Mosfellingur - 30.11.2017, Síða 4
Hjalti Úrsus Árnason hefur birt á Facebook
heimildarmyndina „Fall Risans - rangar
sakargiftir“. Þar er fjallað um rannsókn
lögreglu og dómsmál á hendur syni hans,
Árna Gils.
Hjalti sviðsetur atburðarás í meintri
morðtilraun sem sonur hans er dæmdur
fyrir. Þeir feðgar bera lögreglu og saksókn-
ara þungum sökum og segja að verið sé að
fremja dómsmorð á Árna.
„Ég geri þessa heimildarmynd til að upp-
lýsa fólk og birti gögn úr rannsókn málsins.
Það er mikilvægt að vekja athygli á málinu,“
segir Hjalti. „Ekki gleyma Árna Gils.“
„Ég var leiddur í gildru”
„Ég hélt fyrst að hann væri sekur, eins
og ég segi í myndinni. Það hefði þá verið
ákveðin staða en maður er með sterka rétt-
lætiskennd.“
Árni var dæmdur í fjögurra ára fangelsi
fyrir tilraun til manndráps og hefur setið
í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Síðan eru
liðnir 270 dagar og var áfrýjun málsins tek-
in fyrir í Hæstarétti á mánudag.
Í ákærunni kemur fram að hann hafi
veist að manni á bílastæði við sjoppu
í Breiðholti. Eftir stutt átök hefði hann
stungið manninn með hnífi í höfuðið.
Árni segist hafa verið að verjast hnífaárás
fíkils sem hann hafi aldrei séð áður. „Ég var
leiddur í gildru,“ segir Árni en þeir feðgar
telja að öllum líkindum tengist málið ásókn
brotaþola í bótasjóð ríkisins.
Þá lýsir Hjalti því einnig að stúlka sem
ber vitni í málinu hafi verið lyfjuð og fengið
loforð um að fá helming bóta ef hún breyti
ekki röngum framburði sínum.
„Brotaþoli kom sjálfur með hnífinn á
vettvang og lét hann líka hverfa eftir at-
burðinn. Saksóknari hefur sjálfur viður-
kennt það.“
Brotaþoli hefur skaðað sig sjálfur
„Skaðinn sem brotaþolinn varð fyrir
gerðist ekki á þessum vettvangi heldur var
hann höfuðkúpubrotinn fyrir,“ segir Hjalti
og bendir á að maðurinn hafi ekki leitað sér
aðstoðar á spítala fyrr en 40 mínútum síðar.
Þá hafi hann verið alblóðugur og í miklu
verra ástandi en þegar þeim Árna lenti
saman. Ekkert blóð fannst á vettvangi og
tæknideild lögreglunnar ekki kölluð til.
„Þetta stemmir alls ekki. Hann hefur
skaðað sig sjálfur. Þetta er blákaldur raun-
veruleiki.“
Styttist í frelsun Árna
„Það er verið að fremja á mér réttarmorð
og öllum er sama,“ segir Árni Gils og segir
sekt sína hafa verið ákveðna á staðnum.
Hjalti neitar því ekki að Árni sé búinn að
eiga í vandræðum með fíkniefni og áfengi.
Hann hafi áður lent í minniháttar útistöð-
um við lögreglu og eflaust ekki sá vinsælasti
en þess má geta að Árni er 2,05 m á hæð og
180 kg.
Málið var tekið fyrir í Hæstarétti á mánu-
dag og segir Hjalti niðurstöðu að vænta eft-
ir nokkrar vikur. „Það tekur vonandi ekki
langan tíma að fá niðurstöðu og ég trúi því
ekki að þessi vinnubrögð verði samþykkt.
Vonandi styttist í frelsun Árna.“
Glíma við nýtt Geirfinnsmál
„Heimildarmyndin hefur vakið gríðalega
athygli og ég fæ alls staðar mjög góð við-
brögð en fólki er brugðið eins og auðvitað
mér sjálfum,“ segir Hjalti. „Þetta er nýtt
Geifinnsmál sem er að gerast beint fyrir
framan nefið á okkur.
Árni er búinn að vera ótrúlega hraustur
meðan hann hefur setið inni en fyrir mán-
uði síðan fór heilsunni að hraka og andlegt
ástand er orðið slæmt. Það slæmt að ég er
hræddur um hann.
Ef hann verður dæmdur í Hæstarétti
munum við fara með þetta fyrir Mannrétt-
indadómstól Evrópu,“ segir Hjalti.
