Fréttablaðið - 02.02.2019, Síða 22

Fréttablaðið - 02.02.2019, Síða 22
Það eru fáir á ferli á mið-vikudagskvöldi í Múl-unum í Reykjavík. Þó er greinilega eitthvað um að vera í Síðumúla, við enda götunnar er mikill fjöldi bifreiða. Þar er Bridge- samband Íslands og Bridgeskólinn til húsa. Á annarri hæð hússins eru öll ljós kveikt. Og þegar inn er komið blasir við mikill fjöldi fólks sem situr og spilar bridge. Í anddyri spilasalarins eru minningar um glæsta tíma. Þar eru innrammaðar sex forsíður DV og á öllum er magn- aður árangur íslenskra bridgespilara aðalefnið. Bridge er nefnilega sú íþrótt sem við Íslendingar höfum náð hvað lengst í á heimsvísu. Við urðum heimsmeistarar árið 1991. „Bridge er eina hópíþróttin sem við höfum orðið heimsmeist- arar í,“ segir Jafet Ólafsson, forseti Bridgesambandsins. Þetta kvöld sem blaðamaður tekur hús á bridge- spilurum er stór hátíð fram undan. Reykjavík Bridge Festival sem var sett á fimmtudag í Hörpu. Stærsta bridgemót sem haldið hefur verið á Íslandi. Keppendur eru um 430 tals- ins, tæpur helmingur eru erlendir keppendur og allir bestu bridge- spilarar Íslands taka þátt í mótinu að sögn Jafets. „Hingað eru að koma mjög þekktir og góðir bridgespilarar, til dæmis Zia Mahmood, Dennis Bilde og Sabina Auken,“ segir Jafet. Mótið stendur til sunnudags kl. 18.00 en þá fer fram verðlaunaafhending. Árangur Íslendinga hefur verið með ágætum síðustu ár. Við náðum fjórða sæti á Evrópumótinu árið 2010. Urðum Norðurlandameist- arar í maí 2013 og aftur 2015. Jafet segir að talið sé að um 20.000 manns spili bridge á Íslandi en að um 1.500 taki þátt í mótum. Það vita það sjálfsagt ekki allir en bridge er ólympíuíþrótt og var fyrst spiluð á leikunum í Peking. Hvers vegna spila svona margir Íslendingar bridge? „Bridgesambandið er mjög virkt félag. Hér er spilað nánast öll kvöld og á daginn líka. Starfið er mjög vinsælt hjá eldri borgurum enda sýna rannsóknir að það er gott fyrir heilann og hægir á öldrun að spila bridge. Félagsskapurinn hefur líka sitt að segja,“ segir Jafet. „Bridge reynir öðruvísi á heilann en til dæmis skák. Hver leikur tekur stuttan tíma og þetta er teymis- vinna. Tveir bridgespilarar vinna saman,“ segir hann. Í húsinu er einnig rekinn bridge- skóli með aðstoð Bridgesambands- ins. þar kennir Guðmundur Páll Arnarsson sem er einn af heims- meisturum okkar í bridge. „Ungl- ingar sem læra bridge og skák njóta góðs af því. Þeim gengur yfirleitt vel í skóla,“ segir Jafet. Sjálfur hefur hann spilað frá tólf ára aldri. „Það var ekki sjónvarp, net eða snjallsímar, þannig að við spil- uðum,“ segir hann og hlær. Jafet hefur í áratugi verið í bridgespila- klúbbi með æskufélögum sínum úr Hlíðahverfinu. „Við erum sex í spilaklúbbnum; Hlíðin. Það verður til einstök vinátta í þessari íþrótt,“ segir hann. Gott fyrir heilann að spila bridge Talið er að um tuttugu þúsund Íslendingar spili bridge á Íslandi. Um 1.500 taka þátt í mótum reglulega en bridge er ólympíuíþrótt. Nú stendur yfir Reykjavík Bridge Festival. Blaðamaður leit við á spilakvöldi í vikunni þar sem reyndir spilarar æfðu brögðin. Jafet Ólafsson, forseti Bridgesam- bandsins, hefur spilað bridge frá því hann var tólf ára gamall. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þórarinn Sigþórsson tannlæknir, eða Tóti tönn, er þekktur laxveiði- maður og afar fengsæll. Hann er með bestu bridgespilurum landsins. Ég er hættur að keppa, segir hann. Það er ekkert ólíkt sport, að veiða og spila bridge, segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bridge er þjóðarsportið, um 20 þúsund manns spila bridge og 1.500 manns keppa reglulega á mótum. BRIDGESAMBANDIÐ BÝÐUR ÖLLUM 25 ÁRA OG YNGRI FRÍTT Á BRIDGE- NÁMSKEIÐ. 340 NEMENDUR ERU SKRÁÐIR Í BRIDGESKÓLANN, Á ALDR- INUM 14–85 ÁRA. 28 BRIDGEFÉLÖG ERU STARFANDI Á LANDINU. Meira um Bridge á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í PDF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +PLÚS Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Eftirlýstir Íslendingar fyrri alda „Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld“ er forvitnileg sýning sem opnuð var í vikunni á Há- skólatorgi við Háskóla Íslands. Þar sameinast nemendur Myndlistarskólans í Reykjavík og Daníel G. Daníelsson sagn- fræðinemi í því að koma andliti á nokkra eftirlýsta Íslendinga eftir greinargóðum mannlýsing- um úr Alþingisbókum Íslands frá sautjándu og átjándu öld. The Favourite Olivia Colman, Emma Stone og Rachel Weisz, þrjár magnaðar leikkonur, fara með hlutverk í The Favourite undir leikstjórn Yorgos Lanthimos. Þær eru allar tilnefndar til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Myndin ger ist á 18. öld á tím um Önnu drottn ing ar og fjall ar um bar áttu tveggja hirðmeyja um hylli drottn ing ar inn ar. Meistari eða ekki? Meistaramánuður er hafinn. Hvað sem fólki finnst um klisjur á borð við: Vertu besta út- gáfan af þér, þá er alltaf gott að stíga út fyrir kassann, prófa kjarkinn og reyna eitthvað nýtt. Perlan Skítt með að það séu engin pálmatré á Íslandi. Við eigum glitrandi paradís í Perlunni og þar er hægt að upplifa norðurljós. Í gær var opnuð norðurljósa- sýningin Áróra, sýnd í stjörnuveri í einum tanki Perlunnar. Mögnuð upplifun. 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HELGIN 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 8 -C 6 2 8 2 2 3 8 -C 4 E C 2 2 3 8 -C 3 B 0 2 2 3 8 -C 2 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.