Fréttablaðið - 23.02.2019, Síða 18

Fréttablaðið - 23.02.2019, Síða 18
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfir- valda sömu- leiðis AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR 2019 Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn að Borgartúni 30, annarri hæð til hægri, laugardaginn 16. mars kl. 14. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kjör formanns og nýrra fulltrúa í stjórn samtakanna, umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar. www.gedhjalp.is Ég gekk heim á leið ásamt börnunum eftir að hafa sótt þau í skólann hér í London þegar plastflaska kom fljúgandi út um glugga sendiferðabíls sem ók fram hjá. Ég steytti hnefann. Eitthvert okkar hefði getað fengið flöskuna í hausinn. Flaskan rúllaði eftir gangstéttinni og staðnæmdist við hjól kerru sonar míns. Í flöskunni var gulur vökvi. Það kom á mig fát. Þetta var þvag. Mér rann reiðin í garð bílstjórans. Böl­ bænir mínar áttu aðrir skilið. Grimmd, græðgi og mannvonska Uppi varð fótur og fit í vikunni þegar Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gaf stjórnendum Kviku banka fjögurra daga frest til að koma í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins í eigu Gamma sem Kvika banki væri að festa kaup á. Ef ekki tæki VR allt fé stéttarfélags­ ins úr eignastýringu bankans. Var tilefnið bréf sem Almenna leigufélagið sendi leigjendum sínum þar sem þeim var gefinn fjögurra daga frestur til að samþykkja hækkun á leigu um tugi þúsunda á mánuði ellegar flytja. „Grimmd, taumlaus græðgi og mannvonska,“ sagði VR. Boðberar frjálshyggjunnar stóðu á öndinni af vand­ lætingu. Hótaði VR „efnahagslegum afleiðingum“? Hugðist það breyta hlutunum með því að beita „fjár­ hagslegri stöðu verkalýðsfélagsins“? Var VR „klíkan“ farin að „skipta sér af því hvaða fyrirtækjakaup eru þóknanleg henni“? Hvar endaði þetta? Átti kannski að fara að hóta því að „taka peninga úr stýringu nema laun bankastjóra yrðu lækkuð“? Ragnar Þór brást ekki andstæðingum sínum. Næsta dag lýsti hann því yfir að hann hygðist beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður verzlunarmanna fjárfesti ekki í félögum sem greiddu ofurlaun. Argasta rökleysa En aftur að flöskunni sem ég fékk næstum í hausinn. „Við erum ekki vélmenni; við erum manneskjur,“ sagði starfsmaður í vöruhúsi fyrirtækisins Amazon í samtali við dagblaðið Guardian nýlega. Alþjóðlega stórfyrir­ tækið Amazon hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma framkomu í garð starfsfólks um heim allan; kjör eru bág og aðbúnaður slæmur. Í Bretlandi komst það í fréttirnar nýverið að kröfur um afköst í vöruhúsum Amazon þar í landi væru svo miklar að fólk hefði ekki tíma til að fara á klósettið og pissaði því í plastflöskur. Það sama gilti um sendla fyrirtækisins sem útskýrði plastflöskuna fljúgandi. Amazon er langt frá því að vera eina fyrirtækið sem þykir færa sig upp á skaftið. Leikreglur virðast illa ná yfir alþjóðleg stórfyrirtæki. Starbucks og Apple koma sér lipurlega hjá því að greiða skatta. Facebook lætur sig litlu varða þótt yfirgripsmikil söfnun á persónu­ upplýsingum veki óhug. Þær raddir verða æ háværari sem kalla eftir því að löggjafar komi böndum á alþjóðleg stórfyrirtæki. Enn fyrirfinnast þó þeir sem segja slík afskipti óþörf. For­ kólfar frjálshyggjunnar fullyrða að lögmál markaðarins séu fullfær um að leysa vandann. Misbjóði fyrirtæki siðferðisvitund fólks verði framboð og eftirspurn til þess að dæma úr leik fyrirtæki sem ekki hagi sér með skikk – eða eins og segir í nýlegri grein á heimasíðu frjálshyggjuhugveitunnar Cato Institute: „Þegar við erum óánægð með fyrirtæki, t.d. vegna hárra launa framkvæmdastjórans, búum við yfir öflugasta úrræði sem fyrirfinnst: Við getum kosið að skipta ekki við það.“ Formaður VR var kallaður kommúnisti af frjáls­ hyggjumönnum í kjölfar þess að hann hótaði að færa viðskipti félagsins frá Kviku. En slíkt viðurnefni er argasta rökleysa. Fátt er eins hreinræktaður kapítal­ ískur gjörningur og að færa viðskipti sín annað. Þegar Ragnar Þór beitir „fjárhagslegri stöðu sinni“ til að fyrir­ tæki verði fyrir „efnahagslegum afleiðingum“ spilar hann einmitt eftir leikreglum frjálshyggjunnar: Mislíki neytendum siðleysi fyrirtækja geta þeir kosið með veskinu – neysluhegðun sinni. Í stað þess að bölsótast út í Ragnar Þór væri nær að frelsis­elskandi hugsuðir þessa lands heiðruðu hann með hinni æðstu orðu íslenskra frjálshyggjumanna. Hér með tilnefni ég Ragnar Þór Ingólfsson til Frelsis­ verðlauna SUS árið 2019. Pissað í plastflösku Verslun á undir högg að sækja á rót­grónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar.Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunar­svæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku­ eða hönnunar­ verslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefð­ bundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netversl­ un verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigu­ samninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega net­ verslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er senni­ lega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rós­ rauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgar­ yfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd. Net, búð og bíll 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -3 F C 4 2 2 6 3 -3 E 8 8 2 2 6 3 -3 D 4 C 2 2 6 3 -3 C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.