Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 32
Ottó Sigurðsson sneri aftur til Samskipa síðasta haust þegar hann tók við stöðu framkvæmdastjóra innflutningssviðs. Hann keppti á tímabili sem atvinnu- maður í golfi en segir forgjöfina stíga hægt upp á við. Hvernig er morgunrútínan þín? Morgunrútínan er nokkuð breyti- leg, en ég vakna 5.30 tvisvar í viku og fer í þjálfun ásamt einvala liði hjá meistara Gauja í Sporthúsinu. Hina dagana er ég vaknaður um 7 og vek krakkana, oftast skutla ég á morgn- ana og konan sækir seinnipartinn. Ég á það til að taka með mér kaffi í bílinn og nýt þess að rúlla í vinnuna með góða tónlist til að koma mér í gírinn fyrir daginn. Hver eru þín helstu áhugamál? Mér þykir afar skemmtilegt að fylgjast með krökkunum í sínum íþróttum, en við reynum að mæta á alla viðburði því tengda og má kalla það eitt helsta áhugamál mitt. Ég var atvinnumaður í golfi og því verður það alltaf hluti af mínum áhugamálum þó svo ég spili nú ekki mikið og forgjöfin stígi hægt upp á við. Veiðin hefur algjörlega heillað mig síðustu 4-5 sumur og ég reyni að veiða mikið yfir sumartímann. Ég nýt tímans á bakkanum þar sem maður nær að slaka á og hlaða batt- eríin. Konan kom með mér í fyrsta sinn í veiðitúr á síðasta ári og er markmiðið að reyna að gera þetta að fjölskylduáhugamáli. Hver er bókin sem ert að lesa eða last síðast? Síðasta bók sem ég las heitir„5 Dysfunctions of a Team“. Mér fannst hún afar skemmtileg og þægileg bók sem vekur mann til umhugsunar um teymi og teymisvinnu. Þessa dagana er ég að lesa „Shoe Dog“, bók sem fjallar um Phil Knight, stofnanda Nike, en hún lofar einnig góðu. Ef þú þyrftir velja allt annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Ég reyndi fyrir mér sem atvinnu- maður í golfi á sínum tíma, en það var alltaf æskudraumurinn. Það er hins vegar afar harður heimur og ekki fyrir alla. Ætli ég myndi ekki velja eitthvað tengt kennslu í íþróttum. Hvað er það áhugaverðasta við það að starfa í atvinnugreininni? Það er án efa fólkið og fyrirtækin sem ég fæ að kynnast í gegnum starf mitt hjá Samskipum sem alþjóðlegu fyrirtæki. Við flytjum jú allt milli himins og jarðar bæði til landsins og frá. Ég hef því haft tækifæri til að kynnast gríðarlega mörgu fólki í mis- munandi atvinnugreinum og starf- semi ýmissa fyrirtækja. Það sem er einnig mjög áhugavert er að við erum eins konar púlsmælir á efnahagsástandið hverju sinni, því það er ákveðin fylgni milli hagvaxtar og innflutnings. Þegar það hægir á efnahagnum hérlendis þá erum við oftar en ekki með fyrstu aðilum til að finna fyrir því. Hverjar eru helstu áskoranirnar í starfinu? Helstu áskoranir mínar tengjast því að nýta flutningsnet okkar sem allra best og finna hagkvæmar lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Það má einnig segja að mikil samkeppni á markaðnum er stöðug áskorun. Annars leggjum við okkur fram við að hugsa í lausnum og að koma auga á tækifærin sem felast í öllum áskor- unum. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrarumhverfinu í dag? Við finnum vel fyrir ákveðnu óvissuástandi í þjóðfélaginu sem tengist kjaraviðræðum undan- farinna vikna. Við sjáum samdrátt í ákveðnum atvinnugreinum þegar kemur að innflutningi til landsins. Það skilar sér í áskorunum hvað varðar nýtingu á þeim miklu fjár- festingum félagsins sem eru m.a. bundnar í skipum okkar og tækjum. Hvaða breytingar sérðu fyrir þér í atvinnugreininni á komandi árum og í hverju felast helstu sóknartæki- færin? Að mínu mati munu gámaflutn- ingar í sjálfu sér ekki breytast mikið næstu árin. Stærstu breytingarnar gætu snúið að kröfum neytenda um minna kolefnisfótspor en þar standa gámaflutningar vel og Samskip enn betur en samkeppnin með sitt við- skiptamódel og kolefnisreiknivélar. Smásendingar munu aukast með aukinni netverslun einstaklinga og munum við fylgjast vel með þeirri þróun áfram. Sóknartækifæri hjá okkur munu m. a. felast í enn frekari nýtingu á gríðarlega stóru flutnings- neti okkar innan Evrópu. Einnig má segja að stafræn þróun innan geir- ans sé á fullri ferð og þar erum við hjá Samskipum að stíga stór skref næstu árin til að geta fullnýtt krafta félagsins til hagræðingar fyrir okkur og viðskiptavini. