Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 23
Þökkum fyrir stuðninginn BORG Byggingafélag Trans tlantic SPORT 3. flokkur kvenna Afturelding/Fram á leið til Hollands Stelpurnar á toppi 2. deildarinnar Afturelding/Fram trónir á toppi 2. deildarinnar í kvennaknatt- spyrnunni um þessar mundir. Liðið er með 18 stig eftir 7 umferð- ir. Næsti leikur er á Varmárvelli á föstudaginn þegar liðið mætir Gróttu kl. 19:15. Brynjar og Eyþór í keppnisferð með HSÍ HSÍ er með úrtakshóp stráka fædda 2002 og 2003 sem fór til Danmerkur 12. júní í æfingar og keppnisferð. Þar eru á meðal tveir úr Aftureld- ingu, þeir Eyþór Aron Wöhler og Brynjar Vignir Sigurjónsson. Þessir efnilegu drengir eru reynslunni rík- ari eftir eftir strangar æfingar. Liverpool-skólinn á Íslandi var haldinn í sjöunda skipti á dögunum og var sá fjöl- mennasti frá upphafi eða á fjórða hundrað börn. Afturelding er framkvæmdaraðili skólans í samstarfi við hið sögufræga lið Liverpool og Þór Akureyri. Kröfur Liverpool eru mikl- ar varðandi einstaklingsmiðaða kennslu svo þeir miða hópana við 16 börn á þjálfara. Uppselt í Mosfellsbæ og á Akureyri Uppselt var í skólann á báðum stöðum og mynduðust langir biðlistar. Fimmtán þjálfarar komu frá Liverpool International Academy í ár og kenndu börnunum í þrjá daga á hvorum stað, ásamt íslenskum að- stoðarþjálfurum sem stóðu sig hreint út sagt frábærlega. Kennt var frá kl. 10–15 en krakkarnir fengu ávaxtabita í morgunpásunni og veg- legan hádegisverð í boði Matfugls í hádeg- inu alla dagana. Sjálfboðaliðar brettu upp ermar Skólinn gekk einstaklega vel á báðum stöðum og mátti víða heyra ánægjuraddir meðal foreldra og barna að skóla loknum. Forsenda þess að svo vel tókst til er sú að sjálfboðaliðar úr röðum foreldra barna í Aftureldingu og Þór brettu heldur betur upp ermar og stóðu vaktina við framkvæmd skólans með miklum myndarbrag. Ekki má gleyma hlut styrktaraðila en án þeirra væri ekki hægt að halda gjaldinu í skólann í lágmarki. Bestu þakkir fá: Mat- fugl, Mosfellsbakarí, Mosfellingur, Nonni litli, Shake&Pizza, Kjötbúðin, Fiskbúðin, Ölgerðin og MS. Skólinn haldinn í sjöunda skipti • Kennt í Mosfellsbæ og á Akureyri • Einstaklingsmiðað Liverpool-skólinn í ár sá fjölmennasti frá upphafi 15 þjálfarar frá liver- pool mættu til íslands íslensku aðstoðar- þjálfararnir stóðu sig vel Íþróttir - 23

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.