Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 81

Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 81
Ragnar Freyr Ingv­ arsson á heiðurinn af þessum freistandi réttum sem húsbændur ættu að prófa sig áfram með á konudaginn vilji þeir slá í gegn. Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Ragnar Freyr Ingvarsson hefur slegið í gegn á bloggi sínu Læknirinn í eldhúsinu auk þess sem hann var með vinsæla matreiðsluþætti í sjónvarpi. Í blogginu setur hann fram flottar uppskriftir sem margir hafa nýtt sér. Þessar tvær uppskriftir fengum við að birta með hans leyfi en þetta eru ekta konudagsréttir, forréttur og aðalréttur. Hvítlauksristaður humar með hvítlaukssósu Það er hægt að nota mikinn hvít- lauk í þennan rétt. Hvítlaukur er hollur og er sennilega allra meina bót. 12 humarhalar 50 g smjör 5 hvítlauksrif 1 msk. steinselja Humarinn er klofinn þannig að auðvelt er að leggja hann niður eins og fiðrildi. Görnin er tekin burt. Smjörið er brætt í potti og hakkaður hvítlaukurinn steiktur í stutta stund í smjörinu – gætið þess að brúna ekki laukinn. Hvítlaukssmjörinu er penslað yfir humarinn – ríkulega á hvern humarhala, saltað og piprað. Grillað í blússheitum ofni í nokkrar mínútur. Sósan 150 ml sýrður rjómi 2 hvítlauksrif Salt og pipar Safi úr ½ sítrónu 1 msk. síróp Setjið sýrða rjómann í skál. Bætið maukuðum hvítlauknum út í ásamt sítrónusafanum, sírópi, salti og pipar. Hrærið saman og látið standa í klukkustund eða svo til að jafna sig. Berið fram með ristuðu brauði. Besta steik ever „sous-vide“ með béarnaise-sósu og sveitafrönskum Fyrir fjóra Í stuttu máli er aðferðin við sous vide fólgin í því að innsigla mat í lofttæmdum poka og elda hann síðan við stöðugan hita. Til dæmis eldaði ég þessa steik við 54 gráður til að fá hana fullkomlega medium rare. Græjunni er komið fyrir í stórum potti. Í hann er sett vatn, sem var 34,4 gráður. Stillti tækið á 54 gráður og það tók um 10 mínútur að ná því marki. Skar steikurnar mínar niður í 2,5 cm þykkar sneiðar. Pipraði og lagði smávegis af fersku rósmaríni með. Það er mikilvægt að vera ekkert að salta kjötið á þessu stigi málsins – við viljum ekki draga vökva úr kjötinu. Innsiglið svo kjötið í plastpoka í vakúmpökkunarvél eða bara í zip- loc plastpoka sem þið lofttæmið undir vatni. Setjið ofan í 54 gráðu heitt vatnið og látið liggja þar í 90 mínútur. 1 kg nautasteik Pipar Rósmarín 800 g kartöflur 3 msk. hvítlauksolía Salt og pipar Eftir einn og hálfan tíma er kjötið tekið upp úr vatnsbaðinu og rós- marínið hreinsað frá – nú er kjötið fullkomlega eldað í gegn – 54 gráður – medium rare alla leið í gegnum kjötið. Kjötið er saltað og svo steikt á blússheitri pönnu í 20-30 sekúndur á hvorri hlið rétt til að fá fallega brúnaðan hjúp! Fyrir sósuna 4 eggjarauður 200 g smjör 2 skalottlaukar 2 greinar ferskt fáfnisgras ½ bolli hvítvínsedik 10 piparkorn Gerði béarnaise með hefðbundnu sniði. Byrjið á því að gera béarn- aise essens. Fyrst er skalottlaukur skorinn niður – nóg fyrir tvær til þrjár kúfaðar matskeiðar. Hálfur bolli af hvítvínsediki, tíu pipar- korn, helmingurinn af fáfnisgras- inu og svo niðursneiddur skalott- laukurinn er sett í pott og hitað að suðu og látið sjóða niður þannig að eftir verða tvær til þrjár msk. af