Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 29.06.2017, Blaðsíða 22
Þökkum fyrir stuðninginn BORG Byggingafélag Trans tlantic SPORT 3. flokkur kvenna Afturelding/Fram á leið til Hollands Knattspyrnumaðurinn Paul Clapson látinn Breski knattpsyrnumaðurinn Paul Clapson lést þann 23. júní. Paul lék með Aftureldingu árin 2008 og 2009. Árið 2008 var hann lykilmaður í 2. deildarliði Aftureldingar sem vann sér sæti í 1. deild. Paul varð marka- kóngur 2. deildar þetta ár. Hann var frábær fyrirmynd innan sem utan vallar. Mjög jákvæður og bar af sér góðan þokka. Hann var valinn knattspyrnumaður Aftureldingar og íþróttamaður Aftureldingar árið 2008. Knattspyrnudeild Afturelding- ar sendir fjölskyldu og vinum Pauls samúðarkveðjur. Setti nýtt vallarmet á Bakkakotsvelli Afrekskylfingurinn Kristján Þór Einarsson gerði sér lítið fyrir þann 13. júní og setti nýtt vallarmet á Bakkakotsvelli þegar hann lék á 59 höggum á gulum teigum eða 11 höggum undir pari. Á hringnum fékk Kristján 12 fugla og einn skolla. Á síðasta ári jafnaði Björn Óskar Guðjónsson vallarmet Einars Hauks Óskarssonar á Bakkakotsvelli þegar hann lék á 61 höggi en Kristján Þór bætti það met um heil tvö högg. - Íþróttir22 Fella hring­urinn Fjallahjólamót Fimmtudaginn 24. ágúst kl. 19:00 16 KM 30 KM Hjólað um stíga innan Mosfellsbæjar Nánar á Facebook Haraldur ráðinn í þjálfarateymi UMFA Haraldur Þorvarðarson handknatt- leiksþjálfari hefur verið ráðinn í þjálfarateymi Aftureldingar og mun hann sjá um að þjálfa meistara- flokk kvenna í handknattleik ásamt Davíð Svanssyni sem hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár. Einnig mun Haraldur sjá um þjálfun hjá 3. flokki kvenna. Mikill metnaður er hjá stjórn félagsins að gera kvennaliðið meðal þeirra bestu á landinu og er stefnan sett á að komast upp um deild á næsta tímabili. Þann 19. júní var haldin sameiginleg æfing allra yngstu flokka knattspyrnudeildar Aftureldingar á Tungubökkum. Þar komu saman rúmlega 200 knattspyrnuiðkendur af báðum kynjum og fengu tilsögn leikmanna meistaraflokks karla. Krakkarnir, ásamt leikmönnum, spreyttu sig á hinum ýmsu knattþrautum og skein gleðin úr hverju andliti. Eftir rúmlega klukkutíma langa æfingu fengu allir þátttakendur buff frá Hrímni, sem einnig bauð öllum í grillveislu við vallarhúsið. Sameiginleg æfing yngri flokka Kvennalandslið Íslands í blaki vann til gullverðlaun á Evrópumeistaramóti Smá- þjóða sem fram fór í Lúxemborg um helg- ina. Liðið lék þar í úrslitariðli gegn Fær- eyjum, Skotlandi, Lúxemborg og Kýpur. Fjórir liðsmenn Aftureldingar tóku þátt í ævintýrinu og eru það leikmennirnir Ka- ren Björg Gunnarsdóttir, Fjóla Rut Svav- arsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir. Auk þeirra er Mundína Kristinsdóttir sjúkraþjálfari liðsins en hún er einnig sjúkraþjálfari Aftureldingar og stjórnar- maður í úrvalsdeildarráði kvenna í blaki hjá Aftureldingu. Fjórir blakarar úr Aftureldingu Evrópumeistarar Karen björg, Fjóla rut, thelma Dögg og munDína.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.