Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 24
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Í frosthörkum og fannfergi eiga fuglar í erfiðleikum með að finna sér mat. Fita er einkar vinsæl hjá fuglum á köldum vetrar- dögum og þá er gott að væta brauð og haframjöl í matarolíu því olían er góð í frosti og gefur fuglunum aukna orku. Fita er það fóður sem hentar flestum fuglum vel í kuldum og má blanda matarolíu, tólg eða smjöri við afganga og korn. Einnig þarf vatn að vera aðgengilegt fuglum. Farfuglar sem koma langt að þurfa vatn og orku til að lifa af. Sem dæmi um fóður má nefna brauð, epli, fitu, kjötsag og mat- arafganga handa þröstum, störum og hröfn um, sólbómafræ eða páfa- gaukafræ handa auðnutittlingum, kurlaðan maís og hveitikorn handa snjótittlingum. Tittlingar og finkur Snjótittlingar, auðnutittlingar og finkur eru minnstu smáfuglarnir. Þeir eru fræætur sem best er að gefa á fóðurpöllum eða húsþökum. Barrfinkur og auðnutittlingar éta svo gjarnan úr hangandi fóður- döllum. Snjótittlingar kjósa helst að eta sólblómafræ af jörðinni, mulið maískorn eða finkukorn þó þeir éti líka af fóðurpöllum, en sem fóðurpall má nota skorðaðan planka á milli greina í trjám. Þrestir og starar Skógarþrestir, svartþrestir og starar eru algengir vetrarfuglar í görðum. Að jafnaði éta þessar tegundir skordýr og önnur smádýr en ber á haustin. Í vetrarhörkum leita þeir í æti sem menn bera út í garð og eru sérlega sólgnir í feitmeti eins og kjötsag og mör. Einnig þiggja þeir ávexti svo sem epli, perur og rúsínur. Brauðmeti, sérstaklega blandað með matar- olíu eða öðru feitmeti, er einnig vel þegið í vetrarkuldum. Best er að koma þessum kræsingum fyrir á fóðurpalli eða hengja upp í tré. Epli og perur er gott að skera í tvennt og stinga upp á greinar- enda einn til tvo metra frá jörðu. Hrafnar Sumir gefa hrafninum, sérstaklega þegar snjór er yfir öllu og erfitt að finna æti. Hrafninn hættir sér ekki inn í þrönga garða en ef sæmilega rúmt er um hann þá étur hann um það bil allt sem býðst og er sérstaklega sólginn í fitu. Krummi nælir sér einnig í brauðbita og ávexti. Erlendir gestir Ýmsar erlendar fuglategundir halda sig stundum vetrarlangt á Ís- landi og eru þá oftar en ekki háðar matargjöfum til að lifa af. Dæmi um slíka gesti eru gráþröstur, söng- þröstur, mistilþröstur, silkitoppa, glóbrystingur og hettusöngvari. Erlendu þrestirnir hafa svipaðar matarvenjur og skógarþrestir og éta feitmeti, ávexti og brauð hvort sem er af jörðu niðri eða af fóður- bretti. Silkitoppur eru sérhæfðar berjaætur og éta einkum ávexti svo sem epli og perur. Glóbrystingar vilja helst fá brauðbita eða kjötsag. Helst kjósa þeir að matast inn- undir runnum eða grenigreinum. Hettusöngvarar éta feitmeti en einnig ávexti. Með stöðugri fóðrun er hægt að halda þeim á lífi yfir veturinn. Þeir eru einkum skordýraætur en éta þó lítil ber á haustin. Þeir leita sér að æti í trjám og runnum en fara sjaldan niður á jörðina. Best er því að gefa þeim á fóðurpalla eða sletta kjötsagi eða mör inn í runna eða á greinar grenitrjáa. Þeir þola illa samkeppni við stærri fugla og því er síðari aðferðin góð. Heimild: fuglavernd.is Smávinir fagrir og svangir Það er rómantískt og uppörvandi að vakna við fuglasöng að morgni og ekki nema sjálfsagt að launa glaðan morgunsönginn með kraftmiklu fuglafóðri þegar landið er ísi og snævi þakið. Epli, kornmeti og fita eru í afhaldi. Það er djúpt á fæðu og vatni fyrir svanga fugla þegar snjór hefur lagst yfir allt. S Í G I L D K Á P U B Ú Ð Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is LÍÐUR AÐ ÚTSÖLULOKUM, VERÐHRUN 60%-70% AFSLÁTTUR 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 F -A 0 3 4 2 2 3 F -9 E F 8 2 2 3 F -9 D B C 2 2 3 F -9 C 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.