Mosfellingur - 07.09.2017, Page 4

Mosfellingur - 07.09.2017, Page 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagurinn 10. september Fjölskylduguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn og sr. Kristín Pálsdóttir Miðvikudagurinn 13. september Helgistund á Eirhömrum kl. 13:30 sunnudagurinn 17. september Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Kristín Pálsdóttir sunnudagurinn 24. september Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn *** sunnudagaskólinn er alla sunnudaga yfir vetrartímann kl. 13:00 í lágafellskirkju. - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Bláa hverfið best skreytt á hátíðinni Bæjarhátíðin Í túninu heima fór fram helgina 25.-27. ágúst. Mosfellsbæ er skipt upp í fjóra hluta og hefur hver hluti sinn sérstaka lit. Bæjarbúar létu ekki vætu og vind stoppa sig í skreytingagleðinni. Fulltrúar í Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar voru í skreytinga- dómnefnd og fóru um bæinn og skoðuðu. Best skreytta hverfið: Bláa hverfið. Flottasta húsið í gula hverfinu: Rituhöfði 5. Flottasta húsið í rauða hverfinu: Bjargartangi 10. Flottasta húsið í bleika hverfinu: Helgaland 8. Flottasta húsið í bláa hverfinu: Reykjabyggð 10. Flottasta gatan: Reykjamelur 9-19. Jafnréttisdagurinn haldinn hátíðlegur Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn í Framhaldsskól- anum í Mosfellsbæ mánudaginn 18. september. Dagskráin er frá kl. 15.30 til 18:00 undir yfirskriftinni Heilsueflandi samfélag gegn of- beldi. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan árið 2008 og er tilgangur hans að fylgja eftir því sem vel er gert á ári hverju, tryggja að allir málaflokkar jafnréttis fái svigrúm í umræðu og áherslum auk þess að hvetja til áframhaldandi metnaðarfullrar vitundar og eftir- fylgni um jafnréttismál í Mosfells- bæ. Ennþá er hægt að senda inn tilnefningar til jafnréttisviðurkenn- ingar Mosfellsbæjar 2017. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar voru afhentar við hátíðlega athöfn í Hlé- garði á bæjarhátíðinni „Í túninu heima“. Umhverfisviðurkenningarnar eru veitt- ar þeim aðilum sem taldir eru hafa skarað fram úr í umhverfismálum á árinu. Flugklúbbur Mosfellsbæjar fær viður- kenningu fyrir snyrtilegt svæði þar sem umgengni og umhirða eru til fyrirmyndar. Erla Þorleifsdóttir og Sævar Arn- grímsson fá viðurkenningu fyrir fallegan garð að Arnartanga 25 þar sem blandað er skemmtilega saman gróðri og hönnun, garðurinn er vel sýnilegur vegfarendum. María Hákonardóttir og Erich Hermann Köppel fá viðurkenningu fyrir fjölskrúðug- an og fallegan garð að Hamarsteigi 5 sem sinnt hefur verið af mikilli natni um árabil. Umhverfisviðurkenningar Mosfellsbæjar 2017 • Aðilar sem skarað hafa fram úr Umhverfisviðurkenningar veittar Í túninu heima Frá afhendingu viðurkenninga. Hjörtur Þór, Bára og Valdimar frá Flugklúbbi Mosfellsbæjar, Erla Þorleifsdóttir Arnartanga 25 og María og Erich Hamarsteigi 5. Plastlaus september farinn af stað Mosfellingar eru hvattir til að taka þátt í átakinu Plastlaus september. Um er að ræða árvekniátak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsun- ar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Plast endist í þúsundir ára og er því afar slæmur kostur fyrir einnota notkun. Nánar um átakið má finna á www.plastlausseptember.is Greta Salóme setur Halloween Horror Show á svið • Tónleikasýning án hliðstæðu Setur upp rokktónleikasýningu Greta Salóme stendur í stórræðum þessa dagana ásamt góðum hópi af hæfileikaríku fólk en þau eru að setja á svið tónleikasýningu sem nefnist Halloween Horror Show. „Þessi hugmynd er búin að blunda lengi í mér. Þegar ég var að vinna með Disney þá kynntist ég því hvernig hægt væri að blanda saman alls konar tilefnum og tónlist. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi Halloween og mér hefur fundist vanta alvöru viðburð í kringum hrekkjavökuna á Íslandi. Fólk er í auknum mæli farið að halda Halloweenpartý en nú gefst öllum tækifæri á að koma á alvöru hryllings rokktónleikasýningu,“ segir Greta Salóme sem er framleiðandi sýningarinnar. Öllu tjaldað til í Háskólabíói Auk Gretu Salóme koma fram á sýningunni Eyþór Ingi, Salka Sól, Stebbi Jak, Andrea Gylfa, Selma Björns, Sirkus Íslands, Ólafur Egill, stórsveit Todmobile, kór og dansarar. „Ég myndi segja að þetta sé 70% söngur og 30% dans en við leggj- um rosalega mikið í þessa sýningu. Ég fullyrði að þessi tónleika- sýning á sér enga hliðstæðu á Íslandi. Við munum flytja lög eins og Highway to Hell, Zombie, Thriller, lög úr Litlu Hryllingsbúðinni og Rocky Horror og margt fleira.“ vegleg verðlaun fyrir flottustu búningana Sýningin verður í Háskólabíó 28. október og á undan verður boðið upp á fordrykk í samstarfi við Partýbúðina með alls kyns uppákomum. „Það er sýning kl. 20 en það er eiginlega uppselt á hana þannig að við vorum að bæta við sýningu kl. 22:30 og fer miðasala fram á Tix.is. Ég hvet alla til mæta í búningum en það verða vegleg verðlaun fyrir þá flottustu,“ segir Greta Salóme. greta salóme stendur fyrir hrollvekjandi rokktónleikum

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.