Fréttablaðið - 02.02.2019, Side 80

Fréttablaðið - 02.02.2019, Side 80
LEIKVANGURINN PATRIOTS RAMS SuperBowl 2019 3. febrúar Mercedes-Benz Stadium Atlanta, Georgíu 8 5 Meðaltal í leikjum Innbyrðis viðureignirMeistarar í Ameríkudeildinni Tímabilið 2018 Sigrar 11 Töp 5 Meistarar í Þjóðadeildinni Tímabilið 2018 Sigrar 13 Töp 3 Undanúrslit Ameríkudeildar 28 LA ChargersPatriots 41 Úrslit Ameríkudeildar 31 KC ChiefsPatriots 37 Undanúrslit Þjóðadeildar 22 D CowboysRams 30 Úrslit Þjóðadeildar 23 NO SaintsRams 26 sigrar sigrar n Þriðji Super Bowl-leikur Patriots í röð sem hefur unnið fimm titla frá árinu 2001. n Unnu síðast Super Bowl gegn Tennessee Titans árið 2000, þá sem St. Louis Rams. Met Bradys í Super BowlGetur bætt metið Með sigri Patriots bætir Tom Brady metið yfir flesta Super Bowl-meist- arahringa leikmanns í NFL- deildinni og bætir með því 22 ára gamalt met varnarmannsins Charles Haley. Oftast valinn besti leik- maður leiksins (e. MVP). 4 18 Kastað fyrir átján snertimörkum. Kastað fyrir flestum jördum.2.576 Stig27,2 32,9 393,4 421,1 127,3 139,4 266,1 281,7 20,3 24,0 359,1 358,6 112,7 122,3 246,4 236,2 Sóknarleikur Varnarleikur Jardar Hlaupajardar Kastjardar Stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna á sér stað um helgina þegar New Eng­land Patriots og Los Angel­es Rams leika úrslitaleik NFL­deildarinnar í Ofur­ skálinni (e. Super Bowl). Þetta er í 53. sinn sem leikið er um Ofurskálina og fer leikurinn fram á Mercedez­Benz­ vellinum, heimavelli Atlanta Falcons sem er einn flottasti völlur deildar­ innar, á sunnudaginn. Leikurinn hefst klukkan 23.30 að íslenskum tíma og munu Maroon 5, Travis Scott og Big Boi sjá um skemmtiat­ riði í hálfleik. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í Super Bowl því þessi lið mættust fyrir sautján árum upp á dag í New Orleans þar sem tvíeykið Tom Brady og Bill Bel i chick vann fyrsta meistaratitil sinn af fimm gegn þáver­ andi liði St. Louis Rams áður en Hrút­ arnir fluttu til Los Angeles. Fyrir leik var óvíst hvort Brady myndi byrja leikinn eða Drew Bledsoe en Brady varð fyrir valinu og hófst einokun Patriots þar. Brady átti sjálfur engan draumaleik þann daginn þegar hann kastaði fyrir 145 jördum og einu snertimarki í 20­17 sigri Patriots. Eflaust hefur Jared Goff, leikstjórn­ andi Los Angeles Rams um helgina, fylgst spenntur með á sófanum heima sem sjö ára aðdáandi Bradys enda báðir fæddir rétt fyrir utan San Francisco en nú þarf hann að hafa betur gegn leikstjórnandanum Brady sem flestir telja þann besta í sögu NFL­deildarinnar. Goff er á þriðja ári sínu í deildinni og að fara í stærsta leik ársins í fyrsta sinn en öll árin sem Goff hefur verið í deildinni hafa Patriots leikið til úrslita. Ungt lið Hrútanna Það má segja að það hafi verið heilla­ skref fyrir Stan Kroenke, eiganda Rams, þegar hann ákvað að ráða Sean McVay sem þjálfara liðsins þrátt fyrir að hann væri aðeins 30 ára gamall. Liðið stóð ekki undir væntingum eftir flutninga til Los Angels og var Jeff Fisher rekinn í árs­ byrjun 2017. McVay var þá búinn að vinna sem sóknarþjálfari Washing­ ton Redskins síðustu þrjú ár og varð um leið yngsti aðalþjálfari liðs í sögu deildarinnar. Honum tókst að leysa sóknarleik Rams úr læðingi því lið Rams fór úr því að vera versta sóknarlið deildar­ innar með 14 stig að meðatali yfir í það besta með 29,9 stig að meðal­ tali í leik. Eftir að hafa fallið úr leik í úrslitakeppninni í fyrra tefldi Rams djarft og samdi við fjölmarga leik­ menn í hæsta gæðaflokki, sérstak­ lega í varnarleiknum. Bakverðirnir