Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 14
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós14 Stuttmyndin Fótspor á kvikmyndahátíð Íslenska stuttmyndin Fótspor, er ein af átta myndum sem taka þátt á alþjóðlegu barnakvikmyndahátíðinni í Giffoni á Ítalíu. Fótspor fjallar um samband afa við barnabarn sitt og hvernig þeir brúa kynslóðabilið í gegnum knattspyrnu. Hannes Þór Arason leikstýrir myndinni og framleiðir ásamt Mosfellingnum Arnari Benjamín Kristjánssyni. „Þetta er ánægjulegt þar sem myndin var gerð fyrir mjög lítinn pening og hlaut enga opinbera styrki. Við erum vongóðir að þetta muni opna dyr að öðrum hátíðum og sjónvarps- sölum,” segir Hannes Þór. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar en um 100-200 þúsund manns sækja hátíðina. Næsta blað kemur út fyrir bæjarhátíðina Bæjarblaðið Mosfellingur fer nú í sumarfrí og mætir aftur til leiks í aðdraganda bæjarhátíðarinnar Í túninu heima. Hátíðarblaðið kemur út þriðjudaginn 22. ágúst og verður tileinkað bæjarhátíðinni. Skilafrestur efnis og auglýsinga er til 18. ágúst. Þá er einnig hægt að panta hátíðarkveðjur í blaðið með því að senda póst á mosfellingur@mosfellingur.is Öll námskeiðin verða í húsnæði frístundasels Varmárskóla. Sjá nánari dagskrá og tímasetningar á www.mos.is. Þau börn sem þurfa á stuðningi að halda fá hann, en láta þarf vita um það þegar að sótt er um. Skráningar fara fram í síma Ítóm, 662-9981. Ath. Takmarkaður fjöldi á hvert námskeið.* Greiða þarf við skráningu. Skráningu skal lokið á hádegi föstudags áður en námskeiðið hefst. Boðið er upp á morgungæslu frá 8:00-9:00 og síðdegisgæslu frá 16:00-17:00. *Ef ekki næst lágmarksfjöldi á námskeið má búsat við að því verði frestað. Sumarfjör SumArfjÖr ÍTÓm er hAfið fyrir bÖrn fædd 2008-2011 ÍTÓM námskeiðin eru fyrir nemendur í yngstu bekkjum grunnskóla og einnig fyrir þau sem eru að hefja skólagöngu á komandi hausti. Tilvalið námskeið fyrir þau börn sem eru hætt á leikskólanum og eru að hefja nám í 1. bekk. 1/4 bymos HáHolt 14 - SÍmi 586 1210 er með GOTT ÚrVAL Af ÝmSum GArðÁhÖLdum ÁSAmT GrÓðurmOLd, Áburði OG eiTri Opið mÁnudAGA TiL fÖSTudAGA 10:00 -18:00 Lokun á Vefarastræti vegna malbiksviðgerða Nú er hafin undirbúningur að malbiksviðgerðum í Vefarastræti. Um er að ræða viðgerðir á báðum akreinum. Nú þegar hefur verið byrjað á sögun og í framhaldinu verður skipt um jarðveg og malbik. Á meðan á framkvæmdum stendur verða tíma- bundnar lokanir á Vefarastræti og verða hjáleiðir sértaklega merktar. Áætlað er að framkvæmdir standi yfir allan júlímánuð en verktakinn mun hraða þeim eins og kostur er. Tilkynning um lokun á Vefarastræti vegna malbikunar verður sett á vefinn þegar hún liggur fyrir.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.