Fréttablaðið - 26.02.2019, Page 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr
Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli
Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is,
s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Hár er höfuðprýði og það stingur í augu þegar kona missir fjórðung hárs síns. Ég
get því ekki lýst því hversu sæl ég
er að hafa endurheimt hár mitt að
nýju,“ segir Sigurrós Lilja Ragnars-
dóttir sem í október 2017 upp-
götvaði stóran skallablett í dökku,
hrokknu hári sínu.
„Ég sat við eldhúsborðið með
mömmu þegar hún benti mér á að
ég væri komin með skallablett. Ég
hreinlega trúði henni ekki en stóð
upp og leit í spegil þar sem við mér
blasti nokkuð stór skallablettur.
Ég hafði ekki orðið hans vör við
hárþvott né þegar ég greiddi sítt
hárið,“ útskýrir Lilja sem í fram-
haldinu bar upp vandamálið
við vinkonu sem er hárgreiðslu-
meistari.
„Á stofunni hennar var sam-
starfsfólkið sammála um að ég
færi til húðlæknis sem taldist fær
í hárvandamálum. Ég fór til hans
í fimm skipti en enginn bati varð
eftir meðferð með sterakremum
sem áttu að stoppa hárlosið og slá
á kláða. Ég varð þá úrkula vonar,
búin að borga tugi þúsunda í
ferða-, lækna- og lyfjakostnað,“
segir Lilja sem búsett er á Selfossi.
Þig vantar sink!
Góð vinkona Lilju er dýralæknir
í Þýskalandi og kom henni í sam-
band við þýskan húðlækni sem
sérhæfir sig í hárvanda.
„Við kærastinn flugum til Þýska-
lands á tilsettum tíma en urðum
að fara snemma í háttinn fyrsta
kvöldið því læknirinn bauð upp á
tíma klukkan sex morguninn eftir!
Lækninum Rudolf þótti stórmerki-
legt að hitta Íslendinga en sagði
svo blátt áfram, eftir að hafa horft
á mig smástund: „Þig vantar sink!“
Hann skoðaði svo hársvörð skalla-
blettsins í smásjá og sá þá að það
vantaði hársekkina í skallablettina
en sagði jafnframt að hárið mitt
svæfi og mig vantaði sink til þess
að vekja upp hárvöxtinn,“ upplýsir
Lilja sem hjá þýska lækninum fékk
einnig smyrsl sem stoppaði hár-
losið og kláðann.
Þegar þau hittust á ný voru
skallablettirnir hættir að stækka.
„Það var mikill léttir því þegar
ég hitti lækninn fyrst vantaði um
fjórðung hársins á mig. Þá var ég
alvarlega farin að íhuga að snoða
mig enda var orðið erfitt að fela
skallablettina, sérstaklega þann
stóra hægra megin. Ég náði lengi
vel að greiða sítt hárið í hliðar-
tagl til hægri en ef vindar blésu
blasti bletturinn við,“ segir Lilja
sem óttaðist viðbrögð annarra og
skammaðist sín fyrir hármissinn
en velti fyrir sér hvað hún hefði að
fela.
„Eftir vandlega umhugsun ákvað
ég að birta færslu á Facebook. Þar
sagði ég alla söguna og birti myndir
af því hvernig skallablettirnir litu
út í upphafi ásamt fleiri myndum
þar sem sást hvað þeir voru orðnir
stórir. Það voru aðallega ættingjar
og vinir sem lásu færslurnar og
sendu mér baráttukveðjur og bata-
óskir en ein frænka mín benti mér
á fæðubótarefnið Nourkrin sem þá
var nýkomið á markað á Íslandi,“
upplýsir Lilja sem hafði aldrei
heyrt um Nourkrin áður en varð
sér úti um töflurnar og hefur nú
tekið þær síðan í maí á síðasta ári.
„Hárið er allt komið aftur! Það
er mögnuð upplifun. Eftir einn
mánuð á Nourkrin Woman fór
strax að móta fyrir nýjum hárum
og eftir fáeina mánuði voru komin
hár í alla litlu blettina. Lengstan
tíma tók að fá hárin til að vaxa í
stóra skallablettinum en þau eru
nú orðin sex sentimetra löng sem
þykir eðlilegur hárvöxtur á nátt-
úrulegum hárvaxtartíma.
Á myndunum má sjá tvo af stærstu skallablettum Lilju, hægra megin á
höfði og í hnakkanum. Myndirnar sýna líka hvernig hárið braust fram og óx
á fimm mánuðum og svo hvernig það fyllti út í blettina eftir sjö mánuði.
l Nourkrin er bætiefni fyrir hársekkina sem er unnið úr sjávarríkinu og
stuðlar að eðlilegum hárvaxtarhring.
l Nourkrin® er 100% lyfjalaust og byggir á 56 vísindalegum rann-
sóknum og yfir 30 ára reynslu.
l Nourkrin® inniheldur hið byltingarkennda Marilex® bætiefni sem er
einkaleyfisvarið og eingöngu í vörum frá Pharma Medico.
l Marilex® hefur verið prufað um allan heim og er samþykkt af heilsu-
yfirvöldum í öllum heimsálfum.
l Nourkrin® telst mjög öruggt og má notast af öllum nema þeim sem
eru með ofnæmi fyrir fiski eða skelfiski.
Nourkrin er fyrir konur og menn
Framhald af forsíðu ➛
Sigurrós Lilja nýtur þess að hafa heilbrigt hár. Hún mælir hiklaust með Nourkrin fyrir alla sem þjást af hárlosi.
