Fréttablaðið - 26.02.2019, Síða 11
Markmið ráðstefnunnar er að auka þekkingu
á framkvæmd skimana fyrir krabbameinum
með því að skoða stöðuna hér á landi og
kynnast reynslu nágrannaþjóðanna.
Ráðstefnan er fyrst og fremst ætluð fagfólki
og fer fram á ensku.
Ráðstefnan er þátttakendum að
kostnaðarlausu.
Skráning fer fram með tölvupósti á
netfangið krabb@krabb.is
Screening for cancer of the cervix,
breast and colorectum: Organization,
success, pitfalls and current challenges
Krabbameinsfélag Íslands býður til örráðstefnu
um skimun fyrir krabbameinum undir yfirskriftinni:
Erindi flytja:
Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir
Leitar stöðvar Krabbameinsfélags Íslands
Giske Ursin, yfirmaður norsku krabba
meins skrárinnar og framkvæmdar skimana
í Noregi
Nea Malila, yfirmaður finnsku krabba
meins skrárinnar og framkvæmdar skimana
í Finnlandi
Thor Aspelund, formaður skimunarráðs
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
Ráðstefnuslit: Alma D. Möller, landlæknir
Fundarstjóri: Helgi Birgisson, yfirlæknir
Krabbameinsskrár
Ráðstefnan fer fram miðvikudaginn 6. mars kl. 15 - 17:15 í húsi
Krabba meinsfélagsins í Skógarhlíð 8.
Boðið verður upp á kaffiveitingar frá kl. 14:45.
Ford EcoSport býður upp á mikla veghæð sem kemur sér vel í snjó
og við aðrar erfiðar aðstæður. Þú situr líka hærra og
það er mun þægilegra að ganga um bílinn.
Ford EcoSport Titanium S er sérlega vel búinn
m.a. leðuráklæði á sætum, 17” álfelgum,
Xenon aðalljósum, 8” snertiskjá,
tölvustýrðri loftkælingu, 7 hátölurum,
bakkmyndavél, SYNC3 hljómtækjum
með raddstýringu og neyðarhringingu,
ESP stöðugleikakerfi með spólvörn,
leðurklætt fjölstillanlegt stýri,
Apple CarPlay og Android Auto.
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar:
Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17
og laugardaga kl. 12-16
FORD ECOSPORT
HÁSETINN
Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford EcoSport
ford.is
3.470.000KR.
FORD ECOSPORT TITANIUM S SJÁLFSKIPTUR:
TILBOÐ:
VERÐ FRÁ: 3.910.000 KR.
-440.000 KR.+ VETRARDEKK!
Ford_EcoSport_5x15_20190218_END.indd 1 18/02/2019 13:41
FÓTBOLTI Það verður Íslendinga-
slagur á Englandi í kvöld þegar
Aron Einar Gunnarsson og félagar
í Cardiff taka á móti Gylfa Þór Sig-
urðssyni og félögum í Everton í 28.
umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
Það munar átta stigum á liðun-
um fyrir leik kvöldsins en Cardiff
getur lyft sér í bili frá fallsæti með
sigri í kvöld. Til þess þarf Aron
Einar Gunnarsson að hafa betur
gegn Gylfa í fyrsta sinn þegar þeir
mætast sem andstæðingar á vell-
inum.
Þetta verður í fimmta sinn sem
Gylfi Þór og Aron Einar, sem hafa
leikið hlið við hlið inn á miðju
íslenska landsliðsins undanfarin
ár, mætast sem andstæðingar á Eng-
landi og í annað sinn á þessu tíma-
bili. Til þessa hafa lið Arons Einars
ekki riðið feitum hesti frá þessum
leikjum.
Gylf i Þór hefur haft betur í
öllum fjórum viðureignunum til
þessa, tvívegis með Reading gegn
Coventry og síðar með Tottenham
og Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi reyndist hetja Everton síð-
ast þegar hann mætti Aroni Einari
undir lok nóvember þegar hann
skoraði sigurmark Everton í 1-0
sigri á Goodison Park.
Eftir það hefur gengi liðanna snú-
ist við og ættu leikmenn Cardiff að
vera nokkuð vongóðir um að þeir
geti náð í hagstæð úrslit þegar liðin
mætast í kvöld.
Í þeim fjórtán leikjum sem Ever-
ton hefur leikið síðan Gylfi skoraði
sigurmarkið í fyrri leik liðanna
hefur Everton aðeins unnið þrjá
þeirra, tapað níu og gert tvö jafn-
tefli sem hefur skilað liðinu ellefu
stigum. Er það sex stigum minna
en Cardiff hefur nælt í á sama tíma
og hafa aðeins tvö lið í deildinni,
Fulham og Huddersfield, fengið
færri stig í síðustu fjórtán leikjum.
– kpt
Aron og Gylfi mætast í
fimmta sinn í kvöld
Aron eltir Gylfa í fyrri leik liðanna í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY
8-1
Er markatalan í leikjunum
fjórum sem Aron og Gylfi
hafa mæst í liðum Gylfa í
hag.
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9
2
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
6
8
-C
5
2
0
2
2
6
8
-C
3
E
4
2
2
6
8
-C
2
A
8
2
2
6
8
-C
1
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K