Fréttablaðið - 26.02.2019, Page 52

Fréttablaðið - 26.02.2019, Page 52
Útskornu ávextirnir hennar Arndísar eru sannkölluð listaverk eins og sjá má. Það eru margir að spá í hollustu og finnst þá líka fínt að bjóða upp á ávexti í staðinn fyrir eða með kökunum. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Ég lærði að skera út ávexti fyrir nokkrum árum af annarri filippseyskri konu. Síðan hef ég verið að æfa mig og læra meira bæði með því að prófa mig áfram en líka með því að skoða mynd- bönd á YouTube,“ segir Arndís. Hún byrjaði á því að bjóða upp á fallega útskorna ávexti í veislum sem hún hélt sjálf. Skreytingarnar vöktu mikla athygli og spurðust f ljótlega út. Nú hefur hún útbúið æði margar skreytingar fyrir veislur af öllum toga, bæði fermingar, brúðkaup, afmæli og aðrar uppákomur. Arndís hefur búið í Kef lavík í átján ár, eða frá því hún f lutti til Íslands frá Filippseyjum. „Fjöl- skylda fyrrverandi mannsins míns var hér á Íslandi og við f luttum hingað með dóttur okkar árið 2001. Á þeim tíma var ekki Listaverk úr ávöxtum Listilega útskornir ávextir eru einkennismerki Arndísar Lífar Birgisson. Ávaxtalistaverkin hennar sóma sér prýðilega á veisluborðum í fermingum enda vekja þau sérstaka athygli veislugesta. Sjá úrvalið á facebook síðu PartýbúðarinnarFaxafeni 11, RVK | s 534 0534 | partybudin Glæsilegt fermingarskraut mjög erfitt að koma hingað frá Asíu en það er allt annað og erfið- ara í dag,“ segir Arndís en hún og maður hennar skildu árið 2009 og hann hélt aftur heim en Arndís vildi búa áfram á Íslandi. Hún er í dag gift Brynjari Rafni Birgissyni og starfar sem vaktstjóri á Mat- húsinu á Kef lavíkurf lugvelli. Arndís hefur haft áhuga á matargerð frá unga aldri og útskrifaðist úr námi í matartækni. „Kennarinn minn í matartækninni hvatti mig áfram í útskurðinum og pantaði meira að segja sjálfur hjá mér útskorna ávexti í fermingarveislu,“ segir Arndís sem einnig hefur séð um matreiðslu í stórum og smáum veislum. „Ég elda íslenskan mat eða filippseyskan og stundum bæði. Fólk hefur gaman af að prófa eitt- hvað nýtt. Ég elda líka vegan rétti en þeir eru mjög vinsælir núna. Það eru margir að spá í hollustu og finnst þá líka fínt að bjóða upp á ávexti í staðinn fyrir eða með kökunum.“ Ávaxtaskreytingar Arndísar vekja alltaf óskipta athygli í öllum veislum. Hróður hennar hefur spurst út og hún segir að nóg verði að gera hjá henni á næstunni í útskurðinum. Á Facebook-síðu Arndísar Lífar er hægt að skoða myndaalbúm með myndum af skreytingum sem hún hefur útbúið. 36 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RFERMINGAR 2 6 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 2 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 6 8 -8 E D 0 2 2 6 8 -8 D 9 4 2 2 6 8 -8 C 5 8 2 2 6 8 -8 B 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.