Nourkrin telst mjög
öruggt og má notast
af öllum nema þeim sem
eru með ofnæmi fyrir
fiski eða skelfiski.
„Nýju hárin eru
í fyrstu eins og ljós
ungbarnahár en taka svo
sinn rétta lit og mín eru svarbrún
eins og þau eiga að sér að vera,“
segir Lilja alsæl með árangurinn.
Bætiefni hárinu mikilvæg
Gildi vítamína og steinefna mælast
nú eðlileg í blóðprufum hjá Lilju.
„Hjá íslensku húðlæknunum
voru aldrei teknar blóðprufur til
að athuga hvort mig skorti vítamín
eða steinefni þótt það sé mikil-
vægt með tilliti til hárloss. Verst
þótti mér að engin lausn var til í
íslenska heilbrigðiskerfinu önnur
en sterakrem sem eru engin lausn
og aðeins húðþynnandi. Það er
svo hægt að láta sprauta efni undir
húð ef hárlos hættir, en það hætti
ekki hjá mér. Ég fékk því svar við
mínum vanda í Þýskalandi og það
kostaði mig minna en einn tími hjá
húðlækni í Reykjavík,“ segir Lilja.
Við leit að lausn við hármiss-
inum hitti Lilja hárheilara ytra sem
lét henni í té sérstakan hárbursta
sem gert hefur hár hennar líflegra.
„Burstinn er gerður úr þýskum
kirsuberjatrjám og hárum úr
villisvínum. Með honum greiði ég
mér ekki lengur frá toppi og niður
heldur hvolfi ég höfðinu og bursta
að aftan og niður. Þar með losnar
salt úr hárinu sem annars getur
stöðvað hárvöxt og lokað hár-
sekkjum,“ útskýrir Lilja.
Hún segir hárheilarann hafa
verið eins og alfræðiorðabók um
allt sem viðkemur hári.
„Samkvæmt hárheilaranum má
rekja hárlos og hármissi til andlegs
áfalls allt að ár aftur í tímann. Ég
gat rakið það nákvæmlega ári áður
en ég fékk skallablettinn að hafa
orðið fyrir stóru andlegu áfalli.
Orsökin fyrir mínum hármissi er
því sennilega bland af sinkleysi og
áfalli, en hárheilarinn sagði hárlos
líka geta orsakast af tannrótar-
bólgu og fótasvepp,“ segir Lilja sem
varð margs vísari hjá hárheila-
ranum.
Elskar óvenjulegt starfið
Lilja starfar sem gripabílstjóri
hjá Sláturfélagi Suðurlands og
sækir hross, nautgripi og svín til
slátrunar allt frá Höfn í Hornafirði
í austri að Gilsfirði í vestri.
„Ég er í óvenjulegu starfi fyrir
konu og sennilega eina konan í
öllum heiminum í slíku starfi. Ég
er ein í bílnum og það hefur gengið
áfallalaust en það tók tíma að fá
suma bændur til að treysta mér
því ég er kvenmaður. Fyrsta kastið
var ég var iðulega spurð hvort það
kæmi enginn maður með mér,“
segir Lilja sem fær lista frá SS að
morgni og fer svo á
gripaflutningabíln-
um að sækja gripi
um sveitir Suður- og
Vesturlands.
„Eftir að fólk
vissi af skalla-
blettunum fór það
að tína til ástæður
eins og streitu,
hreyfingarleysi,
vitlaust mataræði,
vöðvabólgu og álag
í vinnunni en það
er ekkert í vinnunni
sem stressar mig og
ég elska vinnuna
mína.“
Nourkrin
breytti öllu
Lilja mælir
heilshugar með
Nourkrin fyrir þá sem glíma við
hárlos og hármissi.
„Nourkrin olli straumhvörfum í
lífi mínu því ég sýndi svo rosa-
lega góð viðbrögð. Hefðbundin
meðferð með Nourkrin eru sex
mánuðir en ég þori ekki að hætta
því það er greinilegt að í því er eitt-
hvað sem líkama minn vantaði og
mér líður undurvel,“ segir Lilja sem
tekur eina töflu kvölds og morgna
og hreinlega horfir á hár sitt vaxa
og dafna.
„Ég sé orðið litlu lokkana og
krullurnar sem áður voru. Þegar
ég var búin að missa um 25 pró-
sent af hárinu var ég nálægt því að
bugast og fór til sálfræðings til að
takast á við áfallið sem það er að fá
skallabletti. Maður óttast viðbrögð
samfélagsins og hvernig manni
verður tekið; hvort maður verði
fyrir áreitni eða jafnvel einelti. Það
var ástæðan fyrir því að ég ákvað
að gera vandamálið opinbert sem
reyndist bæði mín besta útrás fyrir
sorg og tilfinningar en líka lausn
vandamálsins því þannig komst
ég á snoðir um Nourkrin. Það er
dásamlegt að til hafi verið lausn
eftir allt sem ég hafði reynt og
prófað og á meðan ég fæ að halda
hárinu mínu er ég himinsæl.“
Nourkrin Women og Nourkrin
Men er fáanlegt í nær öllum apó-
tekum landsins. Nánari upplýsing-
ar má finna á isam.is/nourkrin eða
senda póst á isam@isam.is.
MYND/EYÞÓR
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
2
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
6
8
-A
C
7
0
2
2
6
8
-A
B
3
4
2
2
6
8
-A
9
F
8
2
2
6
8
-A
8
B
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K