vökva. Mikilvægt er að hella soðinu niður í gegnum sigti þegar sósan er gerð þannig að laukurinn og piparinn sé sigtaður frá. Á annarri hellu er vatnsbað útbúið. Fjórar eggjarauð- ur eru settar í skál ásamt smávegis af salti. Skálin sett yfir vatnsbaðið. Þá er hafist handa við að hræra með písk. Eggin taka fljótlega í sig loft og þegar þau fara að hitna er smjörinu bætt saman við, smáveg- is í einu, þangað til að allt smjörið er komið saman við sósuna. Hitað þangað til að sósan þykknar – en ekki um of, annars færðu béarnaise eggjahræru. Þegar allt smjörið hefur verið hrært saman við eggin er essensinum bætt varlega saman við – ekki öllum í einu – smakkað til, því að sósan má ekki verða of súr. Hrærið áfram saman yfir vatnsbaðinu þangað til að sósan er þykk og falleg. Steikin er borin fram með ofn- bökuðum sveitafrönskum. Skerið kartöflurnar niður í báta, veltið upp úr hvítlauksolíunni, saltið og piprið og bakið í 180 gráðu heitum forhituðum ofni í þrjú kortér. Freistandi konudagsréttir Humarhalar í hvítlaukssmjöri eru uppáhald hjá mörgum. Það er konudagur á morgun. Eigin- menn geta vissulega boðið konunni út að borða en er ekki bara enn skemmtilegra að elda eitthvað gott handa frúnni? Hér eru hugmyndir frá lækninum í eldhúsinu. www.idan.is Raunfærnimat fyrir pólska innflytjendur Kynningarfundur um raunfærnimat fyrir pólska innflytjendur sem starfa í húsasmíði, málaraiðn eða sem matartæknar verður haldinn fimmtudaginn 28. febrúar kl. 18 hjá IÐUNNI fræðslusetri Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. Túlkur verður á fundinum. Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og er metið á móti námskrá í iðngrein. Þær iðngreinar sem verða til mats eru húsasmíði, málaraiðn og matartækni. Inntökuskilyrði í raunfærnimat eru: • 23 ára aldur og 3 ára starfsreynsla í viðkomandi grein, þar af 6 mánaða starfsreynsla í greininni á Íslandi. Starfsreynslu þarf að staðfesta með opinberum gögnum. Nánari upplýsingar veita náms-og starfsráðgjafar IÐUNNAR. Fyrirspurnum svarað á radgjof@idan.is Nánar um verkefnið á https://idan.is/um-okkur/throunarverkefni/viska/ Czy chcesz, aby Twoja wiedza i doświadczenie zostało docenione i zatwierdzone na Islandii? Spotkanie zapoznawcze na temat walidacji odbędzie się w czwartek 28 lutego o godz. 18 w siedzibie IÐUNN, ośrodka dokształcania, przy ulicy Vatnagarðar 20, 104 Reykjavik. Walidacja ma na celu ocenę doświadczenia w wykonywanym zawodzie. Do oceny będzie brany pod uwagę również czas nauki oraz przedmioty nauczania w szkole zawodowej lub innej przyuczającej do zawodu. Walidacja obejmie trzy zawody: cieśla, malarz I technolog żywności. Warunki przystąpienia do walidacji: • Ukończone 23 lata i 3 lata doświadczenia zawodowego w branży, w tym co najmniej 6 miesięcy na islandzkim rynku pracy. Doświadczenie zawodowe musi być potwierdzone oficjalnym dokumentami. Szczegółowych informacji udzielają doradcy zawodowi w IÐAN, radgjof@idan.is Bliższe informacje na powyższy temat na https://idan.is/um-okkur/throunarverkefni/viska/ FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 2 3 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -C 0 2 4 2 2 6 3 -B E E 8 2 2 6 3 -B D A C 2 2 6 3 -B C 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.