Mosfellingur - 09.11.2017, Blaðsíða 22
Íslandsmót í golfi
á Hlíðavelli 2020
Mótanefnd Golfsambands Íslands
hefur samþykkt umsókn GM um
Íslandsmótið í golfi árið 2020. Ís-
landsmótið er stærsti einstaki golf-
viðburður hvers árs og er það mikill
heiður fyrir GM að fá að halda
mótið. Undirbúningur fyrir mótið er
þegar hafinn og mikil tilhlökkun hjá
starfsmönnum GM en ljóst er að um
stórt verkefni er að ræða. Allt kapp
verður lagt á að Hlíðavöllur skarti
sínu fegursta og öll aðstaða fyrir
keppendur verði eins og best verður
á kosið.
Strákarnir komnir á
skrið í Olísdeildinni
Tímabilið hjá meistaraflokki karla í
handknattleik fór brösulega af stað.
Liðið var aðeins með eitt stig eftir
sex fyrstu leikina. Strákarnir hafa nú
rétt úr kútnum og unnið tvo síðustu
leiki gegn botnliðum Víkings og
Gróttu. Í dag, fimmtudag, leikur lið-
ið gegn ÍBV2 í Coca-Cola bikarnum.
Leikurinn fer fram í Vestmanna-
eyjum. Á sunnudaginn leikur svo
liðið annan útileik gegn Fjölni áður
en Afturelding fær heimaleik mánu-
daginn 20. nóvember. Þá kemur
Valur í heimsókn.
- Íþróttir22
Tólf iðkendur úr afrekshópi Aftureldingar
og Fjölnis lögðu land undir fót nýverið.
Haldið var til Skotlands til að taka þátt í
Kobe Osaka æfingabúðum og móti.
Fyrri daginn fóru fram æfingabúðir þar
sem allur hópurinn tók þátt, þ.m.t. Willem
C. Verheul yfirþjálfari félaganna og liðs-
stjórar. Seinni daginn var haldið mót þar
sem keppt var í kata, kumite og gladiator.
Óhætt er að segja að íslenski hópurinn,
sem gekk undir nafninu Team Iceland, hafi
slegið í gegn. Hópurinn rakaði inn verð-
launum og stigu liðsmenn á verðlaunapall
í nánast öllum sínum flokkum. Liðsand-
inn var góður og framkoma keppenda sem
flestir eru í unglingahópi til fyrirmyndar.
Hópurinn sýndi framúrskarandi liðsheild
enda æfa afreksiðkendur þessara tveggja
félaga, Aftureldingar og Fjölnis, saman
þrisvar í viku. Þetta er í þriðja sinn sem fé-
lögin skipuleggja Skotlandsferð með svona
stóra hópa og má segja að hún sé að verða
fastur liður í æfingaári beggja félaga.
Fastur liður hjá afrekshópi Aftureldingar og Fjölnis
Vel heppnuð Skotlandsferð
Team Iceland. Fyrir miðju er Willem C. Verheul yfirþjálfari og til hliðar eru Morris-feðgar, Steve og
Tommy, en Steve hefur séð um að gráða svartbeltara hjá Aftureldingu og Fjölni síðustu ár.
þorgeir gunnar