Fréttablaðið - 26.02.2019, Side 10

Fréttablaðið - 26.02.2019, Side 10
Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein. María Rún Gunnlaugsdóttir Valur - Selfoss 25-26 Valur: Magnús Óli Magnússon 8, Stiven Tob- ar Valencia 4, Anton Rúnarsson 4, Sveinn Aron Sveinsson 3, Ýmir Örn Gíslason 2. Selfoss: Elvar Örn Jónsson 7, Alexander Már Egan 5, Atli Ævar Ingólfsson 5, Haukur Þrastarson 3, Hergeir Grímsson 2, Nökkvi Dan Elliðason 2, Einar Sverrisson 2. Efri Haukar 25 Selfoss 24 FH 24 Valur 24 Afturelding 17 ÍBV 15 Neðri Stjarnan 13 KA 13 ÍR 12 Fram 9 Akureyri 8 Grótta 8 Nýjast Olís-deild karla Meistararnir mæta Stjörnunni HANDBOLTI Dregið var í undanúrslit Coca-Cola-bikarsins í handbolta í gær. Fram, sem er ríkjandi bikar- meistari í kvennaf lokki, mætir Stjörnunni. Fram hefur oftast orðið bikarmeistari kvenna, eða 15 sinnum. Liðið vann Hauka, 30-16, í bikarúrslitum í fyrra. Stjarnan á átta bikarmeistaratitla í sínu safni. Í hinum undanúrslitaleiknum í kvennaf lokki eigast ÍBV og Valur við. Valskonur eru á toppi Olís- deildarinnar en Eyjakonum hefur ekki gengið vel eftir áramót. Valur varð síðast bikarmeistari 2014 en 15 ár eru síðan ÍBV vann bikarinn. Í karlaflokki mætast annars vegar Fjölnir og Valur og hins vegar FH og ÍR. Fjölnismenn, sem eru á toppi Grill 66 deildarinnar, hafa aldrei komist svona langt í bikarkeppn- inni. Valsmenn eru hins vegar sigur- sælastir í bikarkeppni karla með tíu titla. ÍR hefur tvisvar sinnum orðið bikarmeistari, síðast árið 2013. Það er hins vegar aldarfjórðungur síðan FH-ingar urðu síðast bikarmeist- arar. – iþs Fram varð bikarmeistari kvenna í 15. sinn í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Pochettino þarf að svara fyrir hegðun sína FÓTBOLTI Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, þarf að svara fyrir hegðun sína eftir leik liðsins gegn Burnley um helgina eftir að enska knattspyrnusam- bandið ákvað að kæra hann í gær. Pochettino veittist að dómara- þríeykinu eftir leikinn ósáttur með dómgæsluna eftir að Mike Dean dæmdi ranglega horn á Tottenham í upphafi seinni hálf leiks. Upp úr hornspyrnunni kom fyrra mark Burnley í leiknum. Pochettino sást rífast við fjórða dómarann á meðan á leik stóð og við Dean að leikslokum. Hann virt- ist gera sér grein fyrir því að hann hafi gengið yfir strikið því hann viðurkenndi að hann hefði gengið of langt í viðtölum eftir leik. – kpt María Rún Gunnlaugsdóttir sem skipti yfir í FH árið 2016 fór heim klyfjuð verðlaunapeningum frá Meistaramóti Íslands um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR FH-ingurinn María Rún Gunnlaugsdóttir var fimm verðlaunapeningum ríkari eftir Meistaramót Íslands um helg- ina. Hún vann til gullverðlauna í hástökki, kúluvarpi og 60 metra grindahlaupi og silfurverðlauna í langstökki og 4x400 boðhlaupi með sveit FH. „Ég stefndi alveg á að vinna hástökkið og grindahlaupið en sigurinn í kúluvarpi kom á óvart. Það er ekki beint mín sterkasta grein,“ sagði María þegar blaða- maður Fréttablaðsins sló á þráðinn til hennar í gær. „Í langstökkinu vorum við nokkr- ar sem börðumst um 2. sætið þannig að ég var sátt með að ná því,“ bætti María við en Hafdís Sigurðardóttir varð hlutskörpust í langstökki. María nældi sér ekki bara í gull í kúluvarpi og grindahlaupi heldur bætti hún sinn persónulega árang- ur í báðum greinum. Hún kastaði kúlunni lengst 12,75 metra og kom í mark á 8,71 sekúndu í grinda- hlaupinu. Þá náði hún sínum besta árangri á tímabilinu í langstökki (5,79 metrar). „Þetta kom svolítið á óvart því langstökkið, kúluvarpið og grinda- hlaupið var eiginlega allt á sama tíma þannig að maður var á hlaup- um á milli. Maður hafði ekki mik- inn tíma til að einbeita sér að einni grein,“ sagði María. Lið hennar, FH, varð Íslandsmeistari í liðakeppni. FH-ingar fengu 50 stig, tveimur stigum meira en ÍR. María hefur byrjað árið 2019 af miklum krafti en um þarsíðustu helgi varð hún meistari í fimmtar- þraut á Íslandsmótinu innanhúss í fjölþraut. Þar fékk hún 3.927 stig sem er ekki langt frá hennar besta árangri (3.940 stig). „Ég klúðraði hástökkinu þar og tapaði dýrmætum stigum. En ég stefni á að taka aðra fimmtarþraut eftir tvær helgar. Bikarinn er um næstu helgi og síðan ætla ég að taka eina aðra þraut,“ sagði María. Hún segir að grindahlaupið og hástökkið séu hennar sterkustu greinar eins og staðan er núna. Það sé þó mismun- andi eftir tímabilum hvaða greinar hún leggi mesta áherslu á. „Núna hef ég lagt áherslu á að ná langstökkinu aftur upp. Maður reynir að dreifa þessu og ná öllum greinunum,“ sagði María. Hún hóf ferilinn hjá Ármanni en skipti yfir í FH 2016. „Ég er mjög sátt við þá ákvörðun. Ég þurfti á smá breytingu að halda. Stundum þarf maður að breyta um umhverfi,“ sagði María. Guðmundur Hólmar Jónsson er hennar aðalþjálfari en Óðinn Björn Þorsteinsson og Ragnheiður Ólafs- dóttir hafa einnig verið henni innan handar; Óðinn með kúluvarpið og styrktarþjálfun og Ragnheiður með grindahlaupið. María segir ýmislegt á dagskrá hjá sér í sumar. „Smáþjóðaleikar og Evrópubikar í þraut og með lands- liðinu. Ég stefni á góða bætingu í þrautinni. Ég á það alveg inni,“ sagði hún. María segir að árangur helgarinnar gefi henni byr undir báða vængi. „Algjörlega, þetta er mjög jákvætt fyrir næstu mót og sumarið. Þetta kemur manni í gang,“ sagði María að lokum. ingvithor@frettabladid.is Sigur í kúluvarpi kom á óvart María Rún Gunnlaugsdóttir vann til fimm verðlauna á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum um helgina. Hún varð einnig Íslandsmeistari í fimmtarþraut á dögunum. María segir árangurinn hvetjandi. María Rán er hér í miðri atrennu í langstökkinu . FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 8 -C 5 2 0 2 2 6 8 -C 3 E 4 2 2 6 8 -C 2 A 8 2 2 6 8 -C 1 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.