Fréttablaðið - 26.02.2019, Side 50
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Aldís í fallega kjólnum á fermingardaginn sinn.
Aldís María í dag. Hún stefnir á
listnám í framtíðinni.
Aldís María hafði ákveðnar hugmyndir um hvernig kjól hún vildi fermast í. Hún
leitaði lengi að rétta kjólnum en án
árangurs. „Mér leist eiginlega ekkert
á það sem ég sá í búðum. Mig lang-
aði í frekar gamaldags kjól, svona
eins og voru 1940-1950. Mömmu
datt þá í hug að fá frænku mína,
Önnu Guðnýju Magnúsdóttur,
en hún er lærður klæðskeri, til að
sauma draumakjólinn minn. Hún
var sko alveg til í að gera það svo
við fórum að leita að rétta efninu,“
segir Aldís María. „Ég fann það mjög
fljótt enda var mikið úrval af efnum
hér á landi,“ bætir hún við.
„Síðan settumst við niður og
teiknuðum kjólinn í sameiningu.
Ég sagði hvað ég vildi og úr varð
samstarfsverkefni okkar. Ég var
virkilega ánægð með kjólinn og
naut mín ótrúlega vel á fermingar-
deginum,“ segir Aldís. „Sumir gestir
höfðu á orði hversu fallegur kjóll-
inn væri. Ég hef samt ekki notað
hann síðan. Hugsa samt að hann
passi enn,“ segir hún.
Aldís María er dóttir Halldóru
Ingunnar Magnúsdóttur og Einars
Ísfeld Ríkharðssonar. Hún ákvað
hvernig veislan ætti að vera með
foreldrum sínum. „Við ákváðum
að hafa smárétti eins og litla ham-
borgara og svoleiðis en líka tertur.
Þetta var ótrúlega skemmtilegur
dagur og ég fékk margt mjög fal-
legt. Besta gjöfin var úkúlele sem
ég hef spilað mikið á. Mig langaði í
svoleiðis hljóðfæri og hef verið að
læra á það sjálf. Ég ætlaði eiginlega
að kaupa úkúlele fyrir fermingar-
peninginn en þurfti þess ekki. Ég
fékk líka peninga að gjöf, keypti
mér góðan síma og lagði afganginn
inn í banka,“ segir Aldís. „Foreldrar
mínir gáfu mér síðan húsgögn í her-
bergið mitt.“
Aldís María er að klára tíunda
bekk í vor. Leiðin liggur í mennta-
skóla enda langar hana í fram-
haldinu í listaháskóla. „Ég hef
mikinn áhuga á listnámi, hef áhuga
á tónlist og teikningum. Ég myndi
hvetja alla krakka til að fermast.
Það breytir kannski ekki miklu í lífi
manns en er mjög skemmtileg upp-
lifun og gaman að muna þennan
dag. Við vorum með bingó og pub
quiz og ég held að allir hafi skemmt
sér vel þennan dag.“
Frænkan saumaði
draumakjólinn
Aldís María Einarsdóttir fermdist 8. apríl 2017 í
Lindakirkju. Hún á afar góðar minningar frá deginum
og segir að hann hafi verið ógleymanlegur.
Vodafone býður upp á fjölbreytt úrval af snjöllum
og fallegum vörum til fermingargjafa.
Kíktu í næstu verslun eða á vodafone.is
Verslanir Vodafone eru í Kringlunni, Smáralind, á Suðurlandsbraut 8 og Glerártorgi.
Græjaðu
ferminguna
hjá okkur
34 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR
2
6
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
2
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
6
8
-A
2
9
0
2
2
6
8
-A
1
5
4
2
2
6
8
-A
0
1
8
2
2
6
8
-9
E
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K