Fréttablaðið - 23.02.2019, Page 22
Cardiff - Watford 1-5
0-1 G. Deulofeu (18.), 0-2 G. Deulofeu (61.),
0-3 G. Deulofeu (63.), 0-4 Troy Deeney (73.),
1-4 Sol Bamba (81.), 1-5 Troy Deeney (90.).
West Ham - Fulham 3-1
0-1 Ryan Babel (3.), 1-1 Chicharito (29.), 2-1
Issa Diop (40.), 3-1 Michail Antonio (90.).
Nýjast
Enska úrvalsdeildin
FÓTBOLTI Manchester City von-
ast eftir því að landa sínum fyrsta
titli á tímabilinu þegar liðið mætir
Chelsea í úrslitaleik deildabikars-
ins á Wembley klukkan 16.30 á
morgun. Þá verður leik Manchester
United og Liverpool í ensku úrvals-
deildinni lokið en stuðningsmenn
City fylgjast væntanlega grannt
með gangi mála þar enda gætu
úrslitin í þeim leik haft mikið að
segja í baráttunni um Englands-
meistaratitilinn.
City er á toppi ensku úrvals-
deildarinnar með 65 stig, jafn mörg
og Liverpool en hagstæðari marka-
tölu. Liverpool hefur hins vegar
leikið einum leik færra en City og
fái Bítlaborgarliðið stig á Old Traf-
ford fer það á toppinn. Liverpool
vann fyrri leikinn gegn United, 3-1,
en það reyndist síðasti leikur José
Mourinho með Manchester-liðið.
Portúgalinn var rekinn tveimur
dögum eftir leikinn á Anfield.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið
til sjávar og United hefur ekki tapað
deildarleik síðan gegn Liverpool,
eða í um tvo mánuði. United hefur
unnið ellefu af 13 leikjum sínum
undir stjórn Ole Gunnars Solskjær,
gert eitt jafntef li og aðeins tapað
einum leik.
Liverpool hefur bara tapað einum
leik í ensku úrvalsdeildinni á tíma-
bilinu, gegn City, og Tottenham er
eina liðið sem hefur náð í f leiri stig
á útivelli á tímabilinu en Rauði her-
inn. Liverpool hefur hins vegar ekki
unnið leik á Old Trafford síðan 2014.
Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur.
Sjötti titillinn innan seilingar
City-menn vonast væntanlega eftir
greiða frá grönnum sínum áður
en þeir ganga inn á Wembley-leik-
vanginn þar sem þeir etja kappi við
Chelsea. Þessi lið mættust þann
tíunda þessa mánaðar og þá vann
City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero
skoraði þrjú markanna en hann
hefur verið funheitur að undan-
förnu. Fyrir utan tap fyrir New-
castle United hefur City verið á
f ljúgandi siglingu á árinu 2019 og
skorað aragrúa marka.
Gengi Chelsea hefur hins vegar
verið brokkgengt og Maurizio Sarri,
knattspyrnustjóri liðsins, situr
í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í
ensku bikarkeppninni fyrir United
á mánudaginn og er komið niður í
6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til
að bæta gráu ofan á svart var Chelsea
dæmt í félagaskiptabann í gær.
City og Chelsea hafa hvort um
sig unnið deildabikarinn fimm
sinnum. City hefur verið sérstak-
lega öflugt í þessari keppni á undan-
förnum árum og unnið deilda-
bikarinn þrisvar sinnum frá 2014.
Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslita-
leik keppninnar, 3-0, og á því titil
að verja. Mikið hefur verið rætt og
ritað um möguleika City á að vinna
fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps
Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn
af fjórum mögulegum á morgun.
Chelsea varð síðast deildabikar-
meistari fyrir fjórum árum. Þetta
er í fyrsta sinn sem City og Chelsea
mætast í úrslitaleik, annaðhvort
bikarkeppninnar eða deildabikars-
ins. ingvithor@frettabladid.is
Ofursunnudagur á Englandi
Tveir risaleikir eru á dagskrá í enska boltanum á morgun. Liverpool sækir Manchester United heim í
ensku úrvalsdeildinni og Chelsea og Manchester City eigast við í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley.
Liverpool vann síðast
báða deildarleikina gegn
Manchester United tíma-
bilið 2013-14.
2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500
Range Rover Sport HSE PHEV
Verð frá: 13.690.000 kr.
Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll
setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi
aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan
sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum
og umhverfisvænum kosti.
Verið velkomin í reynsluakstur!
RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ
Í RANGE ROVER
www.landrover.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
1
7
3
R
a
n
g
e
R
o
v
e
r
S
p
o
rt
P
H
E
V
5
x
1
0
f
e
b
Opið í dag frá 12–16
Ole Gunnar Solskjær, Jürgen Klopp, Maurizio Sarri og Pep Guardiola hafa um nóg að hugsa um helgina. Lið þeirra verða þá í eldlínunni. NORDICPHOTOS/GETTY
FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Um helgina fer
fram Meistaramót Íslands í frjáls-
íþróttum. Mótið fer fram í Kapla-
krika í Hafnarfirði og hefst á riðla-
keppni í 60 metra hlaupi klukkan
11.00 í dag.
Fremsta frjálsíþróttafólk landsins
verður þarna samankomið og mun
keppa um 24 Íslandsmeistaratitla í
einstaklingsgreinum.
Síðasta grein mótsins verður
svo 4×400 metra boðhlaup sem
hlaupið verður á morgun. Alls eru
169 keppendur skráðir til leiks frá
14 félögum.
Annar af tveimur íslensku kepp-
endunum á Evrópumótinu innan-
húss um næstu helgi, Hafdís Sigurð-
ardóttir, verður í eldlínunni bæði í
langstökki og 60 metra hlaupi. – hó
Meistaramót
í Kaplakrika
KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands-
liðið í körfubolta lýkur leik í riðli
sínum í forkeppni EuroBasket þegar
liðið sækir Belgíu heim á morgun.
Belgar hafa nú þegar tryggt sér
sigur í riðlinum og sæti í undan-
keppni mótsins. Því hafa úrslit
leiksins enga þýðingu fyrir fram-
vinduna.
Ísland og Portúgal fara hins vegar
í riðil með Sviss í annarri forkeppni
þar sem sigurvegari þess riðils fer í
undankeppnina. Sú forkeppni verð-
ur spiluð á tímabilinu 3.-21. ágúst.
Craig Pederson, þjálfari íslenska
liðsins, gerði fjórar breytingar á
leikmannahópnum frá sigrinum
gegn Portúgal á fimmtudagskvöld-
ið.
Jón Arnór Stefánsson og Hlynur
Bæringsson léku þá sinn síðasta
landsleik og Haukur Helgi Pálsson
og Sigtryggur Arnar Björnsson hvíla
vegna meiðsla. Í þeirra stað koma
Haukur Óskarsson, Collin Pryor,
Maciej Baginski og Kristinn Pálsson
inn í hópinn. – hó
Ísland leikur
við Belgíu
2
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
6
3
-6
7
4
4
2
2
6
3
-6
6
0
8
2
2
6
3
-6
4
C
C
2
2
6
3
-6
3
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
2
0
s
_
2
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K