Fréttablaðið - 26.02.2019, Side 12
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Finnbogi Höskuldsson
véltæknifræðingur,
lést á líknardeild Landspítalans
föstudaginn 22. febrúar 2019.
Hildigunnur Þórðardóttir
Rakel Þóra F. Larsen Keld Larsen
Ásdís M. Finnbogadóttir Magnús Magnússon
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, dóttur, systur og mágkonu,
Aðalheiðar Huldu Jónsdóttur
Grindavík.
Súsanna Margrét Gunnarsdóttir
Maríus Máni Karlsson
Jón Emil Karlsson
Jón Guðmundsson – Súsanna Demusdóttir
Guðjón, Guðmundur og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Gylfi Thorlacius
hæstaréttarlögmaður,
lést á Landspítalanum
föstudaginn 22. febrúar.
Svala Thorlacius
S. Sif Thorlacius Ásbjörn Jónsson
Kristján B. Thorlacius Þóra M. Hjaltested
Ragnhildur Thorlacius Magnús Lyngdal Magnússon
Gylfi Jón, Ragnhildur Kristjana, Hrafnhildur Tinna,
Stefanía Valdís og Hólmfríður Anna
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu, systur og mágkonu,
Karólínu Lárusdóttur
myndlistarkonu.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sóltúns
fyrir góða umönnun. Einnig innilegar þakkir til
vina og vandamanna sem glatt hafa Karólínu með
heimsóknum sínum á undanförnum árum.
Stephen Lárus Stephen Louise Harris
Samantha Percival Christophe Riera
Boyd, Elis, Ida, Abigail og Owen
Lúðvíg Lárusson Margrét Guðmundsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Þórólfur Friðgeirsson
Árskógum 8, 109 Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
föstudaginn 22. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Kristín Lilja Halldórsdóttir
Ágústa Þórólfsdóttir Sveinn K. Guðjónsson
Elsa Björg Þórólfsdóttir Alfreð S. Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Kristrún Björt Helgadóttir
(Kiddý)
Hæðargarði 29, áður í Hellulandi 11,
lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi, föstudaginn 22. febrúar 2019.
Hún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 28. febrúar klukkan 13.
Rudolf Þór Axelsson
Ásrún Rudolfsdóttir Kristþór Gunnarsson
Axel Þór Rudolfsson
Hrund Rudolfsdóttir Kristján Óskarsson
Kristrún, Jóhann, Aníta, Hanna,
Ásrún, Emelía og Óskar
Ástkær sambýlismaður minn,
faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
Kristinn Magnússon
pípulagningameistari og vélvirki,
Skyggnisbraut 2,
lést á Landspítalanum Fossvogi
föstudaginn 22. febrúar. Útförin fer fram
frá Árbæjarkirkju föstudaginn 1. mars kl. 13.00.
Sigríður Herdís Leósdóttir
Magnús Kristinsson Hólmfríður Sigurðard.
Dóra Birna Kristinsdóttir Karl Jóhann Sigurðsson
Böðvar Örn Kristinsson Þórdís Ómarsdóttir
R. Brynja Sverrisdóttir Björn H. Hilmarsson
Katrín I. Kristófersdóttir Snorri Sturluson
Leó Kristófersson Marissa Smith
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Halldór Sigurðsson
lést 20. febrúar.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju
fimmtudaginn 28. febrúar kl. 13.
Hanne Hintze
Elísabet Halldórsdóttir Ólafur Flosason
Erling Hintze
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ingi Sigurður Helgason
Kirkjuvöllum 9, Hafnarfirði,
andaðist fimmtudaginn 14. febrúar
á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Útförin verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju,
fimmtudaginn 28. febrúar kl. 13.00.
