Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 23.02.2019, Qupperneq 22
Cardiff - Watford 1-5 0-1 G. Deulofeu (18.), 0-2 G. Deulofeu (61.), 0-3 G. Deulofeu (63.), 0-4 Troy Deeney (73.), 1-4 Sol Bamba (81.), 1-5 Troy Deeney (90.). West Ham - Fulham 3-1 0-1 Ryan Babel (3.), 1-1 Chicharito (29.), 2-1 Issa Diop (40.), 3-1 Michail Antonio (90.). Nýjast Enska úrvalsdeildin FÓTBOLTI Manchester City von- ast eftir því að landa sínum fyrsta titli á tímabilinu þegar liðið mætir Chelsea í úrslitaleik deildabikars- ins á Wembley klukkan 16.30 á morgun. Þá verður leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvals- deildinni lokið en stuðningsmenn City fylgjast væntanlega grannt með gangi mála þar enda gætu úrslitin í þeim leik  haft mikið að segja í baráttunni um Englands- meistaratitilinn. City er á toppi ensku úrvals- deildarinnar með 65 stig, jafn mörg og Liverpool en hagstæðari marka- tölu. Liverpool hefur hins vegar leikið einum leik færra en City og fái Bítlaborgarliðið stig á Old Traf- ford fer það á toppinn. Liverpool vann fyrri leikinn gegn United, 3-1, en það reyndist síðasti leikur José Mourinho með Manchester-liðið. Portúgalinn var rekinn tveimur dögum eftir leikinn á Anfield. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og United hefur ekki tapað deildarleik síðan gegn Liverpool, eða í um tvo mánuði. United hefur unnið ellefu af 13 leikjum sínum undir stjórn Ole Gunnars Solskjær, gert eitt jafntef li og aðeins tapað einum leik. Liverpool hefur bara tapað einum leik í ensku úrvalsdeildinni á tíma- bilinu, gegn City, og Tottenham er eina liðið sem hefur náð í f leiri stig á útivelli á tímabilinu en Rauði her- inn. Liverpool hefur hins vegar ekki unnið leik á Old Trafford síðan 2014. Þá vann Rauði herinn 0-3 sigur. Sjötti titillinn innan seilingar City-menn vonast væntanlega eftir greiða frá grönnum sínum áður en þeir ganga inn á Wembley-leik- vanginn þar sem þeir etja kappi við Chelsea. Þessi lið mættust þann tíunda þessa mánaðar og þá vann City stórsigur, 6-0. Sergio Agüero skoraði þrjú markanna en hann hefur verið funheitur að undan- förnu. Fyrir utan tap fyrir New- castle United hefur City verið á f ljúgandi siglingu á árinu 2019 og skorað aragrúa marka. Gengi Chelsea hefur hins vegar verið brokkgengt og Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri liðsins, situr í heitu sæti. Chelsea féll úr leik í ensku bikarkeppninni fyrir United á mánudaginn og er komið niður í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart var Chelsea dæmt í félagaskiptabann í gær. City og Chelsea hafa hvort um sig unnið deildabikarinn fimm sinnum. City hefur verið sérstak- lega öflugt í þessari keppni á undan- förnum árum og unnið deilda- bikarinn þrisvar sinnum frá 2014. Í fyrra vann liðið Arsenal í úrslita- leik keppninnar, 3-0, og á því titil að verja. Mikið hefur verið rætt og ritað um möguleika City á að vinna fjórfalt í ár. Strákarnir hans Peps Guardiola gætu nælt í fyrsta titilinn af fjórum mögulegum á morgun. Chelsea varð síðast deildabikar- meistari fyrir fjórum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem City og Chelsea mætast í úrslitaleik, annaðhvort bikarkeppninnar eða deildabikars- ins. ingvithor@frettabladid.is Ofursunnudagur á Englandi Tveir risaleikir eru á dagskrá í enska boltanum á morgun. Liverpool sækir Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni og Chelsea og Manchester City eigast við í úrslitaleik deildabikarsins á Wembley. Liverpool vann síðast báða deildarleikina gegn Manchester United tíma- bilið 2013-14. 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT LAND ROVER HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK, SÍMI: 525 6500 Range Rover Sport HSE PHEV Verð frá: 13.690.000 kr. Range Rover Sport HSE P400e tengitvinnbíll setur ný viðmið. Einstök hönnun, framúrskarandi aksturseiginleikar og 404 hestöfl gera þennan sportlega lúxusjeppa að hagkvæmum og umhverfisvænum kosti. Verið velkomin í reynsluakstur! RAFMAGNIÐ ER KOMIÐ Í RANGE ROVER www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 1 7 3 R a n g e R o v e r S p o rt P H E V 5 x 1 0 f e b Opið í dag frá 12–16 Ole Gunnar Solskjær, Jürgen Klopp, Maurizio Sarri og Pep Guardiola hafa um nóg að hugsa um helgina. Lið þeirra verða þá í eldlínunni. NORDICPHOTOS/GETTY FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Um helgina fer fram Meistaramót Íslands í frjáls- íþróttum. Mótið fer fram í Kapla- krika í Hafnarfirði og hefst á riðla- keppni í 60 metra hlaupi klukkan 11.00 í dag. Fremsta frjálsíþróttafólk landsins verður þarna samankomið og mun keppa um 24 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum. Síðasta grein mótsins verður svo 4×400 metra boðhlaup sem hlaupið verður á morgun. Alls eru 169 keppendur skráðir til leiks frá 14 félögum. Annar af tveimur íslensku kepp- endunum á Evrópumótinu innan- húss um næstu helgi, Hafdís Sigurð- ardóttir, verður í eldlínunni bæði í langstökki og 60 metra hlaupi. – hó Meistaramót í Kaplakrika KÖRFUBOLTI Íslenska karlalands- liðið í körfubolta lýkur leik í riðli sínum í forkeppni EuroBasket þegar liðið sækir Belgíu heim á morgun. Belgar hafa nú þegar tryggt sér sigur í  riðlinum og sæti í  undan- keppni mótsins.  Því hafa úrslit leiksins enga þýðingu fyrir fram- vinduna. Ísland og Portúgal fara hins vegar í riðil með Sviss í annarri forkeppni þar sem sigurvegari þess riðils fer í undankeppnina. Sú forkeppni verð- ur spiluð á tímabilinu 3.-21. ágúst. Craig Pederson, þjálfari íslenska liðsins, gerði fjórar breytingar á leikmannahópnum frá sigrinum gegn Portúgal á fimmtudagskvöld- ið. Jón Arnór Stefánsson og Hlynur Bæringsson léku þá sinn síðasta landsleik og Haukur Helgi Pálsson og Sigtryggur Arnar Björnsson hvíla vegna meiðsla. Í þeirra stað koma Haukur Óskarsson, Collin Pryor, Maciej Baginski og Kristinn Pálsson inn í hópinn. – hó Ísland leikur við Belgíu  2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -6 7 4 4 2 2 6 3 -6 6 0 8 2 2 6 3 -6 4 C C 2 2 6 3 -6 3 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.