Marcus Peters og Aqib Talib, báðir meðal þeirra bestu í sinni stöðu, voru fengnir til að styrkja varnarleikinn og á bardagalínuna kom varnar­ tröllið Ndamukong Suh. Lið komust ekki lengur upp með að tvídekka Aaron Donald, einn besta varnar­ mann deildarinnar úr röðum Rams enda átti hann frábært ár og er talið víst að hann verði valinn besti varn­ armaður tímabilsins í kvöld. Lykilat­ riði Rams til þess að vinna þennan leik er að setja pressu á Brady og að koma í veg fyrir að hann fái tíma til að velja sér sendingarkosti. Liðið gerði enn betur í sóknar­ leiknum á þessu tímabili og var með 32,9 stig að meðaltali í leik og ekkert leyndarmál hvar styrkleiki sóknar­ leiksins liggur. Öflugur hlaupaleikur með Todd Gurley þann þriðja hefur rutt andstæðingum úr vegi Rams allt tímabilið og ef varnir andstæðing­ anna hafa reynt að verjast því hefur Goff verið öflugur að finna útherjana sína í stórum kerfum. Allt er fertugum fært En það skal enginn afskrifa Patriots­ liðið með besta þjálfara allra tíma, Bill Belichick sem hefur alltaf gert vel í því að loka á styrkleika and­ stæðinga Patriots. Brady og Bel ichick eru að fara saman í Super Bowl í níunda skiptið á ferlinum, oftar en nokkurt annað lið í NFL­deildinni og þekkja þennan leik því eins og handarbakið á sér. Brady getur á sunnudaginn unnið sjötta meistara­ titilinn sem leikmaður en hann yrði þá fyrsti leikmaðurinn í sögu NFL­ deildarinnar sem vinnur sex titla sem leikmaður. Charles Haley, sem er í frægðarhöll NFL­deildarinnar og lék á sínum tíma með San Francisco 49ers og Dallas Cowboys, vann fimm meistaratitla á ferlinum með tveimur mismunandi félögum en Brady hefur unnið alla með Patriots. Það bendir ekkert til þess að farið sé að hægja á Brady að stýra Patriots­liðinu þrátt fyrir að hann verði 42 ára á þessu ári. Fyrsta forgangsatriði Belichicks er að sóknarlína Patriots­manna nái haldi aftur af Donald, Suh og félögum og verja Brady á sama tíma og þeir opni glufur fyrir hlaupaleik Patriots. Hlaupaleikurinn hefur verið öflugur í úrslitakeppninni og er glufur að finna á sóknarlínu Rams þrátt fyrir að þeim hafi tekist að loka vel á Alvin Kamara og Ezekiel Elliott, tvo af bestu hlaupurum deildarinnar, til þessa í úrslitakeppninni. Einnig verður áhugavert að sjá hvernig Rams­vörnin ætlar að stöðva Rob Gronkowski, tveggja metra innherja Patriots. Það er eng­ inn varnarmaður Rams sem ætti að geta haldið í við Gronk upp á eigin spýtur og mun Brady eflaust nýta sér það til hins ýtrasta ásamt því að vera duglegur að finna svæðið fyrir aftan varnarlínu Rams með stuttum sendingum. Þá mun það hjálpa Patriots­ mönnum að þeir kannast við þetta allt saman. Meirihluti liðsins sem lék til úrslita síðustu tvö ár er enn á sínum stað og ættu aðstæðurnar ekki að trufla þrautreynt lið Patriots þegar leikurinn hefst á sunnudaginn á meðan aðeins þrír leikmenn Rams af 54 hafa unnið meistaratitil áður. Sagan hliðholl Patriots og Brady Super Bowl-leikurinn fer fram í 53. sinn um helgina þegar New England Patriots og Los Angeles Rams mætast í Atlanta. Þetta er í fyrsta sinn í 17 ár sem Rams kemst í Super Bowl en þriðja árið í röð sem Patriots leikur til úrslita. Þessir staðir munu sýna Super Bowl American Bar Austurstræti 8 Keiluhöllin Egilshöll Ölver Glæsibæ Bjarni Fel Austurstr. 20 Hard Rock Lækjargötu 2a Bryggjan Brugghús Grandagarði 8 Bastard brew&food Vegamótastíg Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 8 -D E D 8 2 2 3 8 -D D 9 C 2 2 3 8 -D C 6 0 2 2 3 8 -D B 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.