Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2019, Qupperneq 85

Fréttablaðið - 23.02.2019, Qupperneq 85
Capacent er stærsta ráðningar-stofan hér á landi og hefur verið leiðandi fyrirtæki á því sviði um árabil. Hjá fyrirtækinu starfa 13 ráðgjafar við ráðningar, í Reykjavík og á Akureyri auk átta ráðgjafa í Svíþjóð. Hópur ráðgjafa Capacent í ráðningum er fjöl- breyttur bæði í aldri og reynslu og má því segja að Capacent hafi breiddina, þekkinguna og fjöl- breytileikann til að takast á við margbreytileg og jafnframt stór verkefni segir Jakobína H. Árna- dóttir, sviðsstjóri ráðninga hjá Capacent. „Stærðin og breiddin hefur komið sér vel í stórum ráðningarverkefnum á borð við mönnun nýrrar verksmiðju Alcoa, allar ráðningar fyrir H&M og fleiri stór verkefni. Í gegnum árin hefur Capacent verið leiðandi í stjórn- endaleit (e. headhunt) og ráðn- ingum stjórnenda og sérfræðinga bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Capacent á líka vörumerkið vinna.is sem er með meiri fókus á ráðningar í framlínu- og þjónustustörf.“ Hún segir ráðningar snúast helst um tvennt, leit og val. „Þá meina ég að laða að rétta fólkið og velja úr hópi þann eina rétta. Capacent hefur verið leiðandi í valaðferðum í ráðningum og við erum stöðugt að fylgjast með og prófa nýjar aðferðir. Í seinni tíð hefur ráð- gjöfin í tengslum við leit að rétta fólkinu og því hvernig fyrirtæki nálgast mögulega umsækjendur aukist til muna. Það getur skipt sköpum að fá ráðgjafa sem fyrst inn í ferlið til að fá vandaða greiningu á starfinu, fyrirtækinu og menningunni. Þannig er hægt að veita ráðgjöf varðandi bestu nálgunina við að fá inn réttan hóp umsækjenda sem og finna þann besta í starfið.“ Fólk lausara við en áður Jakobína segir þróunina í ráðn- ingum vera á þá leið að fólk sé almennt lausara við en oft áður. „Margir eru tilbúnir að færa sig á milli starfa ef réttu tækifærin birtast. Það eru því ekki eingöngu þeir sem eru virkir í atvinnuleit eða án atvinnu sem sækja í þau störf sem verið er að ráða í.“ Hún segir fyrirtæki í auknum mæli leita að rétta fólkinu án þess að auglýsa störf. Þannig sé mikill vöxtur í svokölluðum leitarverk- efnum þar sem eingöngu er farin sú leið að leita að rétta fólkinu eftir öllum mögulegum leiðum. Haft er samband til að kynna tækifærið og kanna áhuga. „Þeir sem eru opnir fyrir nýjum tækifærum ættu því að vanda til við skráningu sína t.d. hjá Capacent eða LinkedIn sem er mikið notaður miðill í þessu skyni. En fagleg ásýnd á vefnum skiptir miklu máli.“ Umsækjendamarkaður Mikil samkeppni ríkir um gott starfsfólk að sögn Jakobínu og segir hún að fyrirtæki geti ekki lengur bara auglýst störf og beðið eftir fjölda flottra umsókna heldur verða þau að hafa í huga hvernig þau blasa við sem vinnuveitendur. Þannig sé vörumerki fyrirtækja sem vinnuveitendur (e. employer branding) oft lykillinn að því að þau fái hæfasta fólkið til starfa. „Við veitum til að mynda ráðgjöf um hvernig má tryggja að ásýnd vinnuveitanda sé í samræmi við þeirra eigin gildi og menningu. Fyrirtæki leita einnig til okkar þegar þau vilja fara þá leið að ráða eftir gildum og þannig fá ein- staklinga til starfa sem passa inn í menninguna frá upphafi. Menning fyrirtækja, samfélagsleg ábyrgð þeirra og gildi hafa orðið mikið að segja um það hvort fólk vill tengj- ast þeim með því að starfa fyrir þau. Yngra fólk er mjög meðvitað um það hvernig spor fyrirtæki eru að skilja eftir sig í umhverfinu, hvernig þau líta á sig sem hluta af stærra samfélagi og hvernig þau koma fram við fólkið sitt.“ Leiðandi í opinberum ráðningum Capacent hefur boðið fyrirtækjum ráðningarþjónustu sl. 25 ár og hefur verið ráðgefandi við mikinn fjölda opinberra ráðninga. „Segja má að ferli opinberra ráðninga sé frekar formfast en ráðgjöf Capa- cent felst einkum í því að tryggja að faglegum matsaðferðum sé beitt og að lögum og reglum um opinberar ráðningar sé fylgt til hlítar. Margar opinberar stofnanir eru mjög eftirsóttir vinnustaðir og laða að sér mjög hæft fólk þannig að ráðgjöf okkar til opinberra aðila er í sjálfu sér ekki mjög frábrugðin því sem gerist á almennum markaði.“ Spennandi framtíð Ráðningar í framtíðinni munu hiklaust breytast, t.d. með tækni- nýjungum og breyttum kröfum og væntingum ungs fólks. „Þar má nefna aukna sjálfvirkni og gervigreind þótt óljóst sé hvernig sú þróun verður. Eitt er þó víst, að þrátt fyrir allar tækniframfarir þá verða ráðningarákvarðanir áfram teknar af manneskjum. Aukin þyngd hvað varðar forspár- gildi matsaðferða sem og fjöl- breyttar leiðir í öflun umsækjenda eru einnig mjög líkleg þróun í ráðningum á næstu árum. Þannig að það eru spennandi tímar fram undan í ráðningum hjá Capacent.“ Ör þróun í heimi ráðninga Fyrirtæki þurfa að vera opin fyrir nýjum aðferðum við að finna rétta fólkið. Capacent er stærsta ráðningarstofa landsins og hefur verið leiðandi fyrirtæki á sviði ráðninga um árabil. Hjá Capacent starfa þrettán ráðgjafar við ráðningar, ellefu í Reykjavík og tveir á Akureyri. Auk þeirra starfa átta ráðgjafar á vegum fyrirtækisins í Svíþjóð. MYND/STEFÁN capacent.is Við finnum rétta einstaklinginn í starfið Ráðgjafar okkar búa yfir víðtækri þekkingu á atvinnulífinu og veita trausta og persónulega ráðgjöf. Margir eru tilbúnir að færa sig á milli starfa ef réttu tækifærin birtast. Það eru því ekki eingöngu þeir sem eru virkir í atvinnuleit eða án atvinnu sem sækja í þau störf sem verið er að ráða í. KYNNINGARBLAÐ 3 L AU G A R DAG U R 2 3 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 RÁÐNINGARÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 3 -9 8 A 4 2 2 6 3 -9 7 6 8 2 2 6 3 -9 6 2 C 2 2 6 3 -9 4 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.