Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 6

Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 6
á brauðið, pönnuna og í baksturinn Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi Fljótshlíð, föstudaginn 22. mars 2019 og hefst kl. 15:00. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál. Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Reykjavík, 21. febrúar 2019. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um útgáfustyrki Útgáfustyrkir eru veittir til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi. þýðinga styrki Þýðingastyrkir eru veittir til að þýða á íslensku mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir, fræðirit og myndríkar bækur fyrir börn og ungmenni. styrki úr nýjum barna- og ungmennabókasjóði Nú er í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum í nýjan barna- og ungmennabókasjóð. Markmið hans er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka, sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur. Umsóknarfrestur um ofangreinda þrjá styrki er til 18. mars 2019. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á www.islit.is ALÞINGI Miðf lokkurinn er orðinn stærsti stjórnarandstöðuf lokkur- inn á þingi og hefur nú níu þing- menn eftir að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson gengu til liðs við flokkinn í gær. Líklegt þykir að valdastrúktúrinn á þingi breytist. Sigmundur Davíð segir í bréfi til f lokksmanna að Miðf lokkurinn muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Til þess að svo megi verða þurfa 22 þing- menn að samþykkja þá beiðni. Ekki verður hlaupið að því fyrir Sigmund Davíð að finna 13 þingmenn utan við þingflokk Miðflokksins til þess að samþykkja beiðni hans. Þrír mánuðir eru síðan Karl Gauti og Ólafur sátu ásamt þingmönnum Miðflokksins á Klaustri Bar og töl- uðu illa um mann og annan. Úr varð að Karl Gauti og Ólafur voru reknir úr Flokki fólksins vegna málsins. Síðar hafa þingmenn Miðflokksins skoðað það alvarlega að kæra ein- stakling sem opinberaði dónaskap þingmannanna. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, er annar formanna fasta- nefnda þingsins úr hópi stjórnar- andstöðunnar. Halldóra Mogensen úr Pírötum er formaður velferðar- nefndar þingsins. Verði stokkað upp í nefndum þingsins er augljóst að þetta riðlast þar sem Miðflokk- urinn, sem nú hefur 9 þingmenn og er stærsti stjórnarandstöðu- f lokkurinn, fengi að ákveða fyrst hvar þeir setjast í formannsstól. Þá hefur heyrst að Miðf lokksmenn vilji steypa Helgu Völu af stóli for- manns sem hefur tekið á Klausturs- málinu á vettvangi nefndarinnar. „Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum og þetta kom mér í raun ekki mikið á óvart, að Karl Gauti og Ólafur færu þessa leiðina,“ segir Helga Vala. „Ég á eftir að sjá það hvaða 13 þingmenn vilji fara í þessa vegferð með Mið- flokknum, að stokka upp í nefndum þingsins. Við skulum bara bíða og sjá hvernig málin þróast.“ Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson við vinnslu fréttar- innar. sveinn@frettabladid.is Þurfa auka stuðning ef breyta á nefndarskipan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir í bréfi til flokksmanna að hann ætli að fara fram á að skipað verði upp á nýtt í nefndir þingsins. Hins vegar þarf 22 þingmenn til þess að samþykkja slíka beiðni. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Lík- legt þykir að Miðflokkurinn vilji komast yfir formennsku í þeirri nefnd. Ég verð að segja að ég sef alveg róleg yfir þessum tíðindum. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar REYKJAVÍK Það ætti ekki að vera erfitt að gera leikskólana í Reykja- vík gjaldfrjálsa öllum í ljósi þess að leikskólagjöld standa ekki undir nema rétt rúmlega 9 prósentum af rekstrarkostnaði þeirra. Þetta segir Sanna Magdalena Mörtudóttir, áheyrnarfulltrúi Sósíalistaf lokks Íslands í borgarráði. Á fimmtudag var lagt fram svar skóla- og frístundasviðs við fyrir- spurn Sönnu um hlutfall leikskóla- gjalda af rekstrarkostnaði leikskóla. Í svarinu segir að þetta hlutfall sé 9,3 prósent og hafi farið lækkandi frá árinu 2014 þegar það var 12,1 pró- sent af rekstrarkostnaði. „Sósíalistaf lokkurinn leggur áherslu á gjaldfrjálsa menntun á öllum skólastigum og það er von sósíalista að leikskólagjöldin verði afnumin svo að hægt sé að vinna að því að leikskólarnir verði með öllu gjaldfrjálsir. Slíkt ætti ekki að vera miklum erfiðleikum háð þar sem leikskólagjöldin eru ekki hátt hlut- fall af rekstrarkostnaði leikskól- anna,“ segir í bókun Sönnu á fundi borgarráðs. „Afnám leikskólagjalda getur breytt miklu fyrir fjölskyldur sem eiga erfitt fjárhagslega og gjald- frjálsir leikskólar stuðla að borg þar sem þjónusta borgarinnar við börn er gjaldfrjáls. Þá er mikilvægt að þeir sem starfi á leikskólum borgarinnar fái einnig greidd mannsæmandi laun fyrir störf sín.“ – smj Leikur einn að afnema leikskólagjöldin Sanna Magdal- ena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks- ins. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN Í frétt Fréttablaðsins á síðu 6 þann 21. febrúar var því ranglega haldið fram í fyrirsögn og efnistexta fréttar að Alþingi væri hætt að veita ríkisborgararétt og „að heimild Alþingis til að veita mönnum ríkisborgararétt með lögum verði afnumin“. Ekki er hægt að svipta löggjafann valdi til lagasetningar. Frumvarp dómsmálaráðherra miðar að því að umsóknir um ríkisborgararétt verði að meginstefnu afgreiddar af stjórnvöldum. LEIÐRÉTTING BANDARÍKIN Robert Mueller, sér- stakur saksóknari dómsmálaráðu- neytisins, mun ekki skila skýrslu um rannsókn sína í næstu viku. Mueller er því enn að rannsaka meint áhrif rússneskra stjórnvalda á bandarísku forsetakosningarnar og meint sam- ráð við framboð Donalds Trump. Frá þessu greindi Reuters í gær- kvöldi og hafði eftir embættismanni innan dómsmálaráðuneytisins. CNN hafði sagt frá því á miðviku- dag að ráðuneytið myndi líklega til- kynna í næstu viku um að Mueller hefði afhent William Barr ráðherra skýrslu sína. „Það ætti ekki að koma neinum á óvart að það standi ekki til að afhenda skýrslu á meðan forsetinn á í afar viðkvæmum viðræðum í Víetnam,“ hafði Reuters eftir heim- ildarmanni en Trump fundar með Kim Jong-un, einræðisherra Norður- Kóreu, í Asíuríkinu eftir helgi. Rannsókn Muellers hefur leitt af sér fjölda ákæra, játninga og sakfell- inga. Nýlega var Roger Stone, náinn bandamaður forsetans, ákærður fyrir meðal annars það að hafa sagt rannsakendum ósatt. Trump hefur alla tíð neitað því að nokkurt samráð hafi átt sér stað. Þá hefur forsetinn ítrekað talað um rannsóknina sem „nornaveiðar“ á meðan stuðnings- menn hans hafa hvatt hann til að láta stöðva hana. – þea Mueller ekki við það að klára Robert Mueller, sérstakur saksóknari. NORDICPHOTOS/AFP 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -5 D 6 4 2 2 6 3 -5 C 2 8 2 2 6 3 -5 A E C 2 2 6 3 -5 9 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.