Fréttablaðið - 26.02.2019, Síða 40

Fréttablaðið - 26.02.2019, Síða 40
Athöfnin fór þannig fram að Eldi var skipað í sæti í brekkunni ásamt goðum félagsins. Farið var í ýmis mál tengd þinginu áður en vikið var að siðfestunni. Eldur fór með erindi úr Hávamálum sem hann hafði valið sér og lært og síðan fór Hilmar allsherjargoði með erindi númer 68 úr Háva- málum, Eldi til heiðurs. Eldur er bestur með ýta sonum og sólar sýn, heilyndi sitt, ef maður hafa náir, án við löst að lifa., Hávamál, gestaþáttur, kvæði 68. Að þessu loknu voru Eldi drukkin heill úr horni goða. „Eldur hefur drukkið heill við ýmis tilefni en alltaf hefur verið vatn eða malt í horninu. Hann hrökk því svolítið í kút þegar hann var búinn að taka gúlsopa af pilsner,“ segir Jóhanna og kímir. Hornið var látið ganga til allra nærstaddra til þess að fólk mætti drekka drengnum heill. „Fólk ýmist saup af horninu eða lyfti því. Sumir sögðu nokkur hlý eða hvetjandi orð sem fylgdu á meðan aðrir létu nægja að lyfta horninu hátt yfir höfuð og segja „heill“. Saumaði fötin á fjölskylduna Öll fjölskyldan klæddist fögrum víkingaklæðum á siðfestu- daginn og í veislunni daginn eftir. Jóhanna sjálf saumaði öll fötin og vann allan útsaum í höndum. „Ég ætla að sauma fermingarfötin á öll börnin í framtíðinni. Mér finnst það falleg hefð og svolítið eins og ég sé að senda þau vel búin úr pils- faldinum hjá mér inn í fullorðins- árin,“ segir hún. „Mamma var mestmegnis við stjórnina með fötin en ég gat komið með tillögur,“ segir Eldur. Veislan var ekki í sérstökum víkingastíl utan þess að fjöl- skyldan klæddist sömu fötum og í athöfninni daginn áður. „Eldur fékk að vera með í ráðum þegar kom að veisluundirbúningi. Honum þótti snilld að bjóða upp á hamborgara og í desert hafði ég dulbúið Rice Crispies köku sem marsipantertu. Það var frekar fyndið að sjá upplitið á sumum frænkunum.“ Þegar kom að því að bjóða til borðs fór Eldur nokkuð óvenjulega leið. „Í stað þess að bjóða í borða- röð byrjaði hann á því að bjóða öllum gestum yngri en 10 ára auk aðstoðarfólks. Því næst bauð hann fólki eldra en sextíu ára og loks þeim sem teljast nokkur fráir á fæti og með getu til þess að bíða.“ Öll fjölskylda Elds er í Ása-trúarfélaginu. „Krakkarnir fá vitanlega að velja hvort það sé sú stefna sem þau vilja taka inn í lífið eða hvort þau kjósi að fara aðra leið. Eldur valdi ása trúna, “ segir Jóhanna en bendir á að honum hafi allir aðrir möguleikar verið opnir. Boðskapur ásatrúar- innar var Eldi hugleikinn þegar hann valdi að taka siðfestu. „Ég er sjálfur ekkert mikið í ásatrúnni sjálfri heldur er ég meira hrifinn af því sem ásatrúin og heiðinn siður hefur í för með sér, eins og að vera heiðarlegur og bera virðingu fyrir öðrum,“ segir Eldur en hann sótti fræðslu hjá Ásatrúarfélaginu og lærði um Hávamál og ýmislegt fleira. Athöfnin fór fram fimmtudags- kvöldið 22. júní 2017 á Þingvöllum á allsherjarþingi Ásatrúarfélagsins, en veislan var haldin daginn eftir. Tveir goðar framkvæmdu athöfn- ina, þau Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og Jóhanna Harðar- dóttir Kjal nesingagoði. „Athöfnin var vægast sagt geggj- uð. Eldur valdi að taka siðfestu á allsherjarþingi í Almannagjá. Veðr- ið var æðislegt og örugglega um þrjú hundruð manns á staðnum, bæði fólk úr Ásatrúarfélaginu og ferðamenn sem dreif að,“ lýsir Jóhanna en aðeins nánasta fjöl- skylda Elds mætti á athöfnina ásamt þremur bestu vinum Elds og foreldrum þeirra. Eldur með foreldrum sínum, Jó- hönnu Björgu og Eiríki Unnari Krist- björnssyni, og systkinum sínum, þeim Önnu Sól, Stormi Sæ og Frosta Hrafni. MYNDIR/RÖGNVALDUR HELGASON Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Jóhanna Björg með Frosta Hrafn. Tók siðfestu á Þingvöllum Eldur Árni Eiríksson tók siðfestu að heiðnum sið á allsherjarþingi Ásatrúarfélagsins á Þingvöllum í júní 2017. Móðir Elds, Jóhanna Björg, saumaði föt í víkingastíl á alla fjölskylduna fyrir athöfnina. Eiríkur Unnar með Önnu Sól. 24 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR 2 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 6 8 -A 7 8 0 2 2 6 8 -A 6 4 4 2 2 6 8 -A 5 0 8 2 2 6 8 -A 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.