Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2019, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 26.02.2019, Qupperneq 32
Mexíkóskar vefjur. Karmelluostakaka. Jarðarberjaostakaka. Vegan góðgæti á fermingarborðið Þau Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir og Aron Gauti Sigurðarson bera grænkeralífsstílnum fagurt vitni. Á vef þeirra, græn- kerar.is, má finna ýmislegt vegan góðgæti. Meðal annars það sem gæti átt heima á veisluborði fermingarbarnsins.  Karamelluostakaka Botn 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 6 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr 2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið hneturnar í matvinnsluvél og blandið þar til þær eru nokkuð fínmalaðar. Bætið döðlum, kókosolíu og salti út í og blandið þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyll- ingin er útbúin. Fylling 3 dl kasjúhnetur 8 ferskar döðlur, muna að taka steinana úr ½ dl hlynsíróp, má vera minna ef vill 1 dl kókosolía 1 dl rjómaostur, t.d. Oatly-smu- rosturinn 2 dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. sítrónusafi Salt 3 dl vatn 1 tsk. agar-agar-duft Kælið kókosmjólkina en þá skilur hún sig og þykki hlutinn situr efst en þunnur vökvi neðst. Setjið vatn og agar-agar-duft í pott og hitið að suðu. Setjið hin hráefnin í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Þetta getur tekið nokkrar mínútur. Hellið næst agar-agar-blöndunni út í og blandið áfram í smástund. Hellið fyllingunni yfir botninn og geymið í kæli meðan karamellu- kremið er útbúið. Karamellukrem ½ dl hlynsíróp ½ dl kókossykur eða hrásykur ½ dl kókosolía 1½ dl kókosmjólk í dós, þykki hlutinn 1 tsk. vanilludropar salt Setjið öll hráefnin í pott og sjóðið í um 10-15 mín. þar til karamellan hefur dökknað og þykknað. Gott er að setja örlítið af karamellunni í glas og inn í frysti til að athuga hversu stíf hún er orðin. Smyrjið karamellukreminu yfir fyllinguna og skreytið að vild, ég notaði saxaðar pekanhnetur. Jarðarberjaostakaka 1 dl pekanhnetur 2 dl möndlur 8 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1 tsk. kókosolía, bragð- og lyktar- laus 1 tsk. vanilludropar Salt Setjið möndlur og pekanhnetur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Þrýstið deiginu vel niður í formið svo það þeki allan botninn. Geymið botninn í kæli meðan fyll- ingin er útbúin. Fylling 3 dl kasjúhnetur, ásamt u.þ.b. einum dl vatni 2 dl kókosolía, bragð- og lyktar- laus, bráðin 4 dl fersk jarðarber 1 dl vegan rjómaostur, t.d. frá Oatly ¾-1 dl hlynsíróp 1 msk. vanilludropar ¾ dl sítrónusafi Börkur af hálfri sítrónu Salt Setjið kasjúhnetur, vatn og bráðna kókosolíu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Bætið afganginum af hráefnunum út í og blandið vel. Hellið fyllingunni yfir botninn. Ég ákvað að skera jarðarber í helminga og raða þeim með fram kantinum á forminu áður en ég hellti fyllingunni yfir. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með ferskum berjum. Mexíkóskar vefjur 1 dós vegan rjómaostur, t.d. Oatly 1 dós vegan sýrður rjómi, t.d. Oatly 8 cm púrrulaukur 2-3 litríkar paprikur 2 avókadó 1 dós svartbaunir, skola vel 2 dl gular baunir, skola vel 1 tsk. sítrónusafi 1 lúka ferskt kóríander Salt og pipar Mexíkósk kryddblanda, eftir smekk 6 tortillavefjur Skerið púrrulauk, paprikur og avó- kadó smátt niður. Skolið svartbaunirnar og gulu baunirnar í sigti. Blandið öllum hráefnunum saman í stóra skál og smakkið til með kryddum. Smyrjið blöndunni á tortillakök- urnar og rúllið upp í vefjur. Setjið vefjurnar í lokað fat og geymið í ísskáp yfir nótt. Skerið þær síðan niður í um 2 cm þykkar sneiðar daginn eftir og raðið á stóran disk. Sniðugt getur verið að stilla þeim upp á rönd og stinga tannstöngli í. Avókadó hrákaka 1½ dl möndlur 3 dl ristaðar kókosflögur 8-10 medjool-döðlur, steinarnir teknir úr 1-2 tsk. kókosolía, bragð- og lyktarlaus Salt Setjið möndlur og ristaðar kókos- flögur í matvinnsluvél og malið í um 20 sek. Bætið hinum hráefnunum út í og látið matvinnsluvélina ganga þar til deigið festist saman. Leggið smjörpappír í botninn á hringlaga smelluformi og smyrjið hliðarnar með olíu. Geymið botninn í kæli meðan fyll- ingin er útbúin. Fylling 5-6 avókadó, fallega græn og fersk 6 límónur (lime), safinn kreistur úr þeim 2 dl kókosolía, bragð- og lyktar- laus ¾-1 dl hlynsíróp 1 tsk. vanilla, eða vanilludropar Salt Börkur af einni límónu Setjið öll hráefnin í blandara eða matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Gott er að geyma hluta af hlynsírópinu og límónusafanum og hella varlega út í blandarann þar til sætt og súrt hefur náð jafnvægi. Hellið fyllingunni yfir botninn. Geymið kökuna í frysti þar til hún stífnar eða í kæli yfir nótt. Eftir að kakan er stífnuð má taka hana úr forminu og skreyta að vild, t.d. með límónuberki eða kókos- flögum. Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is 16 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR 2 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 6 8 -B 6 5 0 2 2 6 8 -B 5 1 4 2 2 6 8 -B 3 D 8 2 2 6 8 -B 2 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.