Fréttablaðið - 06.02.2019, Blaðsíða 34
Skotsilfur
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
Verður forstjóri Ryanair til næstu fimm ára
Ásdís
Kristjánsdóttir
forstöðumaður
efnahagssviðs
Samtaka at-
vinnulífsins
Michael O’Leary skrifaði í byrjun vikunnar undir fimm ára samning við írska lággjaldaflugfélagið. Hlutverk hans mun breytast lítillega því hann
verður héðan í frá forstjóri Ryanair-samsteypunnar sem mun reka fjögur dótturflugfélög sem til stendur að setja á stofn. Uppskiptingunni er ætlað
að bæta reksturinn sem hefur verið þungur. Félagið tapaði 19,6 milljónum evra, jafnvirði 2,7 milljarða króna, á fjórða fjórðungi. NORDICPHOTOS/GETTY
Það er bæði eðlileg og jákvæð forgangsröðun að skattheimta þjóni loftslagsmarkmiðum.
Slíkir skattar, oft kallaðir grænir
skattar, eru hannaðir með það að
leiðarljósi að hvetja til breyttrar
hegðunar en ekki til tekjuöflunar
fyrir hið opinbera. Enda er það
almennt svo að skili þeir tilætluðum
árangri munu þeir skila takmörkuð
um skatttekjum horft til framtíðar.
Það er því mikilvægt að ríkissjóður
sé ekki háður tekjustreymi grænna
skatta til fjáröflunar á almennum
útgjöldum.
Árið 2017 skiluðu grænir skattar
47 milljörðum króna í tekjum til
ríkissjóðs. Undir þá samtölu falla
skattar sem hafa tengsl við koltví
sýringslosun vegna notkunar tækja
sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti,
einna helst ökutækja; vörugjald á
ökutæki, vörugjald af bensíni, bif
reiðagjald, eldsneytisgjald, kíló
metragjald og kolefnisgjald. Megin
Græna lauman í skattamálum?
þorri þessara skattstofna var þó
upphaflega hugsaður til fjármögn
unar á vegakerfinu en sérstaka bens
íngjaldið, olíugjaldið og kílómetra
gjaldið tilheyrðu áður mörkuðum
tekjum Vegagerðarinnar, þ.e. fyrir
tilkomu laga um opinber fjármál
(nr. 123/2015). Á Íslandi hefur inn
heimta grænna skatta þannig ekki
aðeins verið rökstudd með vísan í
þann samfélagslega ávinning sem
skattarnir eiga að hafa í för með
sér, heldur einnig tekjuþarfar ríkis
sjóðs til fjármögnunar vegakerfisins
svo dæmi séu tekin. Það vekur þó
athygli að þrátt fyrir aukna áherslu
á græna skattlagningu þá virðist
ekki vera haldið nákvæmt bókhald
yfir framlög ríkisins á móti slíkri
skattlagningu til verkefna sem m.a.
tengjast samdrætti í losun gróður
húsalofttegunda eða bættra loft
gæða almennt. Er það áhyggjuefni.
Ekki allt vænt sem vel er grænt
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
er komið inn á mikilvægi þess að
heildarendurskoðun eigi sér stað á
gjaldtöku í samgöngum, grænum
sköttum og skattaívilnunum þann
ig að skattheimtan þjóni loftslags
markmiðum. Með umhverfismál í
deiglunni getur þó skapast hvati til
að sveipa nýja skatta grænni hulu,
jafnvel þótt þeir leiði í raun ekki til
umhverfisvænni hegðunar af hálfu
neytenda eða fyrirtækja. Það má
finna dæmi þess á Norðurlöndun
um þar sem nýir skattar hafa verið
innleiddir og kynntir sem grænir
skattar en hafa í raun ekki verið
annað en hrein tekjuöflun fyrir hið
opinbera.
Frá árinu 2010 hefur fjöldi vist
vænna bifreiða hér á landi meira en
tólffaldast og á innheimta ríkisins
á grænum sköttum líklega stóran
þátt í þeirri þróun. Á sama tíma
hafa tekjur ríkisins af eldsneytis og
vörugjöldum á hverja bifreið dreg
ist saman um 46% á föstu verðlagi.
