Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 90

Fréttablaðið - 23.02.2019, Side 90
„Eitt af því sem Amnesty leggur til er að komið verði á þverfaglegu teymi þannig að ákvarðanir séu teknar með tilliti til álits margra sérfræðinga á því hvernig líf ein- staklingsins gæti orðið. Í teyminu væru þá ekki bara læknar heldur líka geðlæknar og sálfræðingar og við myndum líka vilja fá skoðanir intersex fólks, sem hefur reynslu af því að lifa sem intersex,“ segir Laura og bætir við: „Þetta er alltaf ákvörðun sem er erfitt að taka en það sem barninu er fyrir bestu á alltaf að hafa að leiðar- ljósi. Það er of oft gert ráð fyrir því að það þurfi að „normalísera“ það sem er öðruvísi. Það er ekki tekið til greina hvort aðgerðin sé lífs- nauðsynleg eða hvort þetta snúist um útlit og að barnið líti út fyrir að vera „eðlilegt“,“ segir Laura. Áætlað er að lagt verði fyrir Alþingi í febrúar frumvarp um kynrænt sjálfræði. Laura segir að margt í frumvarpinu sé gott en að í núverandi drögum sé enn skortur á mikilvægri vernd fyrir inter- sex börn og nefnir þar sérstaklega ákvæði sem myndi koma í veg fyrir ónauðsynlegar, óafturkræfar og inngripsmiklar aðgerðar á börnum sem fæðast með slík einkenni. „Við sjáum í skýrslunni að staða fólks með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni er sú að aðgengi þess að mannréttindum er skert. Það þarf að fræða fólk um að líf- fræðilegur líkamlegur fjölbreyti- leiki er til. Það er mikilvægt að hann sé viðurkenndur og samþykktur,“ segir Laura. Frumvarpið tækifæri Anna tekur undir þetta og bendir á að dæmi séu um að rök lækna fyrir læknisfræðilegum inngripum sé þau að líkama barna með ódæmi- gerð kyneinkenni þurfi að leiðrétta áður en þau hefja skólagöngu til að koma í veg fyrir einelti. „Þessi röksemdafærsla gengur ekki upp. Ætlum við að koma í veg fyrir einelti með skurðaðgerðum og læknisfræðilegu inngripi? Að okkar mati þarf að líta á málið frá öðru sjónarhorni. Það þarf að líta á allt samfélagið og byrja á því að breyta því og þeim viðhorfum sem eru ríkjandi. Það þarf að fræða, ekki bara heilbrigðisstarfsfólk heldur líka kennara og aðra sem vinna með börnum svo allir viti að fjöl- breytileiki sé fallegur og í lagi. Lík- amar okkar eru ólíkir og við þurfum ekki að breyta líkömum barna til að koma í veg fyrir mögulegt einelti í framtíðinni,“ segir Anna. Laura segir að skýrslan sé grunn- ur að frekari vinnu í að tryggja mannréttindi þessa hóps. Amnesty mun fylgjast með framgangi frum- varpsins á þingi og innleiðingunni sem á eftir kemur. Eins og áður segir telja þær að það skorti á vernd barna í frumvarpinu eins og það er núna en báðar vonast þær til þess að með skýrslunni og auknum þrýstingi á stjórnvöld verði hægt að fá því breytt áður en frumvarpið verður samþykkt sem lög. „Við höfum þetta frábæra tæki- færi með þessu frumvarpi. Þetta er fullkomin tímasetning og við myndum gjarnan vilja sjá yfirvöld grípa tækifærið og taka þetta mikil- væga skref sem þjóð og þannig leiða baráttuna fyrir kynjafnrétti og kyn- rænt sjálfræði,“ segir Anna. Búa enn við mikla fordóma Laura segir að það hafi verið einn erfiðasti hluti vinnunnar að finna fólk sem vildi koma í viðtal og deila reynslu sinni. Það reyndist þeim afar erfitt. Sumir einstaklingar sem ræddu við Amnesty óskuðu nafn- leyndar eða vildu ekki fá ummæli sín birt í skýrslunni. Sem kannski varpar helst ljósi á vandann í íslensku samfélagi og þá fordóma sem intersex fólk býr enn við. „Það er kannski sérstaklega hér, á svo litlu landi, að fólk hafi kosið að vera nafnlaust í skýrslunni. En við verðum að hlusta á fólkið sem hefur upplifað þetta, sem býr við þessa reynslu. Það getur sagt frá því hvers það þarfnast svo að mann- réttindi þess séu virt að fullu. Það er ekki hægt að líta aðeins á þetta frá einu sjónarhorni og ákveða eftir því hvernig eigi að gera hlutina,“ segir Anna Í skýrslunni og fræðunum eru mörg hugtök sem kannski margir þekkja ekki. Heldurðu að það haldi aftur af fólki að styðja baráttuna? Því það skilji ekki um hvað málið snýst? „Ég held að það geti komið bak- slag þegar nýjar hugmyndir og hug- tök eru sett fram. En ný hugtök og hugmyndir hljóta að vera svar við einhverri þörf innan samfélagsins. Fræðsla og vitundarvakning er því gríðarlega mikilvæg til þess að almenningur fái vitneskju um hvað