singapúr gegn árásum Japana í seinni
heimsstyrjöldinni jókst vilji heima
manna til að lýsa yfir sjálfstæði. Þótt
Bretar hafi náð eynni aftur á sitt vald
varð ekki aftur snúið og fengu Singa
púrar loks sjálfstjórn 1959. Singapúr
sameinaðist Malasíu árið 1963 eftir
þjóðaratkvæðagreiðslu. Það samband
varði ekki lengi og var stofnun lýðveldis
lýst yfir árið 1965.
Lee Hsien Loong forsætisráðherra
sagði í nýársávarpi sínu fyrir rúmum
mánuði að ríkið myndi minnast Raffles
í ár. „Vegna hans varð Singapúr bresk
nýlenda, frjáls höfn og nútímaborg,“
sagði ráðherrann.
Singapúrska blaðið Straits Times hafði
eftir Gene Tan, stjórnanda afmælis
hátíðarinnar, að ekki yrði leitast við að
fegra söguna vegna afmælisins. Þannig
verður til dæmis minnst á slæm lífskjör
margra innfæddra og aðskilnaðarstefnu
nýlendutímans.
South China Morning Post hefur tekið
í sama streng í umfjöllun sinni. Til dæmis
minnt á að ekki sé talað um að „halda
upp á“ nýlendutímann heldur „minnast“
hans. Hins vegar tekur miðillinn fram
að áhrif Breta á Singapúr hafi verið mun
jákvæðari en víða annars staðar. Til að
mynda hafi Bretar innleitt hugmyndina
um að frjáls viðskipti séu jákvæð, réttar
ríkið og fjölmenningu.
Í dag stendur Singapúr ágætlega þrátt
fyrir að þar séu litlar náttúruauðlindir.
Ríkið skorar hátt á listum yfir opn
ustu hagkerfin, minnstu spillinguna,
lægstu skattana og bestu ríkin til þess
að stunda viðskipti. Kaupmáttur Singa
púra er sá þriðji mesti í heimi sam
kvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og
Alþjóðabankanum og sá fimmti mesti
samkvæmt bandarísku leyniþjónust
unni. Þá er vert að nefna að íbúarnir
þúsund sem Raffles minntist á eru nú
orðnir um 5.600.000.
thorgnyr@frettabladid.is
Nútíma-Singapúr
tvö hundruð ára
Áttatíu ára gömul mynd af Raffles-torgi í Singapúr. NORDICPHOTOS/GETTY
6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
0
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
F
-9
B
4
4
2
2
3
F
-9
A
0
8
2
2
3
F
-9
8
C
C
2
2
3
F
-9
7
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K