Fréttablaðið - 23.02.2019, Síða 80

Fréttablaðið - 23.02.2019, Síða 80
Það er því gífurlega spennandi og krefjandi að fá að vinna á þessum stað en Koks var að fá afhenta aðra Michelin stjörnu sína fyrr í vikunni. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R Matreiðslumeistararnir Barði Páll Júlíusson og Víðir Erlingsson hafa ráðið sig til starfa á veitinga­ staðinn KOKS í Færeyjum en staðurinn skartar tveimur Mich­ elin stjörnum, einn fárra slíkra á Norðurlöndum. Það er galdramaðurinn Poul Andrias Zizka sem er maðurinn á bak við Koks en hann hefur vakið mikla athygli víða um heim fyrir frumlega notkun innlendra hráefna og einstaka rétti. Það er því óhætt að segja að félaganna bíði spennandi ævintýri næstu mánuðina í Færeyjum en Koks stendur við Leynivatn, í 25 km fjar­ lægð frá Þórshöfn. Spennandi tækifæri „Það er því gífurlega spennandi og krefjandi að fá að vinna á þessum stað en Koks var að fá afhenta aðra Michelin stjörnu sína fyrr í vik­ unni. Fyrir vikið benist enn meiri athygli og pressa að staðnum. Það er alltaf jafn gaman að læra nýja hluti og þróast sem matreiðslu­ maður og verður dýrmæt reynsla fyrir okkur báða að fá að vinna náið með jafn góðum matreiðslu­ manni og Poul Andrias er,“ segir Víðir sem mun gegna stöðu yfir­ kokks á vaktinni. Barði, sem mun gegna stöðu aðstoðaryfirkokks, segir þá félaga hafa fylgst með Koks í dágóðan tíma áður en þeir létu af því verða að sækja um vinnu þar sumarið 2017. „Í þessu tækifæri fólst að vinna þar launalaust en í staðinn öðlast dýrmæta reynslu. Á þessum tíma unnum við báðir í Bláa lóninu en fengum að skjótast yfir og erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning. Við áttum góðan tíma þar þetta sumar og héldum sambandi við Poul. Í lok síðasta árs hafði Poul samband við okkur en þá var hann að leita að yfirkokki og aðstoðaryfirkokki fyrir þetta ár. Hann bauð okkur störfin og það var einfaldlega tilboð sem var ekki hægt að hafna.“ Staðbundið hráefni Þeir segja Koks þekktastan fyrir notkun á staðbundnu hráefni þar sem reynt er að nýta allt sem er gott úr nánasta umhverfi. „Til að mynda bjóða þeir upp á ótrú­ lega góðan fisk, humar, hörpu­ skel, kúfskel og annað góðgæti úr sjónum. Færeyingar eru einnig mjög þekktir fyrir að þurrka mat en matreiðsluaðferðin „ræst“ er komin frá þeim. Þar er bæði kjöt og fiskur hengt upp í þar til gerðan kofa og fær að hanga við ákveðið hitastig þar sem sjórinn og saltið hefur einnig áhrif á hráefnið. Að öðru leyti eru Færeyingar ekki langt frá matargerð okkar. Þeir bjóða upp á svipað grænmeti, svip­ aðar eldunaraðferðir og elda mikið fisk og lamb. Við erum þó að lesa okkur til og læra betur inn á landið með hverjum deginum.“ Langir vinnudagar Lítill tími gefst til frístunda í Fær­ eyjum enda er vinnudagurinn alla jafna mjög langur. „Þetta eru ansi margar klukkustundir í mánuði sem við munum vinna þarna. Við ætlum samt sem áður að reyna að skoða okkur um í Færeyjum en eyjarnar bjóða upp á mikið af fallegri náttúru. Færeyjar eru líka lítið samfélag og því kynnist maður samstarfsfélögum sínum betur. Því er venjan að gera eitt­ hvað saman á frídögum, hvort sem það er grill, bátsferðir eða fjallgöngur. Síðan er aldrei að vita nema maður fái sér svona eins og eitt hvítvínsglas í sumar með hópnum.“ Bleikjutartar með skyri, bankabyggi og dillsósu „Þessi réttur var hannaður út frá innblæstri frá Koks en þarna tókum við rétt í svipuðum búningi frá Færeyjum en tókum inn okkar hráefni eins og Klaustursbleikj­ una, bankabyggið frá Vallanesi, skyrið okkar og dill frá Ártanga. 1 bleikjuflak Salt Sítrónusafi Ólífuolía Bleikjan er roðflett, fituhreinsuð og skorin í litla teninga og söltuð (miðið við 15 g af salti á móti 500 g af bleikju). Bleikjan er látin liggja í saltinu í 1 klst. en er síðan skoluð og þerruð. Smakkið hana til með ólífuolíu og sítrónusafa. Dillsósa 150 g ferskt dill 50 g spínat 40 g eplaedik 20 g Dijon-sinnep 50 g vatn 130 g olía 1 g salt Setjið allt hráefni í blandara nema olíuna og vinnið vel saman. Olí­ unni er síðan bætt varlega út í og leyft að vinna vel saman þangað til sósan hefur náð góðri áferð. Skyr 300 g skyr 15 g grófkorna sinnep 2 g salt 20 g hrásykur ½ stk. sítróna 7,5 g piparrót Allt hráefni setti í blandara og unnið saman. Bankabygg Byggið er soðið í vatni og sigtað þegar tilbúið. Látið inn í ofn í 3­5 klst. á 60°C og látið þurrkast. Næst er það djúpsteikt í 200°C heitri olíu og þegar það byrjar að fljóta er það klárt. Sett á pappír til að leyfa olíunni að leka af og saltað. Í lokin eru litlum gúrkukúlum bætt við ásamt fersku dilli og vatnakarsa. Tilboð sem ekki var hægt að hafna Tveir matreiðslumeistarar hefja bráðlega störf á veitingastaðnum Koks í Færeyjum sem þykir einn af þeim betri á Norðurlöndum. Þeir sjá fram á langa en um leið lærdómsríka vinnudaga. Bleikjutartar með skyri, bankabyggi og dillsósu er ljúffengur réttur. Ævintýrin bíða Víðis Erlingssonar (t.v.) og Barða Páls Júlíussonar í Færeyjum. MYND/STEFÁN BÍLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Mest lesna bílablað landsins kemur næst út þriðjudaginn 5. mars næstkomandi. Ritstjóri blaðsins er Finnur Thorlacius sem er bílaáhugamaður af lífi og sál. Umsjón auglýsinga: Atli Bergmann • atli@frettabladid.is • sími 512 5457 FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 6 3 -C 0 2 4 2 2 6 3 -B E E 8 2 2 6 3 -B D A C 2 2 6 3 -B C 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.