Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 17
M yn di r/ Ru th Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2017 Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna B. Hansen, framkvæmda-stjóri umhverfissviðs, í síma 525 6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið. Vilt þú starfa sem byggingarfulltrúi hjá Mosfellsbæ? MOSFELLSBÆR ER ÖRT STÆKKANDI SVEITARFÉLAG ÞAR SEM ÁHUGAVERÐ VERKEFNI ERU DAGLEGT VIÐFANGSEFNI. ÞVÍ LEITUM VIÐ AÐ ÖFLUGUM BYGGINGARFULLTRÚA Í TEYMI OKKAR. Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010) og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum. Byggingarfulltrúi starfar á umhverfissviði og leiðir faglega þróun byggingarmála innan sviðsins. Helstu verkefni felast í samskiptum við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þá annast byggingarfulltrúi útgáfu byggingarleyfa, yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta og útgáfu vottorða og skráningu mannvirkja. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Menntunar- og hæfnikröfur:  Prófgráða í verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða byggingarfræði skilyrði  Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg  Að lágmarki fimm ára starfsreynsla skv. 25. gr. mannvirkjalaganna  Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem hönnuður sbr. 25. gr. mannvirkjalaga  Góð tölvukunnátta og þekking á forritum skilyrði  Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum byggingarleyfum er æskileg  Framúrskarandi samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir  Hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli  Sjálfstæð, frumkvæði og öguð vinnubrögð eru nauðsynleg  Önnur skilyrði sbr. ákvæði mannvirkjalaga Yfirþroskaþjálfi/ deildarstjóri í búsetukjarna Mosfellsbær auglýsir eftir yfirþroskaþjálfa/ deildarstjóra í búsetukjarna Við í Þverholti í Mosfellsbæ leitum eftir öflugum og framsæknum starfsmanni til liðs við okkur í fullt starf. Yfirþroskaþjálfi/deildar- stjóri starfar að verkefnum er krefjast sérfræðiþekkingar ásamt almennum störfum með fötluðu fólki í samræmi við ráðningar- samning, samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992 með síðari breytingum og samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málaflokknum. Yfirþroskaþjálfi/deildarstjóri leggur sig fram um að skapa öfluga liðsheild sem stuðlar að samræmdum einstaklingsmiðuðum vinnubrögðum til hagsbóta fyrir þá sem njóta þjónustunnar. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Menntunar- og hæfnikröfur: • Þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg háskólamenntun • Reynsla af skipulagi faglegs starfs á sviði þroskaþjálfunar • Þekking á hug yndafræðinni um þ ónandi leiðsögn • Víðtæk þekking og reynsla af málefnum fatlaðs fólks og á samningi Sameinuðu þjóðanna • Framúrskarandi samskiptahæfileikar • Góð alhliða tölvukunnátta • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi U sók arfrestur er til o með 20. nóvember Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsi gar um starfið veitir Elva Hjálmarsdóttir, forstöðumaður í Þverholti í síma 566-8070. Um fr mtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkom- andi sté tarfélags. Við hvetjum fólk af bá um kynjum til að sækja um starfið. Rúmlega 70 manns mættu á fyrsta opna hús vetrarins hjá fræðsluskrifstofu Mosfellsbæj- ar þann 25. október sl. Að þessu sinni var fyrirlesari Bjarni Fritz- son, rithöfundur, þjálfari og eigandi sjálf- styrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann. Í fyrirlestri sínum fjallaði Bjarni um efni sem hann hafði fyrr í mánuðinum farið yfir með unglingum Mosfellsbæjar á Geð- heilsudeginum þann 5. okt. Besta útgáfan af sjálfum sér Bjarni lagði upp með mikilvægi þess að hver og einn (börn, unglingar og fullorðn- ir) væru leiðtogar í sínu lífi, stefni alltaf að því að vera besta útgáfan af sjálfum sér og hvernig það hafi jákvæð áhrif á geðheilsu. Bjarni fjallaði einnig um mikilvægi þess að nýta tímann vel, taka meðvitaða ábyrga ákvörðun um eigið líf og mikilvægi þess að lifa í núinu. Staðið fyrir opnum húsum í 15 ár Opnu húsin hafa fest sig í sessi hér í bæn- um og hafa verið í gangi í 15 ár. Miðað er við að þau séu haldin síðasta miðvikudag hvers mánaðar yfir vetrarmánuðina og í vetur verða opin hús haldin fjórum sinnum. Næsta opna hús fræðsluskrifstofu verður haldið 29. nóvember og fjallar um systkina- sambönd. Fræðsluskrifstofa Mosfellsbæjar stendur fyrir opnum húsum Fjölmenni á opnu húsi fræðsluskrifstofunnar út fyrir kassann með Bjarna fritzsyni Gangi þér vel! Sex vikna ódagsett dagbók sem hjálpar þér að bæta líf þitt Anna Ólöf 6924005 - heilsudagbokinmin@gmail.com www.mosfellingur.is - 17

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.