Fréttablaðið - 02.02.2019, Page 106
Verslun Blush opnaði fyrst árið 2016 í Hamraborginni og segir Gerður að þá hafi hugsunin verið að hún væri í raun
stuðningur við netverslun blush.is,
lítil verslun þar sem fólk gæti sótt
þær vörur sem það keypti á netinu.
„En fljótlega varð ljóst að rýmið
væri allt of lítið og við yrðum að
stækka við okkur. Ég var hins vegar
mjög rög við það enda hrædd um
að þetta væri bara tímabil en svo
myndi róast hjá okkur. En núna
næstum þremur árum síðar er enn
þá brjálað að gera og þessir upphaf-
legu 36 fm engan veginn nóg.“
Úr 36 fm í 180 fm
„Þegar ég frétti af því að það væri
laust húsnæði við hliðina á okkur
var ég ekki lengi að hafa sam-
band og fá húsnæðið. Við erum
því komin í 180 fm núna. Það er
þvílíkur munur að geta haft allt á
einum stað.“ Gerður lagði mikið
Hamraborgin
fullkomin fyrir
kynlífstækjaverslun
Gerður segir mikilvægt að húsnæðið bjóði upp á að viðskiptavinir geti gengið
inn án þess að sjást frá götunni. MYNDIR/GRÉTAR ÖRN GUÐMUNDSSON
Útvarpsfólkið Kristín Sif og Sigurður Þorri Gunnarsson létu sig ekki vanta.
Ný og stærri unaðs-
vöruverslun Blush
var opnuð með
pomp og prakt í vik-
unni. Gerður Huld
Arinbjarnardóttir,
eigandi verslunarinn-
ar, segir löngu hafa
verið tímabært að
flytja í stærra rými
enda verslunin notið
mikilla vinsælda.
upp úr útliti verslunarinnar en hún
skiptist í tvo palla, hvorn með sinn
stílinn. Neðri hæðin er hvít, björt og
stílhrein en sú efri er hlýlegri. „Við
lögðum mikla vinnu í hönnunina en
allar innréttingar eru sérsmíðaðar
af innanhússhönnuðinum Kötlu
Hreiðarsdóttur.
Hamraborgin er fullkominn
staður fyrir kynlífstækjaverslun.
Þetta er svo miðsvæðis. Auðvelt er
að komast að versluninni og næg
bílastæði. Fyrir okkur skipti máli að
vera ekki of áberandi. Að fólk sjáist
ekki endilega labba inn í búðina
frá götunni. Við viljum að fá fólk
fái smá „privacy“ þegar það er að
koma, og þetta nýja húsnæði býður
akkúrat upp á það.“
Womanizer staðalbúnaður fyrir
konur
Gerður segir reksturinn ganga vel.
„Það er svo æðislegt að sjá hvernig
umræðan um kynlífstæki hefur
opnast og er ekki lengur jafn mikið
tabú og hún var fyrir átta árum
þegar ég byrjaði. Með nýju búðinni
ætlum við að bjóða upp á ýmsar nýj-
ungar. Svo sem námskeið og kynn-
ingar í verslun.“ Gerður segir vin-
sælustu vöru verslunarinnar alltaf
vera þá sömu; womanizer sem eins
og nafnið gefur til kynna er ætluð
konum. „Þessi vara, sem hefur verið
gríðarlega vinsæl undanfarin þrjú
ár, er orðin eins og staðalbúnaður
fyrir konur. Það eiga allar konur að
eiga alla vega einn, alveg dásamlegt
tæki.“ Gerður segir að upphaflega
hafi verslunin verið ætluð konum
á aldrinum 25 til 45 ára. „En í dag
er viðskiptahópurinn mjög bland-
aður. Fólk á öllum aldri og af báðum
kynjum. Við reynum að vera með
vítt vöruúrval svo að sem flestir geti
fundið eitthvað við sitt hæfi.“
bjork@frettabladid.is
Foreldrar Gerðar fögnuðu með
henni, Friðný Möller, Gerður og
Arinbjörn Snorrason.
Innanhússhönnuðurinn
Katla Hreiðarsdóttir hann-
aði útlit verslunarinnar.
Í kringum 80 manns
mættu í opnunarpartíið.
2 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R62 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
0
2
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:2
2
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
3
8
-C
B
1
8
2
2
3
8
-C
9
D
C
2
2
3
8
-C
8
A
0
2
2
3
8
-C
7
6
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
1
2
s
_
1
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K