Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2019, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 23.02.2019, Qupperneq 26
NÚ UM HELGINA ER ÉG SVO AÐ SETJA AF STAÐ NÝJA OG SPENNANDI VÖRU, UNDIR VÖRUMERKINU „LUXE BY LINDA“ EN ÞAÐ ERU VÖRUR ÚR SILKI, GJAFAPAKKNING SEM INNIHELDUR KODDA- VER, AUGNGRÍMU OG HÁR- BAND, ALLT ÚR SILKI. Linda hefur þjáðst af slæmri liðagigt síðast-liðin tuttugu ár og hafa undanfarin ár ver ið sérlega slæm, sem varð til þess að hún hlýddi lækni sínum sem ávísaði henni hlýrra loftslagi. „Ég var orðin það slæm að ég átti í erfiðleikum með daglegar athafnir svo sem að klæða mig og borða. Ég var upphaflega í lyfjameðferð á spítala mánaðar- lega sem breyttist svo í að ég fór að sprauta mig vikulega heima. Þau lyf geta haft mjög alvarlegar auka- verkanir og auðvitað var þetta ekki lífsmáti sem ég vildi sætta mig við og því ráðlagði læknirinn minn mér að fara út í hita. Það var í raun besta og virkasta ávísunin – og svo legg ég mikla áherslu á mataræði. Hitinn hefur verið sem algjört kraftaverk fyrir mig og ég hef verið lyfjalaus frá því ég kom hingað út en bólgur og verkir koma og fara. Að vera lyfja- laus eru auðvitað aukin lífsgæði enda vil ég, eins og ef laust f lestir sem lifa við sjúkdóma, gera allt til þess að þurfa ekki að vera vikulega í lyfjagjöf. Valið stóð því um lyfjagjöf eða tímabundinn flutning í heitara loftslag. Ég kaus hið síðara.“ Sjúkdómur Lindu kallast ikt- sýki, krónískur sjúkdómur sem ræðst á ónæmiskerfið og því fylgja miklar bólgur og verkir í liða- mótum. „Stress og álag fer mjög illa í þennan sjúkdóm og í kjölfar þess að ég missti fyrirtækið fékk ég mjög slæmt gigtarkast.“ Linda segist smám saman hafa lært á sjúkdóm- inn, hún lifi heilbrigðu lífi og sé dug- leg að fikra sig áfram í mataræði og þetta tvennt hjálpi til við að halda einkennum í skefjum. „Í byrjun árs ákvað ég að taka út allt hveiti og sykur og finn mikinn mun á mér við það og bólgur hafa minnkað. Ég stefni einmitt á að útbúa hveiti- og sykurlaust heilsuprógramm þar sem ég deili reynslu minni og leið- beini þeim sem hafa áhuga á að gera slíkt hið sama í gegnum vef- síðu mína. Og ekki er verra að missa nokkur kíló í leiðinni.“ Háskólanám á hraðferð Þegar Linda missti fyrirtæki sitt, Baðhúsið, sem hún hafði rekið í tvo áratugi, fyrir þremur árum stóð hún á ákveðnum krossgötum. „Ég menntaði mig í heilsuráðgjöf (e. health coaching) en langaði í eitthvað meira og jafnvel að ögra sjálfri mér og gera eitthvað alveg nýtt og framandi.“ Það gerði Linda svo sannarlega þegar hún skráði sig í nám á félags- og lögfræði- sviði Háskólans við Bifröst sem er sambland heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði (HHS). „Ég hef tekið það á hraðferð, haldið námi áfram á sumrin og er því svo til að komast í mark en ég sit þessa dagana við að skrifa lokaritgerðina mína og ef allt gengur samkvæmt áætlun, sem ég geri fastlega ráð fyrir, mun ég útskrifast nú í sumar.“ Linda á f jölbreytta menntun að baki í grafískri hönnun, hug- leiðslukennslu, heilsuráðgjöf og nú heimspeki, hagfræði og stjórn- málafræði. „Svo er aldrei að vita nema eitthvað meira bætist við. Mér finnst svo margt heillandi, og á ólíkum sviðum, eflaust á ég eftir að mennta mig enn frekar og mér finnst friðar- og átakafræði, sið- fræði og trúarbragðafræði allt mjög spennandi, en allt er óráðið um hve- nær og þá hvað, verður fyrir valinu. Ég er stöðugt að bæta við þekkingu mína og fyrir utan námsefnið þá hlusta ég á hljóðbækur eða gríp í bók, í lágmark klukkutíma á dag, oftast tengist það persónulegri upp- byggingu (personal development), viðskiptum og fjármálum og hinum ýmsu andlegu málefnum. Ætli ég geti ekki sagt að mitt stærsta og mikilvægasta nám sé mitt eigið líf?“ „Ég hef alfarið alið hana upp ein“ Linda segir mæðgurnar una vel við sitt í Kaliforníu en helsti munurinn Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Linda á að baki fjölbreytta menntun, meðal annars í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði og langar í frekara nám. MYND/ÁSTA KRISTJÁNS Stærsta og mikilvægasta námið mitt eigið líf Linda Pétursdóttir hefur verið með annan fótinn í Kaliforníu undanfarin þrjú ár en flutti alfarið fyrir einu og hálfu ári. Segja má að flutningurinn hafi upphaflega ekki komið til af góðu en fyrirtæki Lindu fór í þrot árið 2014 og hún ákvað að fara að ráði læknis síns og flytja í hlýrra loftslag vegna gigtar. Umskiptin reyndust þó mikið gæfuspor. 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -7 6 1 4 2 2 6 3 -7 4 D 8 2 2 6 3 -7 3 9 C 2 2 6 3 -7 2 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.