Fréttablaðið - 23.02.2019, Blaðsíða 32
Kolbrún: Flestar tilnefndra mynda
þykja mér vera í meðallagi, eins og
til dæmis A Star is Born, Bohemian
Rhapsody og Green Book. Vice
er köflótt mynd en seinni hluti
hennar frábær. Ég hefði viljað sjá
þarna mynd Coen-bræðra, The
Ballad of Buster Scruggs, þar kol-
féll ég fyrir biksvörtum húmorn-
um. The Favourite finnst mér ágæt
en samt ekki standa alveg undir
því að verða Óskarsverðlauna-
mynd. Svo er Roma, full af dýpt og
mannskilningi og svo myndræn að
ekki er annað hægt en að heillast.
Alvörumynd sem á skilið að vinna.
Þórarinn: Mér þykir vænt um að
Bohemian Rhapsody sé tilnefnd
sem besta myndin en verð að
viðurkenna að Kolla hefur sitthvað
til síns máls en finnst rétt að halda
því vandlega til haga að ég veit að
hún „fattar“ ekki Queen-myndina
alveg. Breytir því ekki að þótt ég
hafi grátið miklu meira og með
ekkasogum yfir Bohemian Rhaps-
ody þá er Roma alvöru listaverk
og svo djúp í heillandi einfaldleika
sínum að það er eitthvað mikið að
ef hún hirðir ekki verðlaunin fyrir
bestu myndina. Verandi sú besta.
Besta myndin
Black Panther
BlacKkKlansman
Bohemian Rhapsody
The Favourite
Green Book
Roma
A Star Is Born
Vice
Besti leikstjóri
Spike Lee BlacKkKlansman
Pawel Pawlikowski Cold War
Yorgos Lanthimos The Favourite
Alfonso Cuarón Roma
Adam McKay Vice
Kolbrún: Cuarón hlýta að verða
valinn besti leikstjórinn. Annað
er eiginlega ekki hægt, það væri
fullkomið óréttlæti ef gengið væri
fram hjá honum.
Þórarinn: The Favourite er búin
að vera uppáhalds á öllum verð-
launahátíðum hingað til en það
segir allt sem segja þarf um
Roma og snilld Alfonso Cuarón að
myndin hans hefur stolið verð-
launum fyrir bestu myndina og
leikstjórnina og sú verður einnig
raunin á Óskarnum. Sorrí, Yorgos
Lanthimos. Þótt The Favourite sé
frábær þá er Trump ekki enn búinn
að reisa múr sem kemur í veg fyrir
að Mexíkóinn taki þessa styttu
verðskuldað.
Þórarinn
Þórarinsson
thorarinn@frettabladid.is
Sitthvað að
hljóta eða
verðskulda
Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnu-
dagskvöld. Þrátt fyrir ágætis ár hefur
uppskeran oft verið betri þannig að ef
Óskarinn væri ekki óútreiknanlegur væri
lítill vandi að spá um úrslitin. Enginn getur
hins vegar gengið að neinu gefnu eins
og sérfræðingar Fréttablaðsins ráku sig
á þegar þeir rýndu í stöðuna og báru
saman sínar kvikmyndabækur.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
6
3
-3
A
D
4
2
2
6
3
-3
9
9
8
2
2
6
3
-3
8
5
C
2
2
6
3
-3
7
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
0
s
_
2
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K