Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 34

Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 34
Besti leikari Christian Bale Vice Bradley Cooper A Star Is Born Willem Dafoe At Eternity’s Gate Rami Male Bohemian Rhapsody Viggo Mortensen Green Book Kolbrún: Christian Bale ber af keppinautum sínum og er hreint út sagt frábær Dick Cheney. Hann hlýtur að hreppa Óskarinn. Ef ekki hann þá Bradley Cooper sem er gríðarlega sannfærandi fyllibytta í A Star Is Born. Þórarinn: Bradley Cooper er leiðinlegur og á að fara tómhentur heim. Fyrir utan að það er ekkert mál að vera sannfærandi fylli­ bytta. Tékkið bara á biðlistanum á Vog. Malek er frábær í hlutverki Freddie Mercury í Bohemian Rhaps ody en ég held með Viggo Mortensen sem er algerlega frábær í Green Book og lyftir þeirri mynd upp fyrir meðalmennsku­ hjakkið sem hún í raun og veru er þótt hún sé bráðskemmtileg og góð hugvekja. Breytir engu um það að Christian Bale fær verðlaunin. Kaninn elskar leikara sem fita sig og níðast á líkama sínum fyrir hlutverk og þar fyrir utan verður ekki af Bale tekið að hann er magnaður í túlkun sinni á ómenninu Dick Cheney. Besta leikkona Yalitza Aparicio Roma Glenn Close The Wife Olivia Colman The Favourite Melissa McCarthy Can You Ever Forgive Me? Lady Gaga A Star Is Born Kolbrún: Olivia Colman, sú stór­ kostlega leikkona og geðuga manneskja, fær mitt atkvæði. Á ferlinum hefur hún sýnt og sannað að hún getur allt og er jafn frábær í dramatík og gamanleik. Ég hef samt nokkra trú á að Glenn Close muni sigra. Hún hefur marg­ oft verið tilnefnd en aldrei fengið Óskar og mér finnst líklegt að Akademían muni velja hana núna. Hún er góð í The Wife en Colman er algjörlega mögnuð í The Fav­ ourite og á skilið að vinna. Þórarinn: Hér er enginn skortur á úrvalsleikkonum en Colman tekur þetta fyrirhafnarlaust enda einfaldlega sú besta í keppninni. Hafið í huga að þetta er kona sem glansaði í upphafi ferils síns í því frábæra breska sjónvarps­ gríni Peep Show og síðar í alvöru krimma í Broadchurch. Ótrúlega fjölhæf og góð leikkona, jafnvíg á drama og kómedíu. Ef sigurganga hennar stoppar á Óskarnum þá er eitthvað mikið að. Besti leikari í aukahlutverki Mahershala Ali Green Book Adam Driver BlacKkKlansman Sam Elliott A Star Is Born Richard E. Grant Can You Ever Forgive Me? Sam Rockwell Vice Kolbrún: Þarna eru nokkrir ansi góðir samankomnir. Sam Rockwell er mjög skemmtilegur Bush. Ég hef alltaf verið skotinn í Richard E. Grant og hann er algjör senuþjófur í Can You Ever Forgive Me? Ég vildi svo gjarnan sjá hann hampa Óskarnum. Held samt að Mahershala Ali, sá fantagóði leikari, vinni fyrir mjög góða frammistöðu í Green Book. Þórarinn: Sá ítrekað vanmetni leikari Sam Rockwell er frábær sem George W. Bush í Vice og ég myndi slengja styttunni á hann, jafnvel þótt ég elski Richard E. Grant sem á allt gott skilið. Þótt ekki væri nema aðeins fyrir framlag sitt til kvikmyndanna og leik­ listarinnar í áratugi. En stemningin og straumurinn er með Mahershala Ali sem stendur sig með sóma í Green Book þótt hann hafi oft verið betri. Til dæmis í Netflix­þáttunum House of Cards og Luke Cage. En hann fær uppklappið á sunnudagskvöld. Besta leikkona í aukahlutverki Amy Adams Vice Marina de Tavira Roma Regina King If Beale Street Could Talk Emma Stone The Favourite Rachel Weisz The Favourite Kolbrún: Þarna hef ég enga sérstaka skoðun, hallast samt að því að Amy Adams eigi helst skilið að vinna en held að Regina King fái Óskarinn. Þetta er samt flokkur þar sem allt getur gerst. Þórarinn: Þessi flokkur er mögulega sá erfiðasti þetta árið enda hver leikkonan annarri betri þannig að ég læt tilfinningarnar ráða og krefst þess að Rachel Weisz fái verðlaunin fyrir The Favourite. Kannski pínu vegna þess að ég elska hana og finnst hún alltaf æði, hvort sem það er í The Mummy, Enemy at the Gates, About a Boy eða The Favourite. Hún er alltaf ómót­ stæðileg og ofboðslega góð. Í The Favourite dansar hún við tvær aðrar góðar leikkonur, í bitastæðari hlut­ verkum, Oliviu Colman og Emmu Stone og hún heldur samt sínu og er eiginlega bara best. Stórkostleg leik­ kona sem á að vinna þessa keppni. 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R34 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -8 4 E 4 2 2 6 3 -8 3 A 8 2 2 6 3 -8 2 6 C 2 2 6 3 -8 1 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.