Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 40

Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 40
Leiðin að hjarta mannsins er í gegnum magann. Því ekki að treysta þau bönd með ástleitnu fæði um helgina? Þetta er nútíma Mjallhvítar-saga sem gerist meðal annars í London, Cornwall og Austur-Evrópu. Maxim er myndarlegur auð- maður. Hann hefur aldrei þurft að vinna og sefur sjaldan einn. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is E.L. James er höfundur bókanna og enn á ný sendir hún frá sér erótíska sögu, The Mister eða Herrann. Þetta er ástar- saga eins og fyrri bækur hennar. Höfundurinn segir bókina fjalla um ástríðufulla rómantík milli Alessiu og Maxims. Sögusviðið er víða um heiminn. „Þetta er nútíma Mjallhvítar-saga sem gerist meðal annars í London, Cornwall og Austur-Evrópu. Maxim er myndar- legur auðmaður. Hann hefur aldrei þurft að vinna og sefur sjaldan einn. Allt breytist þegar áfall ríður yfir og hann þarf að takast á við hlutverk sem hann á erfitt með að höndla. Hann kynnist konu sem kemur til Englands og á sér hættulega og erfiða leynda fortíð. Lesandinn fær að kynnast rússíbanareið af spenningi, segir á vefsíðu The Guardian. „Maxim og Alessia hafa haldið mér fanginni á heillandi vegferð og ég vona að lesendur mínir njóti spennunnar eins og ég gerði á meðan ég skrifaði söguna,“ sagði E.L. James þegar hún kynnti bókina fyrir nokkrum dögum. Bækur E.L. James um gráu skuggana urðu gríðarlega vinsælar um allan heim en þær voru þrjár. Þess má geta að 550 þúsund eintök seldust einungis í Noregi en hún var gefin út á 52 tungumálum. Þegar fyrsta bókin kom út 2011 voru flestar konur um allan heim með bókina sér við hönd hvar sem þær fóru um, í lestum, kaffihúsum, á sólarströndum eða bara heima. Bækurnar urðu þrjár og í fram- haldinu var gerð bíómynd í Holly- wood eftir þeim. Bíómyndirnar um Anastasiu Steele og Christan Grey urðu þó ekki jafnvinsælar og bækurnar. Sagt er að Christian Erótíkin blómstrar eftir gráa skugga Það eru átta ár síðan metsölubókin Fifty Shades of Grey kom út. Bók sem vakti mikla athygli og umræðu um allan heim. Bókin seldist í 150 milljónum eintaka. Í apríl kemur út ný bók eftir James. E.L. James hefur vakið heimsat- hygli fyrir bækur sínar um gráu skuggana. Í apríl kemur ný erótísk saga eftir hana í búðir. Helgin er tími samveru og ástar. Dýrmætar stundir sem aldrei koma aftur. Hver dagur er gjöf og eins gott að nýta hann vel til að tjá tilfinn- ingar sínar og sýna þær í verki. Því ekki að prófa að útbúa allan mat með ástarívafi um helgina? Finna hjartalaga skapalón til að sáldra í gegnum súkkulaði yfir kaffið eða heita kókóið, smyrja brauðsneiðar morgunsins og síðdegiskaffisins með hjartalaga myndum eins og hnetusmjöri og hjartafylli af sultu eða lárperumauki með klofnu hjartalaga jarðarberi? Nú eða fá unaðslegan bökunarilm í loftið og baka hjartalaga smáköku skreytta með kremi og ilmandi rós? Allt kemur það ástinni örugg- lega til skila og er falleg minning í dagbók ævidaganna. Ástríkt helgarfæði Grey hefði kynnt BDSM fyrir veröldinni. Í fyrra var frumsýnd bíómyndin The Book Club sem fjallaði um fjórar vinkonur sem komnar voru vel yfir miðjan aldur og lásu 50 Shades of Grey í les- klúbbi. Leikkonurnar voru ekki af verri endanum, þær Jane Fonda, Diane Keaton, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Myndin þótti bæði fyndin og skemmtileg. Höfundurinn E.L. James segist aldrei hafa átt von á slíkum við- brögðum þegar hún gaf út fyrstu bókina. Tímaritið Forbes setti hana á lista yfir söluhæstu rit- höfunda í veröldinni árið 2013. James fékk 95 milljónir dala fyrir bækurnar og 5 milljónir að auki fyrir kvikmyndaréttinn að hand- ritinu. Hún heitir fullu nafni Erika Leonard Mitchell og fæddist á Englandi 7. mars 1963. Fyrsta bók hennar, Fifty Shades of Grey, sat á meðsölulista New York Times í 133 vikur. Aðdáendur hennar hljóta að bíða spenntir eftir nýju bókinni. Ómar er menntaður rafeindatæknifræðingur og hefur starfað við hönnun og uppsetningu netkerfa í meira en 25 ár ásamt því að bjóða upp á námskeið fyrir viðskiptavini. Hann er einn reynslumesti netsérfræðingur landsins og hefur verið með CCIE gráðu Cisco síðan 1996. Ómar sat í ráðgjafaráði Cisco (CCIE Advisory Council) frá 2014–2018 þar sem hann tók þátt í að móta menntunarstefnu Cisco m.a. hvernig endurmenntun er háttað. Í tilefni af UTmessu vikunni býður Sensa ungu fólki (18–25 ára) á kynningu um uppbyggingu netkerfa. Áhugaverður fyrirlestur sem stiklar á stóru í sögu tölvuneta allt frá gamla sveitasímanum til nútíma kerfa. Fyrirlesturinn gefur skemmtilega yfirsýn yfir virkilega áhugaverðan og fjölbreyttan starfsvettvang sem Sensa sérhæfir sig í. Hvar: Sensa, Ármúla 31, 108 Reykjavík Hvenær: Þriðjudaginn 5. febrúar frá kl. 16–18 Miðvikudaginn 6. febrúar frá kl. 16–18 Fyrirlesari: Ómar Henningsson Fyrirlesturinn er ókeypis. Sætaframboð er takmarkað. Skráning á sensa.is/starfsvettvangur Viltu kynnast spennandi starfsvettvangi? Ert þú netsérfræðingur framtíðarinnar? Saga og grunnur netkerfa 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 3 9 -0 6 5 8 2 2 3 9 -0 5 1 C 2 2 3 9 -0 3 E 0 2 2 3 9 -0 2 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.