er verið að fjalla um. Mikill árangur hefur náðst í Norður og Vestur-Evr- ópu í réttindabaráttu homma og lesbía en sú barátta hefur ekki endi- lega í för með sér bætta réttarstöðu fólks með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni,“ segir Laura. Spurðar hvort það sé tilefni til að vera bjartsýn á baráttu inter- sex fólks á Íslandi játa þær því. Þær segja að frumvarpið veiti mikla von, hér sér sterk grasrót og það sé verulega jákvætt að intersex-aðger- ðasinnar hafi opnað sig um sína reynslu. Þannig sé hægt að koma í veg fyrir að aðrir gangi í gegnum það sama. Anna segir að með skýrslunni leggi Amnesty sín lóð á vogarskál- arnar til að bæði fræða almenning og berjast gegn skömm. Þannig vonist Amnesty til að geta skapað samfélag þar sem fólk geti tjáð sig um reynslu sína. „Við þurfum að taka til greina að fólk er alls konar. Það eru f leiri en tvö kyn og við þurfum að taka það til greina til að tryggja að allir hafi jafnt aðgengi að réttindum sínum,“ segir Anna og Laura tekur undir það: „Sama hvort um ræðir kyn- hneigð, kynvitund eða kynein- kenni fólks, mismunun á ekki rétt á sér. Skýrslan, No Shame in Diversity: The right to health for people with variations of sex characteristics in Iceland, er aðgengileg á heimasíðu Amnesty. ÆTLUM VIÐ AÐ KOMA Í VEG FYRIR EINELTI MEÐ SKURÐAÐGERÐUM OG LÆKNISFRÆÐILEGU INNGRIPI? ANna Lúðvíksdóttir Hér á Íslandi búa líklega um 6.000 einstaklingar með ó d æm iger ð l í f-fræðileg kynein-kenni. Það er að hormónastarfsemi, kynkirtlar, kyn- litningar eða kyn- og æxlunarfæri eru með einhverju móti öðruvísi en hjá f lestum konum og körlum. Ein helsta niðurstaða skýrslunnar er að hér á Íslandi er fyrir fólk með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni verulega skert aðgengi að heilbrigð- isþjónustu. „Niðurstöður rannsóknarinnar eru sláandi og það er mikilvægt að tryggja að stjórnvöld taki þær ábendingar sem þarna eru settar fram til greina,“ segir Anna Lúðvíks- dóttir, framkvæmdastýra Íslands- deildarinnar. Laura Carter, sérfræðingur og rannsakandi hjá aðalstöðvum Amnesty International í London, er höfundur skýrslunnar. Fyrir gerð skýrslunnar ræddi Laura við ýmsa lækna og annað heilbrigðisstarfs- fólk, auk þess sem hún ræddi við bæði einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og aðstand- endur þeirra. Sést ekki utan á fólki Mörg þeirra sögðu að skortur á við- eigandi meðferð hafi haft skaðleg áhrif á lífsgæði þeirra til margra ára. Í sumum tilvikum var um að ræða erfiðleika við að nálgast lækna- skýrslur og skort á upplýsingum um hvað hafi verið gert við líkama þeirra. „Það er skortur á mannréttinda- miðuðu verklagi fyrir lækna til að tryggja að fólk fái heildræna með- ferð. Það er ekki þverfaglegt teymi sem fólk getur leitað til til að fá heildræna meðferð og á Íslandi, þrátt fyrir orðspor Íslendinga hvað varðar kynjajafnrétti, þá er enn mikil skömm í kringum fólk þar sem eru einhver kyneinkenni sem eru kannski ekki „eðlileg“,“ segir Laura. Ódæmigerð kyneinkenni sjást ekki alltaf utan á fólki, stundum eru þau innvortis og í sumum tilvikum kemst fólk jafnvel aldrei að því að það sé með slíkt. „Sumir eru greindir við fæðingu. Aðrir komast að því við kynþroska- aldur að eitthvað við þá er öðruvísi og sumir eru aldrei greindir,“ segir Laura. Ekkert eitt verklag sem læknar geta fylgt er til hér á landi um hvern- ig eigi að þjónusta og meðhöndla einstaklinga með ódæmigerð kyn- einkenni. Upplifa enn mikla skömm Í nýrri skýrslu Amnesty er greint frá því að réttindi fólks með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni séu verulega skert á Íslandi. Gera má ráð fyrir að 68 börn með slík ein- kenni fæðist hér á landi á ári hverju. Laura og Anna segja að frumvarp um kynrænt sjálfræði veiti von, hér sé sterk grasrót og það sé verulega jákvætt að intersex-aðgerðasinnar hafi opnað sig um sína reynslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Lovísa Arnardóttir lovisaa@frettabladid.is 2 3 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 3 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :3 0 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 6 3 -3 F C 4 2 2 6 3 -3 E 8 8 2 2 6 3 -3 D 4 C 2 2 6 3 -3 C 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 2 2 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.