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig áfram í starfi sem ég hef brennandi áhuga á og veitir mér ánægju á hverjum degi. Ef guð og lukkan lofa þá munu fjölskylda og vinir vera ánægðir og heilsuhraustir. Ég verð aftur kominn með 0 í forgjöf og verð búinn að veiða eins og einn eða tvo tuttugupundara. Innflutningur er púlsmælir hagkerfisins Nám: Stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Garðabæjar B.Sc. Business administration, Uni- versity of Louisiana at Lafayette. Störf: Forstöðumaður fyrirtækjasölu Vodafone 2011-2013 Forstöðumaður innflutningsdeildar Samskipa 2013-2017 Forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu VÍS 2017-2018 Framkvæmdastjóri innflutnings- sviðs Samskipa 2018- Fjölskylduhagir: Giftur Karen Lilju Sigurbergsdóttur. Eigum þrjú börn, Breka 11 ára, Anítu 8 ára og Ómar eins og hálfs árs. Svipmynd Ottó Sigurðsson Ottó segir atvinnumennsku í golfi hafa verið æskudrauminn á sínum tíma. Það hafi hins vegar verið harður heimur og ekki fyrir alla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur varla haft tíma fyrir margt annað á síðasta ári en að slökkva elda og biðj- ast afsökunar. Hvert hneykslismálið rak annað og verðmæti fyrirtækisins lækkaði um fjórðung. Með allt niður um sig en 2.600 milljarða hagnað  Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka Það á eftir að koma í ljós hvaða áhrif versnandi ímynd fyrirtækisins mun hafa á tekjumöguleika þess í framtíðinni en þrátt fyrir allt sem gekk á hefur reksturinn aldrei verið betri en á liðnu ári. Notendum fjölg- aði og á síðasta ársfjórðungi skilaði hvert og eitt okkar fyrirtækinu fimmtungi hærri tekjum en ári áður. Fjárfestar tóku tíðindunum vel og eftir skarpar hækkanir það sem af er ári eru Zuckerberg og félagar langt komnir með að rétta úr kútnum. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar MMR síðastliðið sumar nota 93% Íslendinga Facebook reglulega og 45% Instagram, sem er í eigu þess fyrrnefnda. Þetta er fjöldinn þrátt fyrir háværar raddir um að það séu allir að hætta á Facebook. En hvað þarf til að við tökum það skref? Hvenær vega gagnalekar, falsfréttir, sala persónuupplýsinga og pólitísk misnotkun þyngra en þægindin og skemmtunin sem fylgir því að hlaða upp rafrænni útgáfu af sjálfum sér á miðil sem allir nota? Það virðist eitt- hvað langt í það og á meðan er mylj- andi hagnaður af rekstrinum. Auglýsingatekjur skila 98% tekna en hagnaður síðasta árs nam um 2.600 milljörðum íslenskra króna, sem jafngildir þreföldum heildar- tekjum íslenska ríkisins. Svona eru persónuupplýsingar okkar og við- vera á miðlinum nú mikils virði. Á árinu sem halda mætti að endan- lega hefði verið gengið frá orðspori Facebook jókst hagnaðurinn um 40%. Á meðan svo er má spyrja hvort raunverulegur vilji sé til að gera þær breytingar á vinnubrögðum fyrirtækisins sem krafist er af löggjaf- anum og almenningi. En batnandi fyrirtækjum er best að lifa og hver veit nema Zuckerberg meini það næst þegar hann biðst afsökunar á stærðarinnar skandal. Á árinu sem halda mætti að endanlega hefði verið gengið frá orð- spori Facebook jókst hagn- aðurinn um 40%. Við erum eins konar púlsmælir á efna- hagsástandið, því það er ákveðin fylgni milli hag- vaxtar og innflutnings 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 MARKAÐURINN 0 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 F -C 7 B 4 2 2 3 F -C 6 7 8 2 2 3 F -C 5 3 C 2 2 3 F -C 4 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.