Fréttablaðið - 23.02.2019, Qupperneq 59
Frestur til að skila inn umsóknum er til og með 21. mars 2018. Þær skal senda á
sp@msr.is, ásamt ferilskrá og einkunnayfirliti.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Pétursdóttir, skrifstofustjóri.
Umsóknum verður svarað þegar ráðning liggur fyrir.
Málflutningsstofa Reykjavíkur
sérhæfir sig í lögfræðilegri ráðgjöf
og málflutningi. Stofan þjónustar
valin fyrirtæki og einstaklinga við
úrlausn margvíslegra lögfræðilegra
verkefna. Stofan er ört vaxandi og
vinnur mörg áhugaverð og krefjandi
verkefni m.a. fyrir nokkur af
stærstu fyrirtækjum landsins.
Við leitum að vel menntuðum
og metnaðarfullum einstaklingi
til að vinna með okkur.
Málflutningsstofa Reykjavíkur
leitar að öflugum lögfræðingi
MÁLFLUTNINGSSTOFA REYKJAVÍKUR REYKJAVÍK LEGAL
MÁLFLUTNINGSSTOFA REYKJAVÍKUR
REYKJAVÍK LEGAL571 5400 | msr.is
Hæfniskröfur:
• Fullnaðarpróf í lögfræði með fyrstu einkunn
• Starfsreynsla á sviði lögfræði og lögmanns-
réttindi eru kostur
• Sjálfstæð vinnubrögð, nákvæmni og frumkvæði
• Brennandi áhugi á lögfræði og viðskiptum
• Lipurð í samskiptum, jákvætt viðmót og hæfni
til að vinna með öðrum
• Vilji til að skara fram úr, bæta sig og áhugi á að
starfa með öflugum hóp
• Mjög gott vald á íslensku og ensku og góð
almenn tölvukunnátta
Forsætisráðuneytið auglýsir
embætti seðlabankastjóra
laust til umsóknar
Forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til fimm ára í senn, sbr. 1. mgr. 23. gr. laga nr. 36/2001,
um Seðlabanka Íslands, með síðari breytingum. Aðeins er hægt að skipa sama mann
seðlabankastjóra tvisvar sinnum. Seðlabankastjóri skal fullnægja almennum starfsgengisskilyrðum skv. 6.
gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og
þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum. Gerð er krafa um stjórnunarhæfileika og
hæfni í mannlegum samskiptum.
Við skipun í embættið mun forsætisráðherra, skv. 2. mgr. 23. gr. laga um Seðlabanka Íslands, skipa þriggja
manna nefnd er hefur það hlutverk að leggja mat á hæfni umsækjenda um embættið. Verður einn
nefndarmaður skipaður samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins, einn samkvæmt
tilnefningu bankaráðs Seðlabanka Íslands og einn án tilnefningar og er hann formaður nefndarinnar.
Í umsókn um embættið skal greina frá nafni, kennitölu og heimilisfangi umsækjanda auk þess sem veita
skal ítarlegar upplýsingar um menntun viðkomandi, starfsferil og reynslu.
Um laun og önnur starfskjör fer eftir ákvæðum laga um launa- og starfskjör seðlabankastjóra, sbr. b-lið 28.
gr. laga um Seðlabanka Íslands.
Skipað verður í embættið frá og með 20. ágúst 2019.
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2019. Vinsamlega sendið umsóknir og starfsferilskrár til
forsætisráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, eða á netfang ráðuneytisins postur@for.is.
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um stöðuna. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Arnljótsdóttir
ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins.
Í forsætisráðuneytinu, 20. febrúar 2019.
SKÁLAVARSLA
Fitjamenn ehf., leita að skálaverði til starfa á Hungurfit að
Syðra- Fjallabaki í sumar. Leitað er eftir einstaklingi eldri en
25 ára frá 1. júlí til 30. ágúst 2019. Skálinn er nýlegur,
fallegur, einstaklega vel útbúinn og tekur í heildina 50 manns
í gistingu. Ört vaxandi ferðamannastaður fyrir göngu hópa og
hesta menn með Tindfjöll og dalastíg í næsta nágrenni.
Starfið er launað og felst í móttöku gesta, þrifum og sam-
skiptum við ferðaþjónustuaðila svo dæmi séu tekin. Kostur ef
viðkomandi hefur þekkingu á Syðra-Fjallabaki, gönguleiðum
og náttúru. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir ríkri þjónustu-
lund og hafi góða tungumálakunnáttu, sé handlaginn og
greiðvikinn.
Ef þú hefur áhuga, þá vinsamlegast sendu póst með feril-
skránni þinni á skalavordur@gmail.com. fyrir 20. apríl.
Magnús veitir nánari upplýsingar í síma 697-5273. Hægt er
að nálgast nánari upplýsingar um starfsemi Fitjamanna hér
www.facebook.com/Hungurfit/
Ráðgjafar okkar búa
yfir víðtækri þekkingu
á atvinnulífinu og
veita trausta og
persónulega ráðgjöf.
capacent.is
Við finnum rétta
einstaklinginn í starfið
2
3
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:3
0
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
6
3
-A
2
8
4
2
2
6
3
-A
1
4
8
2
2
6
3
-A
0
0
C
2
2
6
3
-9
E
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
0
s
_
2
2
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K