Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 16
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Fjármögnun
listaverka
kemur því
bara alls ekki
niður á
grunnþjón-
ustu borgar-
innar svo
vísað sé í
vinsæla tuggu
meðal stjórn-
málamanna
af popúlíska
skólanum.
Yfir flötum bjór á hverfispöbbnum mínum hér í London bað breskur vinur minn mig um að segja sér frá stjórnmálaástandinu á Íslandi. Ég fórnaði
höndum: „Ísland er spilltasta ríki Norðurlanda!“ Vinur
minn hló kaldranalega og sagði: „Að vera spilltasta ríki
á Norðurlöndum er eins og að vera lauslátasta nunnan
í klaustrinu.“
Sama dag og fréttir bárust af því að Ísland hefði
lækkað í einkunn á lista samtakanna Transparency
International sem mæla spillingu í opinbera geiranum
birtist í Fréttablaðinu grein eftir Kára Stefánsson. Í
greininni fjallaði Kári um dularfullt hvarf tölvupósta
innan borgarinnar sem tengjast braggamálinu. „Það
var engin tilviljun sem réði því hvaða tölvupóstum var
eytt,“ sagði Kári.
Eyðing gagna er ekki ný af nálinni. Nefndi Kári dæmi
um Oliver North sem eyddi skjölum um Iran-Contra
skandalinn í tíð Ronalds Reagan. En þeir eru fleiri
þrjótar sögunnar sem borgin skipar sér nú hugsanlega
á bekk með.
1. Keisarinn: Qin Shi Huang var fyrsti keisari Kína. Á
3. öld fyrir Krist sameinaði hann kínversku ríkin í eitt,
lagði grunn að Kínamúrnum og samræmdi ritmál í
landinu. Qin Shi Huang er sagður hafa brennt sögu-
bækur sem ekki féllu að heimsmynd hans um hið nýja,
sameinaða Kína. Hann lét þó ekki þar við sitja í gagna-
eyðslu sinni. Sagan segir að hann hafi látið grafa 460
fræðimenn lifandi.
2. Adolf og Adolf: Árið 1935 bjó Þjóðverjinn Adolf
Ehinger til fyrsta pappírstætarann. Handknúin pasta-
gerðarvél var innblásturinn að uppfinningunni. Að
sögn var ástæða hennar hins vegar sú að Adolf Ehinger
vantaði sjálfan vél til að eyða áróðri gegn Nasista-
flokknum sem hefði getað bakað honum vandræði hjá
nafna hans Hitler.
3. Nixon: Fjórum áratugum síðar lék pappírstætarinn
hlutverk í Watergate-hneykslinu. Daginn eftir dularfullt
innbrot í höfuðstöðvar Demókrataflokksins í Washing-
ton tætti einn skósveinn Nixons forseta, G. Gordon
Liddy, skjöl „hægri vinstri“ (eins og hann orðaði það
sjálfur) í þeim tilgangi að breiða yfir tengsl forsetans við
glæpinn.
4. Stasi: Árið 1989, þegar Berlínarmúrinn féll, tóku
félagar austurþýsku öryggislögreglunnar, Stasi, að
eyða skjölum um víðtækt eftirlit stofnunarinnar með
þegnum ríkisins. Í fyrstu voru gögnin sett í pappírs-
tætara en þegar þeir gáfu upp öndina voru skjöl rifin í
höndunum.
Nú, þrjátíu árum síðar, sitja skjalaverðir enn og raða
saman stærsta púsli í heimi: 16.000 pokum af tættum
gögnum; fjögur til sex hundruð milljón pappírsbútum
sem margir eru á stærð við fingurnögl.
5. Cheney: Kvikmyndin Vice sem fjallar um Dick
Cheney, varaforseta George W. Bush, nýtur nú vinsælda
í kvikmyndahúsum. Í myndinni kemur fram að í kjölfar
innrásarinnar í Írak hafi hlutabréf í Halliburton, fyrir-
tæki sem Cheney stýrði áður en hann varð varaforseti,
hækkað um 500%. Hvíta húsið kvaðst hafa týnt 22
milljónum tölvupósta í tíð Bush og Cheney, þar á meðal
mörgum milljónum pósta sem sendir voru kringum
Íraksstríðið.
