Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 25
www.mosfellingur.is - 25 Bílastæðin yfirfull um allan Tröllateig Ég bý í Tröllateig og hér er allt fullt af ýmiss konar ferðavögnum á sumrin. Þeim er lagt hér í öll stæði og ef ég fæ gesti í heimsókn þurfa þeir stund- um að leggja bílum sínum upp við Krikaskóla. Þetta er ófremdarástand og hvimleitt fyrir okkur íbúana í þessu hverfi. Ég skora á nágranna mína að leggja þessum bílum annarsstaðar og skora á bæjaryfirvöld að bregðast við.  ÍbúiíTröllteig ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Næsta blað kemur út 22. ágúst Þarft þú að koma einhverju á framfæri? Mosfellingur er borinn út í hvert hús og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Skilafrestur efnis/auglýsinga er föstudaginn 18. ágúst. mosfellingur@mosfellingur.is Lausaganga katta Mig langar til að hvertja fólk til að halda köttum sínum innandyra meðan fuglalífið er svo frjósamt eins og nú. Ungar í hreiðrum og fuglar við hvert fótmál. Það er vel hægt að skikka katt- areigendur til að halda þeim innan- dyra yfir þennan viðkvæma tíma  Guðný Nú hafa verið leikin þrjú mót á Íslands- bankamótaröð unglinga þetta árið og hafa kylfingarnir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar náð frábærum árangri. Mót 1 á Hellu - Kristófer Karl Karlsson sigraði glæsilega í flokki 15-16 ára en hann lék hringina tvo á tveimur höggum yfir pari. Kristófer fékk fugl á lokaholuna og sigraði með einu höggi. María Eir Guðjónsdóttir náði 2. sæti á sínu fyrsta móti á Íslandsbankamótaröð- inni. María keppir í flokki 13-14 ára. Mót 2 á Suðurnesjum - Kristófer Karl Karlsson var í 3. sæti í flokki 15-16 ára en hann lék mjög gott og stöðugt golf í mót- inu. Ragnar Már Ríkarðsson náði 2. sæti í flokki 17-18 ára með glæsilegri spila- mennsku. Ragnar Már var höggi á eftir efsta manni. Íslandsmót í holukeppni Íslandsmóti unglinga í holukeppni fór fram í Grindavík 16.-18. júní síðastliðinn. Alls var keppt í átta flokkum og stóðu kepp- endur frá Golfklúbbi Mosfellsbæjar sig afar vel. Þrír kylfingar frá GM léku til úrslita en það voru þeir Björn Óskar Guðjónsson í flokki 19-21 árs, Ragnar Már Ríkarðsson í flokki 17-18 ára og Andri Már Guðmunds- son í flokki 15-16 ára. Því miður náði enginn í gullið í þetta skiptið en glæsilegur árangur engu að síður. Þrjú silfur í þremur elstu flokkum drengja er frábær árangur. Frábær árangur hjá okkar kylfingum í fyrstu mótunum og aðeins tímaspursmál hvenær sigurinn kemur. Íslandsbankamótaröð unglinga hafin • Þrír Mosfellingar léku til úrslita í holukeppni Kylfingarnir fara vel af stað kristófer karl fyrir miðju maría eir á verðlaunapalli

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.