Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 96

Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 96
ÞAÐ VAR BÆÐI SKRÝTIÐ OG SPENN- ANDI AÐ VINNA. ÞAÐ ER LEIÐINLEGT HVERSU ILLA ÍSLEND- INGAR HAFA FARIÐ MEÐ SÍNA GÖMLU HÖFUNDA. E in stærsta hljóðbókasíða landsins er Hlusta.is en þar er að finna hátt í tvö þúsund íslenskar bækur og stöðugt bætist við. Áskrifendur síðunnar fá ótakmarkaðan aðgang að bókum síðunnar. Hægt er að gerast áskrif- andi á forsíðu Hlusta.is og áskriftin er 1.490 krónur á mánuði. Aðal- steinn Magnússon og Ingólfur B. Kristjánsson hafa veg og vanda af síðunni. Þessa dagana býður hlusta.is upp á endurútgefið efni eftir Theódór Friðriksson. „Við erum að koma öllum verkum hans, 20-30 bókum, í hljóðbækur,“ segir Aðalsteinn. „Frægasta bók hans er Í verum, ævi- saga í tveimur bindum, en síðan gaf hann út þriðju ævisöguna, Ofan jarðar og neðan, sem kemur út hjá okkur seinni hluta febrúar. Hann sendi líka frá sér skáldsögur og mikinn fjölda smásagna. Það er með ólíkindum að þessi maður sem var sjómaður og erf- iðisvinnumaður alla ævi skyldi geta skrifað allar þessar bækur. Í dag er hlutur hans í bókmenntasögunni lítill en um miðja síðustu öld voru verk hans svo vinsæl að allir þekktu nafn hans, sérstaklega var mikið talað um Í verum. Velgjörðarmenn hans voru margir eins og Sigurður Nordal og hann var vinur Laxness og Þórbergs.“ Fulltrúi alþýðunnar Aðalsteinn segist hafa lesið Í verum fyrir skömmu. Ég varð stórkostlega hrifinn. Í lok bókar er hann sex- tugur, orðinn gigtveikur, búinn að fá 1.500 króna styrk af fjárlögum og sér fyrir sér að nú geti hann loks hætt að vinna erfiðisvinnu. Hann var merkilegur maður, sjálfstæður og leit á sig sem fulltrúa hins vinn- andi manns.“ „Skáldsögur hans og smásögur standa sannarlega fyrir sínu,“ segir Ingólfur. Í smásagnasafninu Utan frá sjó sem geymir níu smásögur naut hann liðsinnis Jónasar frá Hrafnagili sem hjálpaði honum við að stíla sögurnar. Það var eiginlega eini skólinn sem Theódór fékk og eftir það var hann óstöðvandi. Ég lít á hann sem fulltrúa alþýðunnar í þessum bókmenntageira, eins og Torfhildur Hólm, sem er annar höf- undur sem hefur gleymst, þótt jafn- vel Halldór Laxness hafi tileinkað henni sitt fyrsta ritverk á unglings- árum.“ Við erum alltaf að grúska og leita Aðalsteinn Magnússon og Ingólfur B. Kristjánsson hafa veg og vanda af síðunni Hlusta.is Þar er að finna hátt í 2.000 íslenskar bækur og í hverri viku bætist við. „Við erum í okkar litla heimi og erum ánægðir þar,“ segja Aðalsteinn og Ingólfur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Leikritin Tölvuvírusinn eftir Iðunni Ólöfu Berndsen, 11 ára, og Friðþjófur á geimflakki eftir Sunnu Stellu Stefánsdóttur, 7 ára, verða sýnd saman á Litla sviði Borgarleikhússins nú um helgina, laugardaginn 2. febrúar og sunnu- daginn 3. febrúar. Iðunn og Sunna unnu leikritasam- keppni sem Borgarleikhúsið stóð að í samstarfi við RÚV og KrakkaRÚV. Alls bárust hátt í 50 leikrit frá börn- um, á aldrinum 6-12 ára, hvaðanæva af landinu. „Það var bæði skrýtið og spennandi að vinna,“ segir Iðunn. Sunna segist hafa orðið mjög undr- andi: „Ég vissi bara ekki hvað ég ætti að segja.“ Spurð um efni leikrits síns, Tölvuvírussins, segir Iðunn: „Það er um vináttu og fólk sem er í tölvunni. Boðskapurinn er að allir eigi að vera vinir.“ Um leikrit sitt Friðþjóf á geim- flakki segir Sunna: „Það er um hákarl sem heitir Friðþjófur sem lendir í ævintýri.“ Báðar segjast þær afskaplega spenntar fyrir frumsýningunni. „Ég get bara ekki beðið,“ segir Sunna. Iðunn segist oft fara í leikhús. „Mér finnst rosalega gaman í leikhúsi,“ segir hún og Sunna er á sama máli og segir: „Það er ótrúlega skemmtilegt.“ Spurðar hvort þær ætli að halda áfram að skrifa segjast hin ungu leik- skáld vitanlega ætla að gera það. Leikarar í sýningunum tveimur eru þau Edda Björg Eyjólfsdóttir, Davíð Þór Katrínarson, Halldór Gylfason, Haraldur Ari Stefánsson og Jóhann Sigurðarson. Halldór Gylfason er leikstjóri leikritanna. Sýningin byrjar kl. 13 og aðgangs- eyrir er aðeins 500 krónur. – kb Vinátta og hákarl sem heitir Friðþjófur Sunna og Iðunn segjast svo sannar- lega ætla að halda áfram að skrifa. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Leitast eftir breidd Þeir félagar hafa sannarlega lagt sitt af mörkum til að minna á látna höf- unda sem hafa svo til alveg gleymst. Þeir gáfu nýlega út bækur Guðrúnar Lárusdóttur og segja viðbrögðin hafa verið með ólíkindum. „Við ætlum að halda áfram að gefa út öndvegishöfunda, sérstak- lega þá sem detta úr höfundarétti vegna þess að það er markaður fyrir þá. Það er leiðinlegt hversu illa Íslendingar hafa farið með sína gömlu höfunda. Verk þeirra koma ekki út og þeir gleymast,“ segir Ing- ólfur. „Ef maður fer í bókabúð í Bret- landi sér maður heilu borðin full af bókum eftir gamla höfunda. Þannig er það ekki hér. Okkur finnst hlutur kvenna líka hafa verið minni en hann ætti að vera og ætlum að láta lesa inn verk Torfhildar Hólm og Júlíönnu Jónsdóttur og þær munu verða margar fleiri. „Við erum alltaf að grúska og leita,“ segir Aðalsteinn. „Við leitumst eftir því að hafa breidd og látum líka lesa inn þýddar sögur eins og Kapít- ólu og Sherlock Holmes.“ Hlusta.is hóf starfsemi árið 2008. „Fyrstu árin vorum við í mínus en núna búum við að þessu mikla gagnasafni. Það er fyrst núna sem við sjáum að rekstrarárið verði í plús,“ segir Aðalsteinn. „Við skuld- um engum neitt en höfum heldur ekki auglýst neitt. Við erum í okkar litla heimi og erum afskaplega ánægðir þar.“ 2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R52 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 2 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 3 8 -9 9 B 8 2 2 3 8 -9 8 7 C 2 2 3 8 -9 7 4 0 2 2 3 8 -9 6 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 1 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.