Árný Arnþórsdóttir
Helgi S. Ingason Hanna Bára Guðjónsdóttir
Arnar Þórir Ingason Hrönn Sævarsdóttir
Birgir Ómar Ingason Jóna Marý Hafsteinsdóttir
afabörnin.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Hið víðfræga Miklagljúfur í Arizona í Bandaríkjunum fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. Kannski er ekki alveg rétt að segja
að gljúfrið sjálft sé hundrað ára, enda
hefur Coloradoáin grafið í steininn
í tugmilljónir ára. En hundrað ár eru
liðin í dag frá því Woodrow Wilson
Bandaríkjaforseti skrifaði undir lög
um að gljúfrið yrði að þjóðgarði.
Nokkurra áratuga ferli leiddi að þess
ari ákvörðun. Árið 1882 lagði Benjamin
Harrison, þá öldungadeildarþingmaður
en sjö árum síðar forseti, fram frumvarp
um að gljúfrið skyldi verða þjóðgarður.
Það gekk ekki upp og gerði hann gljúfr
ið heldur ekki að þjóðgarði í forsetatíð
sinni.
Það gerði Theodore Roosevelt ekki
heldur í sinni forsetatíð. „Miklagljúfur
fyllir mig lotningu. Það er yfir allan
samanburð hafið og er ólýsanlegt. Það
Hundrað ára gljúfur
Miklagljúfur lítur ekki út fyrir að vera deginum eldra en 99 ára. NORDICPHOTOS/GETTY
Miklagljúfursþjóðgarður
fagnar aldarafmæli sínu í
dag. Hátíðarhöld í tilefni
dagsins. Woodrow Wil-
son forseti gerði gljúfrið
að þjóðgarði en það hefur
ratað á nýja lista yfir undur
veraldar. Annar þjóðgarð-
ur níutíu ára í dag.
á sér enga hliðstæðu í öllum heiminum.
Leyfa ætti því að standa óbreyttu. Það
ætti ekkert að gera sem gæti skaðað
fegurð þess. Það er ekki hægt að bæta.
En það sem þið getið gert er að varðveita
gljúfrið fyrir börn ykkar, barnabörn og
allar kynslóðir sem á eftir koma. Mikla
gljúfur ættu allir Bandaríkjamenn að
sjá,“ sagði hann þó um staðinn.
Þessi vinsæli nærri 5.000 ferkílómetra
ferðamannastaður stendur fyrir ýmsum
viðburðum í tilefni af aldarafmælinu.
Samkvæmt vef þjóðgarðastofnunnar
Bandaríkjanna fer fram allsherjarveisla
í dag þar sem meðal annars fulltrúar
frumbyggja svæðisins halda fyrirlestra
um gljúfrið og kórar syngja.
Þótt gljúfrið sé ekki á hinum víðfræga,
upprunalega lista yfir sjö undur verald
ar, sem telur Risann á Ródos, píramíd
ana í Giza, hengigarða Babýlon, vitann
í Faros, grafhýsið í Halikarnassos, Seifs
styttuna í Ólympíu og Artemismusterið,
hefur það ratað á ýmsa nýrri lista. USA
Today valdi það á lista yfir ný undur ver
aldar, ásamt til dæmis veraldarvefnum,
og CNN á lista yfir náttúruundur ver
aldar, ásamt til dæmis Everestfjalli.
Annar bandarískur þjóðgarður fagnar
sömuleiðis stórafmæli í dag. Grand
Tetonþjóðgarðurinn í Wyomingríki
hefur nú verið þjóðgarður í níutíu ár.
Þjóðgarðurinn hýsir f jölmarga háa
tinda og grænar sléttur á 1.300 ferkíló
metra svæði. Er vinsæll áfangastaður
göngufólks, fjallageita og veiðimanna.
Þjóðgarðurinn dregur nafn sitt af hæsta
fjalli Tetonfjallgarðsins. Fjallið Grand
Teton er heilir 4.199 metrar á hæð.
thorgnyr@frettabladid.is
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
6
8
-C
0
3
0
2
2
6
8
-B
E
F
4
2
2
6
8
-B
D
B
8
2
2
6
8
-B
C
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
9
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K