6. Murdoch: Árið 2011 komst upp að blaðamenn
vikublaðsins News of the World sem var í eigu fjöl-
miðlasamsteypu Ruperts Murdoch hefðu brotist inn
í síma fræga fólksins og hlustað á upptökur af tal-
skilaboðum þess. James Murdoch, sonur Ruperts og
framkvæmdastjóri samsteypunnar, sagðist ekkert hafa
vitað. Tölvupóstar sem talið var að gætu sýnt fram á
vitneskju James um málið „týndust“ við „kerfisupp-
færslu“ á tölvupóstkerfi fyrirtækisins. Fyrir kaldhæðni
örlaganna fannst hins vegar útprent af tölvupóstunum
við leit lögreglu á skrifstofum blaðsins.
„Þessir póstar sitja að öllum líkindum enn á harða
drifinu á tölvunni þinni,“ sagði Kári í grein sinni og
hvatti borgarstjóra til að leggja öll spilin á borðið.
Hyggjast borgarbúar taka undir þá ósk? Eða finnst
okkur einfaldlega nógu gott að vera lauslátasta nunnan
í klaustrinu?
Lauslátasta nunnan
í klaustrinu
Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason stendur við Sæbraut í Reykjavík. Verkið er í eigu Reykja-víkurborgar og hefur á seinni árum orðið eitt af táknum borgarinnar. Ferðamenn flykkjast að Sæbrautinni til að líta verkið augum. Enginn getur haldið því fram að kaup
borgarinnar á verkinu hafi ekki margborgað sig.
Nú hafa verið kynntar hugmyndir um listaverk eftir
Karin Sanders. Pálmar í Vogabyggð. Stjórnmálamenn
í borginni og aðrir hafa hlaupið upp til handa og fóta.
Pálmar! Og það í Reykjavík.
En þessi rök halda engu vatni þegar list er annars
vegar. Allt er fáránlegt í þessu samhengi. Hvað með
niðursuðudósirnar hans Andy Warhol, eða Sólfarið
sem áður var nefnt? Nú er það alveg ljóst að það far er
ekki haffært. Er það þá með öllu ómögulegt? Auðvitað
ekki. Flest listaverk eru fáránleg ef þau er slitin úr sam-
hengi. Um það snýst listin öðrum þræði.
Því miður er það svo að pólitíkin í borginni virðist
snúast í miklum mæli um upphlaup af litlu tilefni. Allt
skal gert tortryggilegt. Stundum á það auðvitað rétt
á sér, en oftast er betra að staldra við og draga djúpt
andann. Yfirleitt er farsælla að kynna sér gögn og stað-
reyndir áður en hlaupið er af stað.
Pálmarnir svokölluðu eru fjármagnaðir annars vegar
úr vasa lóðarhafa og hins vegar með svokölluðu inn-
viðagjaldi. Fjármögnun listaverka kemur því bara alls
ekki niður á grunnþjónustu borgarinnar svo vísað sé
í vinsæla tuggu meðal stjórnmálamanna af popúlíska
skólanum. Listamenn eru heldur ekki í sjálfboðavinnu.
Verk þeirra hafa verðmiða, rétt eins og áþreifanlegri
afurðir iðnaðarfólks.
Eins og flestar vestrænar borgir sem við viljum bera
okkur saman við hefur Reykjavík tiltekin markmið
þegar kemur að fjárfestingu í list. Pálmarnir eru hluti af
því og ekki er annað að sjá en þeir hafi einfaldlega farið
sína leið í kerfinu. Stjórnmálamenn geta alveg verið
þeirrar skoðunar að þessar reglur séu argasta vitleysa
eða að innviðagjaldakerfið sé óréttlætanlegt. Það er
hins vegar önnur efnisleg umræða og hefur ekkert með
ágæti Pálmanna að gera.
Erlendir stórfjölmiðlar hafa reglulega sýnt íslenskri
list áhuga. Fólk eins og Ragnar Kjartansson eða Ragna
Róbertsdóttir er þyngdar sinnar virði í gulli. Fyrir utan
það að vera skemmtileg. Heilsíðuauglýsing í New York
Times kostar til samanburðar á annan tug milljóna
króna. Áhugaverð listaverk vekja athygli langt út fyrir
landsteinana og geta margborgað sig þegar upp er
staðið. Rétt eins og Sólfarið hefur gert og verk Karin
Sanders mun gera.
Það er rétt að stráin í Nauthólsvík voru argasta sóun
á almannafé. Pálmarnir í Vogabyggð eru allt annars
eðlis, og þeir stjórnmálamenn sem ekki sjá muninn
ættu að leggja það á sig að kynna sér málin betur.
Tákn
Reykjavíkur
Akstur undir áhrifum vímuefna er
aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð.
Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is
2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
2
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
3
8
-8
F
D
8
2
2
3
8
-8
E
9
C
2
2
3
8
-8
D
6
0
2
2
3
8
-8
C
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
1
2
s
_
1
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K