Fjárþörf vegakerfisins hefur aftur á
móti ekki dregist saman heldur auk
ist ef eitthvað er. Augljóst er að ekki
er unnt að treysta á grænt tekju
streymi, sem er í raun tímabundið,
til að fjármagna vegaframkvæmdir
til framtíðar. Þess þá heldur ef
áform stjórnvalda ganga eftir um
orkuskipti í vegasamgöngum þar
sem nýskráningar dísil og bensín
bifreiða verða óheimilar eftir 2030.
Í ljósi þeirra breytinga sem nú eru
að eiga sér stað þarf að endurhugsa
hvernig vegakerfið er fjármagnað.
Umræða um veggjöld er því eðlileg
í ljósi þessa. Mikilvægt er þó tryggja
að ef til nýrrar gjaldtöku eða skatt
lagningar kemur þá verði um leið
tekjur vegna grænna skatta nýttar
til þess að lækka aðra almenna
skatta þannig að heildaráhrifin á
tekjur ríkissjóðs verði hverfandi.
Jafnvel mætti lækka álagningu á
umhverfisvæna starfsemi sérstak
lega en þannig væri ýtt enn frekar
undir umhverfisvitund almennings
og fyrirtækja, eins og þegar er gert
með lækkun virðisaukaskatts á raf
magns, vetnis og tengiltvinnbif
reiðum.
Græn skattlagning er eðlileg for
gangsröðun af hálfu stjórnvalda
en um leið mikilvægt að stjórn
völd birti opinberlega áætlanir
sínar um ráðstöfun grænna skatt
tekna, sér í lagi hyggi stjórnvöld á
frekari álagningu grænna skatta.
Það stuðlar bæði að auknu gagnsæi
skattkerfisins og tryggir að skattar
sem lítið eiga skylt við umhverfið
séu ekki sveipaðir grænni hulu.
Með umhverfismál í
deiglunni getur þó
skapast hvati til að sveipa
nýja skatta grænni hulu,
jafnvel þótt þeir leiði í raun
ekki til umhverfisvænni
hegðunar.
Fjölmiðlunarfyrirtæki hafa ríkari tilvistarrétt en önnur fyrirtæki að mati mennta
málaráðherra. Þann skilning má
leggja í frumvarpsdrög ráðherra
um að heimila styrkveitingar í formi
endurgreiðslu á hluta ritstjórnar
kostnaðar einkarekinna fjölmiðla.
Fá önnur fyrirtæki eiga kost á slíku.
Það er ekkert launungarmál
að rekstur fjölmiðla hefur gengið
brösuglega síðustu ár. Frumvarps
drögin eru hins vegar enn eitt dæmi
um það þegar stjórnmálamenn telja
að þeir geti afgreitt vandamál með
því einu að kasta í það peningum.
Þetta er í annað sinn frá áramótum
sem menntamálaráðherra gerist
sekur um slíkt því um miðjan janúar
lagði ráðherra til að sérstakir styrkir
yrðu veittir kennaranemum til að
leysa úr kennaraskorti.
Þá er þetta frumvarp einnig dæmi
um það þegar stjórnmálamenn gera
úlfalda úr mýflugu. Hér er fjölbreytt
flóra fjölmiðla miðað við stærð
landsins og engar horfur á að miklar
breytingar verði á því. Fjölmiðillinn
Stundin hefur sýnt að taprekstur er
ekki náttúrulögmál hjá smærri fjöl
miðlum. Á hverjum degi eru hundr
uð frétta flutt úr ólíkum áttum. Svo
hefur verið og svo verður áfram.
Horfurnar eru ekki svo slæmar að
við þurfum að taka áhættuna sem
fylgir því að gera fjölmiðla fjárhags
lega háða ríkisvaldinu.
Fjölmiðlamarkaðurinn er ekki
eini atvinnugeirinn sem glímir við
kostnaðarhækkanir. Hinn sértæki
vandi fjölmiðla snýr fremur að
tekjuöflun á tímum tækniþróunar.
