Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2019, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 02.02.2019, Qupperneq 38
Það er erfitt að skilgreina hvað er hefðbundið og hvað er framúrstefnulegt, listin fer alltaf í hringi. Mörk- in milli listgreina eru óðum að mást út og það ægir mörgu saman sem er afleiðing þess hvernig heimi við búum í. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Meginuppistaðan í tónleik-unum eru verk eftir Lilju Maríu sem ég kynntist fyrir nokkrum árum hér í Lista- háskólanum þegar ég var leið- beinandinn hennar í lokaritgerð,“ segir Berglind sem kennir flutning og miðlun samtímatónlistar við skólann. „Síðan höfum við brallað ýmislegt saman og hún fór svo í framhaldsnám í tónsmíðum í London og skrifaði tvö verk fyrir mig sem ég flyt á laugardaginn. Annað þeirra er fyrir bassaflautu og raf og hitt fyrir kassettutæki og lokk, hljóðfæri sem ég smíðaði sjálf úr spunarokk og langspili 2015 og er uppspunnið sögulegt hljóðfæri. Síðan verða flutt tvö önnur verk eftir hana, fyrir hljóðskúlptúr, dansara og raf og fyrir píanó og myndefni og eitt eftir mig sem er fyrir píanó, mannsrödd og áhorf- endur þar sem er mín eigin rödd á upptöku, Lilja leikur á píanó og svo er krafist ákveðinnar þátttöku af áhorfendum.“ Berglind hefur farið nokkuð ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun en hikar við að skilgreina sig sem óhefðbundinn tónlistarmann. „Það er svo erfitt að skilgreina hvað er hefðbundið og hvað er framúr- stefnulegt, því listin fer alltaf í hringi. Mörkin milli listgreina eru óðum að mást út og það ægir mörgu saman sem er afleiðing þess hvernig heimi við búum í. Það sem ég geri er kannski að leika mér með hugmyndina um það að fara á tónleika, dreg leikhúsið meira inn í flutninginn og í raun er hljóð- færið sem ég bjó til, lokkurinn, ekki síður gjörningalistaverk en hljóðfæri enda gekk það verkefni út á að búa hann til og kynna svo sem raunverulegan hluta tón- listararfsins.“ Berglind er með doktorspróf í flutningi eða performance í tónlist frá háskóla í San Diego í Kaliforníu. „Ég var í deild sem heitir Contem- porary Music Performance sem útleggst flutningur samtímatón- listar en svo er það túlkunaratriði hvenær samtíminn í tónlist byrjar, var það á síðustu öld eða í gær? En ég hef mjög breiðan áhuga á tónlist nútímans, hef gert útvarps- þætti um dægurtónlist og sæki innblástur úr mörgum ólíkum áttum.“ Hún sendi á dögunum frá sér plötuna Herberging. „Þetta eru allt verk eftir mig unnin í kringum flautu og upptökur með mér þar sem ég spilaði ofan í. Þetta er flautuheimur sem ég kann vel við mig í og þetta er því „minn“ flautudiskur. Platan var tekin upp fyrir tveimur árum og svo ákvað ég í haust að gefa út geisladisk. Ég pældi lengi í því hvernig ég ætti að koma henni frá mér því mér finnst svo ósýnilegt að setja tónlist bara á netið. En svo langaði mig líka að gefa út geisladisk því hann er hverfandi form og þá myndast svo skrýtin og angurvær stemming.“ Hún segir helgina verða nokkuð undirlagða af tónleikunum. „Við verðum mættar í Hafnarhúsið snemma um morguninn til að stilla upp því við erum með heil- mikið af hljóðfærum og leik- munum. Ég stefni á að fagna í faðmi fjölskyldunnar eftir tónleika því þau koma öll og svo ætla ég á lokatónleika hátíðarinnar í kvöld og svo á lokafögnuðinn á Húrra því það er alltaf mikið stuð hjá tón- listarmönnum á Myrkum.“ Sunnudagurinn fer svo í róleg- heit að mestu. „Þá ætla ég á sleða með stelpurnar mínar þrjár út í snjóinn og endurstilla mig.“ Fer ótroðnar slóðir í sköpun Berglind María Tómasdóttir flautuleikari ver helginni að mestu á Myrkum músíkdögum en tónleikar hennar og Lilju Maríu Ásmundsdóttur verða í Hafnarhúsinu í dag. Lilja María Ásmundsdóttir, til vinstri, og Berglind María Tómasdóttir verða með tónleika á Myrkum músíkdögum klukkan hálf fjögur í dag í Hafnarhúsinu. MYND/SIGTRYGGUR ARI Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 9 -0 B 4 8 2 2 3 9 -0 A 0 C 2 2 3 9 -0 8 D 0 2 2 3 9 -0 7 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.