Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 31

Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 31
Valtýr Stefánsson Thors Barnasmitsjúkdómalæknir Rannsókn á miðlægum bláæða- leggjum hjá börnum með illkynja sjúkdóma, fyrirbyggjandi aðgerðum og eftirliti með fylgikvillum. Styrkir úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins Hægt er að styrkja sjóðinn á krabb.is eða í síma 540 1900 Markmið sjóðsins er að efla rannsóknir á orsökum krabba- meina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Á síðustu tveimur árum hefur 98 milljónum króna verið varið í rannsóknir á vegum sjóðsins. Fjölbreytt rannsóknarverkefni eru styrkt af Vísindasjóðnum. Framlag þeirra er mikilvægt á fjölbreyttum vettvangi, t.a.m. fyrir þróun meðferðarúrræða, betri meðferð barna og andlega heilsu og lífsgæði sjúklinga. Nánar er fjallað um rannsóknirnar á www.krabb.is/visindasjodur/. Óskað er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum · Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og aðrar upplýsingar er að finna á www.krabb.is/visindasjodur/ · Umsóknarfrestur er til mánudagsins 4. mars nk. kl. 16:00 · Umsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is · Hámarksupphæð styrks er 10 milljónir króna Margrét Helga Ögmundsdóttir Sameindalíffræðingur Rannsókn á hlutverki sjálfsátsgensins ATG7 í þróun krabbameina. Erna Magnúsdóttir Sameindalíffræðingur og dósent Rannsókn á sameindaferlum að baki BLIMP1- og EZH2- miðlaðri lifun í Waldenströmsæxlum. Andri Steinþór Björnsson Sálfræðingur og prófessor Rannsókn á áhrifum skimunar fyrir forstig mergæxlis á andlega heilsu. úthlutað milljónum 98 styrkir veittir 24 milljónir í stofnfé 250 Dæmi um rannsóknarverkefni sem styrkt eru af sjóðnum Stofnfé sjóðsins eru styrkir og gjafir frá almenningi og fyrir- tækjum um allt land. Við þökkum öllum velunnurum félags- ins. Með ykkar stuðningi varð stofnun sjóðsins að veruleika. Lj ós m . K ris tin n In gv ar ss on Lj ós m . K ris tin n In gv ar ss on Ren Zhengfei, stofnandi og forstjóri, er gáttaður á ásökununum og neitar sök. 5G uppbyggingin í hættu Harðnandi aðgerðir Bandaríkj- anna gegn Huawei koma á versta tíma fyrir fyrirtækið. Öll stærstu fjarskiptafyrirtæki heims undir- búa sig nú fyrir næstu byltingu á sviði fjarskipta, 5G nettengingar. Búist er við því að með þessari nýju tækni verði hraðinn marg- falt það sem tíðkast á 4G neti. Því vilja téð fyrirtæki koma sér í sem besta stöðu til að fá sem stærsta sneið af kökunni. Þjóðverjar eru ein þeirra þjóða sem um þessar mundir halda útboð um uppbyggingu 5G kerfis. Útboðið klárast á fyrsta fjórðungi þessa árs og er Huawei eitt þeirra fyrirtækja sem sækjast eftir samningi. Samkvæmt þýska miðlinum DW hefur upplýsinga- stofnun Þjóðverja varað við mögulegum bakdyrum í tækjum Huawei, sem myndu gera Kín- verjunum kleift að njósna um notendur, og stjórnvöld í Berlín því íhugað að útiloka fyrirtækið frá útboðinu. En Huawei er nú þegar með sterkar rætur sem teygja sig út um allt Þýskaland. Það starfrækir nærri helming 4G senda Þýska- lands. Deutsche Telekom talar einnig fyrir því að Huawei fái að taka þátt. Samkvæmt heimildum South China Morning Post ræða embættismenn innan Evrópu- sambandsins sín á milli um að útiloka þátttöku Huawei í slíkum útboðum víðar innan sambands- ins. Tékkar hafa til að mynda nú þegar útilokað Huawei frá útboði um uppbyggingu skattskýrslu- skilavefsíðu. Ljóst er hins vegar, eins og Deutsche Telekom hefur bent á, að blátt bann við þátttöku Huawei myndi óhjákvæmilega leiða til þess að innleiðing 5G tækni í Evrópu frestaðist. Og það um að minnsta kosti tvö ár, sam- kvæmt þýska fyrirtækinu. Huawei heldur því áfram að þróa sína tækni. Kynnti til að mynda 5G örflögur fyrir snjall- síma í síðustu viku. Þau hafa notað fjármálakerfi Banda- ríkjanna til þessara brota. Þetta gengur ekki lengur,“ sagði Wilbur Ross viðskiptamálaráðherra þegar tilkynnt var um ákæruna. Ákæran gegn Huawei er í 23 liðum. Huawei er meðal ann- ars sakað um að hafa afvegaleitt bandarísk stjórnvöld og alþjóð- legan banka í upplýsingagjöf um viðskipti í Íran. Ákæran nær svo einnig til fyrrnefnds mál T-Mobile og Huawei um þjófnað á Tappy. „Þessar ákærur snúast um meint algjört virðingarleysi Huawei fyrir landslögum okkar og almennu við- skiptasiðferði. Fyrirtæki á borð við Huawei ógna hagkerfi okkar og þjóðaröryggi,“ sagði Christopher Wray alríkislögreglustjóri. Tæknirisinn neitar sök. „Þessar ákærur valda okkur vonbrigðum. Við frömdum ekkert þessara brota, vitum ekki til þess að Meng hafi brotið af sér heldur.“ Tekið var fram að Tappy-málið hefði nú þegar verið útkljáð. Kviðdómur hafði ályktað svo, eftir að T-Mobile höfðaði einka- mál, að T-Mobile hefði ekki borið skaða af né hefði Huawei haft neitt illt í hyggju. Huawei neitar alfarið sök Bæði Huawei og yfirvöld í Kína hafa ítrekað neitað því að Huawei stundi njósnir eða aðra ólöglega starfsemi. Kínverska ríkisstjórnin hét því í vik- unni, eftir að ákæran var lögð fram, að standa vörð um hagsmuni kín- verskra fyrirtækja. „Bandaríkin hafa nýtt vald sitt til þess að koma óorði á og ráðast á ákveðin kínversk fyrirtæki. Þannig reyna Bandaríkjamenn að eyðileggja algjörlega starfsemi fyrirtækjanna. Þessar aðgerðir eru pólitísks eðlis en Kína er staðráðið í því að slá skjaldborg um réttindi kínverskra fyrirtækja,“ sagði Geng Shuang, upp- lýsingafulltrúi utanríkisráðuneytis Kínverja, í yfirlýsingu. Stofnandanum og forstjóranum Ren er heldur ekki skemmt. Hann hefur ítrekað lýst því yfir að fyrir- tækið sé saklaust. Á blaðamanna- fundi í höfuðstöðvum Huawei í Shenzhen um miðjan janúar sagði hann að fyrirtækið stæði alltaf með viðskiptavinum sínum. „Hvorki ég né fyrirtækið höfum nokkurn tímann fengið beiðni um að forrita bakdyr í tæki okkar eða senda stjórnvöldum upplýsingar um viðskiptavini,“ sagði Ren. Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 31L A U G A R D A G U R 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 8 -9 E A 8 2 2 3 8 -9 D 6 C 2 2 3 8 -9 C 3 0 2 2 3 8 -9 A F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.