Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 07.09.2017, Blaðsíða 30
 - Heilsa30 Hvíld Ég hef skrifað um svefn og hvíld áður, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Hugsanlega ætti ég alltaf að skrifa um mikilvægi þess að hvíla sig, það er svo mikilvægt. Sérstak- lega á þessum árstíma þegar allt fer á flug. Vinna, skóli, áhugamál, lífið. Ég fíla kraftinn í haustinu og finnst gaman að takast á við spennandi verkefni en ég finn líka að ég þarf að passa vel upp á mig. Ég svaf til dæm- is ekki of vel síðustu nótt, hausinn vildi ekki slaka á, hann var of upp- tekinn við að velta fyrir sér komandi dögum. Hvað ég væri að að fara að gera og hvernig ég ætlaði að gera hlutina. Ástæðan fyrir þessu er sú að ég var ekki búinn að undirbúa mig nógu vel, leggja línurnar þannig að hausinn þyrfti ekki að standa í þessu næturbrölti. Ég hefði betur fylgt eigin ráði, að skrifa nákvæmlega niður allt það sem er fram undan hjá mér og hvernig ég ætla að gera hlutina. Ég fór langt með það, en kláraði ekki verkefnið og því fór sem fór. En það þýðir ekki að velta sér upp úr þessari miður góðu hvíld, ég klára þennan dag eins vel og ég get, reyni að ná mér í einn lúr einhvers staðar yfir daginn og passa mig svo á að koma betur undirbúinn inn í nóttina í kvöld. Hreyfing og líkamleg áreynsla skiptir sömuleiðis miklu máli varðandi góðan svefn, við sofum best þegar við erum búin að taka þokkalega vel á því yfir daginn. Nóg er af tækifærunum til þess hér í Mosfellsbæ. Að lokum langar mig að hvetja unga og efni- lega íþróttakrakka í Mosfellsbæ að nýta sér til fullnustu þau frábæru tæki- færi sem bjóðast í bænum. Gera enn betur í túninu heima áður grasið græna hinu megin við lækinn er skoðað. Heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Tveir starfsmenn Mosfellsbæjar voru heiðraðir við hátíðlega at- höfn í Hlégarði Í túninu heima. Þær Kristín Ólöf Jansen og Ásgerður Pálsdóttir eiga báðar 25 ára starfsamæli um þessar mundir. Kristín Ólöf er kennari við Varmárskóla og Ásgerður er starfsmaður í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Þær voru leystar út með gjöf- um en Páll Þórólfsson, sonur Ás- gerðar, tók við viðurkenningunni fyrir hönd móður sinnar sem var stödd erlendis. Heiðraðar fyrir 25 ára starf í þágu bæjarins Kristín og Páll taKa við viðurKenningu í hlégarði www.fastmos.is Sími: 586 8080 Þverholti 2

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.