Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 2

Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 2
Veður Fallvindar eða hæg breytileg átt en austan 8-12 m/s við S-ströndina og snjókoma eða él seinnipartinn. Bjart veður en þykknar upp er líður á daginn, fyrst sunnan til. Frost víða 5 til 15 stig. SJÁ SÍÐU 50 Sorfið til stáls á Skólavörðustíg Vátryggingafélag Íslands hf Ármúla 3, 108 Reykjavík Sími 560 5000, www.vis.is Framboð til stjórnar VÍS Tilnefningarnefnd VÍS auglýsir eftir tilnefningum eða framboðum til stjórnar VÍS vegna aðalfundar félagsins sem haldinn verður miðvikudaginn 20. mars næstkomandi. Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem unnt er að nálgast á vef félagsins á slóðinni www.vis.is/vis/fjarfestar/ hluthafafundur/og skilast á netfangið: tilnefningarnefnd@vis.is eigi síðar en 15. febrúar nk. Fresturinn er settur til þess að tilnefningarnefnd geti sinnt skyldum sínum og fjallað um tilnefningar og framboð og skilað rökstuddu áliti. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðanda til þess að skila inn framboðum til stjórnar allt fram að fimm dögum fyrir aðalfund. UMHVERFISMÁL Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guð- brandssonar, umhverfis- og auð- lindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Versl- anirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam- kaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur til- skipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmda- stjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plast- burðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpoka Nýtt frumvarp umhverfisráðherra til höfuðs burðarplastpokum gengur lengra en lágmark tilskipunar ESB kveður á um. Forsvarsmenn matvöruverslana segj- ast fagna dauðadómi sem kveðinn sé upp yfir plastpokum í nánustu framtíð. Umhverfisráðherra tekur stríðið gegn plasti föstum tökum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR –Tveir af hverjum þrem- ur Íslendingum eru hlynntir banni við einnota plast- pokum í verslunum skv. könnun MMR. –Bannið snýst einungis um að óheimilt verður fyrir verslanir að afhenda við- skiptavinum sínum burðar- poka úr plasti. –Áfram verður hægt að kaupa plastpoka og rusla- poka sem eru söluvara í hillum verslana. Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Kram- búðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfis- vænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjar- lægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“ mikael@frettabladid.is Hjólreiðamenn kepptu í brekkuspretti á Skólavörðustíg í gærkvöldi. Keppnin er hluti af Reykjavíkurleikunum. Tveir öttu saman kappi í einu þar til fundinn var sigurvegari í bæði karla- og kvennaflokki. Undir átökunum drundi fjörug tónlist og létti lund þeirra sem fylgdust með. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BANDARÍKIN Að minnsta kosti 21 andlát hefur nú verið staðfest sem rekja má til þess mikla frostaveðurs sem gengið hefur yfir norðaustur- hluta Bandaríkjanna. Níutíu milljónir Bandaríkja- manna hafa þurft að þola að minnsta kosti sautján stiga frost undanfarna daga vegna heim- skautalægðar. Frostið hefur víða farið niður fyrir þrjátíu stig, til að mynda í stórborginni Chicago. Spár gerðu ráð fyrir því að það færi að hitna í gærkvöldi. Útlit var svo fyrir að undir lok helgarinnar gæti hitastigið í Chicago staðið í allt að tíu stigum. Sum sé fjörutíu stiga sveifla á fáeinum dögum. Það gæti svo haft allt önnur vandamál í för með sér. Leysingar gæti valdið flóðum  og pípulagnir kynnu að stórskemmast. – þea Fleiri farast vegna frostsins Það hefur verið vel kalt í veðri í Bandaríkjunum. NORDICPHOTOS/GETTY ORKUMÁL Enn er óvissuástand með framboð af heitu vatni á starfssvæði Veitna vegna kulda- kastsins. Fyrirtækið sagði í gær að heitavatnsnotkun á höfuð- borgarsvæðinu hefði aukist aftur eftir að dró úr henni eftir hádegi á fimmtudag. Spáð sé talsverðu frosti í dag. „Veitur gera ráð fyrir að heita- vatnsrennslið nái nýju hámarki um helgina og verði þá enn þá meira en nú í vikunni. Enn er því starfað eftir viðbragðsáætlun og fólk er enn beðið að fara vel með heita vatnið,“ segir í tilkynning- unni. Draga hafi þurft úr afhend- ingu á heitu vatni til stærri not- enda í Rangárþingi og Ölfusi. Það sama  hafi ekki átt við á  höfuð- borgarsvæðinu. „Ljóst er þó að lítið má út af bera í rekstrinum til að til þess gæti komið.“ - gar Hámarksálag á heita vatninu Útlit er fyrir betra veður núna um helgina. Sveiflan í Chicago gæti orðið fjörutíu stig. 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 8 -9 4 C 8 2 2 3 8 -9 3 8 C 2 2 3 8 -9 2 5 0 2 2 3 8 -9 1 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.