Meðalið sem lagt er til er því ekki í
samræmi við sjúkdóminn. Ráðherra
hefði betur gert einkareknum miðl
um kleift að fanga mikla hlutdeild
RÚV á auglýsingamarkaði.
Þó þarf engan að undra að ráð
herra hafi valið styrkveitingu
frekar en að draga úr umsvifum
RÚV. Ákvörðunin er í algjöru sam
ræmi við þá hvata sem stýra ákvörð
unum embættismanna til hins
verra. Ákveði ráðherra að kippa
tekjustoðum undan ríkisstofnun
hættir hann á að styggja starfsmenn
stofnunarinnar. Það getur reynst
ráðherra ansi hvimleitt, hvað þá
þegar ríkisstofnunin er fjölmiðill.
Auðveldara er að veita styrki í
formi endurgreiðslu á kostnaði.
Tekjutap ríkisins vegna endur
greiðslunnar dreifist á alla lands
menn og enginn finnur fyrir því.
Enginn styggist en ávinningurinn
skiptist á milli fárra fyrirtækja sem
kunna þessu nýja fyrirkomulagi vel.
Fjölmiðlunarfyrirtæki landsins
munu laga reksturinn að nýja fyrir
komulaginu. Það verður hægara
sagt en gert fyrir eftirmann ráðherra
að afnema þessar styrkveitingar ef
viljinn er á annað borð fyrir hendi.
Bótavæðing atvinnulífsins
Bara afskráningar
Ef fram fer sem horfir verður árið
2019 árið þar sem aðeins verða
afskráningar úr
Kauphöllinni en
engar nýskrán-
ingar. Stórir hlut-
hafar í Heima-
völlum vilja
sem kunnugt er
taka leigufélagið af
markaði og í ljósi afar dræms gengis
félagsins frá skráningu síðasta
sumar verður að teljast líklegt að
aðrir hluthafar leggi blessun sína
yfir þá ráðagerð. Að mati kunnugra
kæmi ekki á óvart að fleiri skráð
félög kysu að fara sömu leið. Eitt er
ljóst að Páll Harðarson og félagar
í Kauphöllinni eiga mikið verk fyrir
höndum að efla tiltrú fjárfesta á
markaðinum.
Óvenjuleg
hækkun
Það sætti tíð-
indum á föstudag
þegar hlutabréf
í Heimavöllum
snarhækkuðu
um fjögur pró-
sent í verði – dag-
inn eftir að tilkynnt var
um starfslok forstjórans Guðbrands
Sigurðssonar – enda eru viðskipti
með bréf í leigufélaginu alla jafna
fremur daufleg, veltan lítil og nokk-
urra prósenta verðhækkanir afar
sjaldséðar. Ýmsar sögur fóru á kreik
um daginn en fæstir bjuggust hins
vegar við því að eftir lokun markaða
yrði tilkynnt um að hluthafar hefðu
farið fram á afskráningu félagsins.
Og eins og skiljanlegt er ruku bréfin
aftur upp þegar markaðir voru opn-
aðir á nýjan leik á mánudag.
Rekur
bensínstöðvarnar
Fastlega er búist við því að kaup
Einars Arnar Ólafssonar, fjárfestis
og fyrrverandi for-
stjóra Skeljungs,
á fimm elds-
neytisstöðvum,
ásamt vöru-
merkinu
Dælunni, af N1
gangi endanlega
í gegn á allra næstu vikum þegar
samþykki Samkeppniseftirlitsins
liggur fyrir. Heimildir Markaðarins
herma að Einar Örn hafi fengið
félaga sinn Jón Pál Leifsson, fyrr-
verandi markaðsstjóra Skeljungs, til
þess að stýra rekstri Dælunnar en
þeir störfuðu saman hjá Skeljungi á
árunum 2009 til 2014.W
6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN
0
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
F
-B
3
F
4
2
2
3
F
-B
2
B
8
2
2
3
F
-B
1
7
C
2
2
3
F
-B
0
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
5
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K