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið HelGiHald næStu vikna
Sunnudagur 3. desember
1. sunnudagur í aðventu
Kl. 11:00 Guðsþjónusta
í Lágafellskirkju
Sr. Arndís Linn
Sunnudagur 10. desember
2. sunnudagur í aðventu
Kl. 11:00 Lokastund barnastarfsins
í Lágafellskirkju
Jólasveinninn kemur í heimsókn
Sunnudagur 10. desember
Kl. 20:00 Aðventukvöld í Lágafellskirkju
Báðir prestar
Sunnudagur 17. desember
3. sunnudagur í aðventu
Kl. 11:00 Guðsþjónusta í Lágafellskirkju
Sr. Arndís Linn
SÓkn Í SÓkn
– liFandi SaMFÉlaG
Sjálfstæðisflokkurinn
efnir til prófkjörs
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna
í Mosfellsbæ hefur samþykkt að
halda prófkjör fyrir sveitarstjórnar-
kosningarnar
sem fram fara
á næsta ári.
Tillaga þess
efnis var sam-
þykkt á fundi
fulltrúaráðsins
síðastliðinn
fimmtudag. Prófkjörið fer fram
laugardaginn 10. febrúar 2018 og
framboðsfrestur rennur út fimmtu-
daginn 18. janúar. Á fulltrúaráðs-
fundinum lýsti Haraldur Sverrisson,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar, því yfir
að hann hygðist gefa áfram kost á
sér sem oddviti framboðslistans.
Upplestrar á Gljúfra-
steini á aðventunni
Senn líður að aðventu og því komið
að árlegum upplestrum á Gljúfra-
steini sem nú eru haldnir í þrett-
ánda sinn. Upplestrarnir hafa fest
sig í sessi í dagskrá safnsins og eru
góð slökun í amstri dagsins, fjarri
skarkalanum sem oft vill einkenna
desember. Í ár kennir ýmissa grasa
og mörg fremstu skáld þjóðarinnar
verðlauna þá gesti sem leggja
leið sína að húsi skáldsins með
því að lesa upp úr nýútkomnum
verkum sínum. Forskot var tekið á
aðventuna síðasta sunnudag þegar
upplestraröðin hófst en lesturinn
hefst kl. 16 á sunnudögum. Að-
gangur er ókeypis á meðan húsrúm
leyfir. Þann 3. desember mæta
Jón Kalman Stefánsson, Kristín
Ómarsdóttir, Oddný Eir og Friðgeir
Einarsson. Nánar um dagskrána má
finna á gljufrasteinn.is.
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64
Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu endurhæfingarstofnuninni
nýlega 17 vönduð rúm úr 100% náttúrulegum efnum frá sænska
fyrirtækinu Hästens ásamt yfirdýnum, dúnsængum og koddum.
Rúmin hafa þegar verið sett upp í herbergjum fyrir dvalargesti
á Reykjalundi í stað eldri og um margt úr sér genginna rúma sem
þar voru áður. Verðmæti gjafarinnar er um 2,8 milljónir króna
og hafa Hollvinasamtökin nú afhent Reykjalundi búnað fyrir
rúmlega tíu milljónir króna á þessu ári.
Á myndinni má sjá þegar Haukur Leósson (t.v.) formaður Holl-
vinasamtaka Reykjalundar afhendir Birgi Gunnarssyni, forstjóra
Reykjalundar rúmin formlega í vikunni að loknum stjórnarfundi
í samtökunum.
Vönduð rúm að verðmæti 2,8 milljónir
Hollvinasamtökin gefa
reykjalundi 17 rúm
haukur og birgir
á reykjalundi
Hjalti Úrsus sviðsetur meinta morðtilraun sonar síns • Á von á því að Árni verði sýknaður
„Nýtt geirfiNNsmál beiNt
fyrir framaN Nefið á okkur“
Kombó
tilboð
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
franskar + coke 0,5 l + Freyju Lakkrís draumur
El reno
ÁLFHEIMUM
GULLINBRÚ
NORÐLINGAHOLTI
MOSFELLSBÆ
AKRANESI
BORGARNESI
STYKKISHÓLMI
SKAGASTRÖND
SIGLUFIRÐI
ÓLAFSFIRÐI
DALVÍK
REYÐARFIRÐI
NESKAUPSTAÐ
HELLU
SELFOSSI
HÚSAVÍK
við erum á olís
Grill66.is
999
krónur
tilboðiðgildir23. nóvember-3. desember
úr heimildarmyndinni
hjalti úrsus og árni gils vonast
til þess að málið fái farsælan endi
Aðventukvöld
aðventukvöld lágafellssóknar
verður haldið eins og áður
annan sunnudag í aðventu
þann 10. desember kl. 20:00.
Vegleg dagskrá í tónum og tali.
allir hjartanlega velkomnir.
Vilja reisa búðir fyrir
erlenda verkamenn
Fyrirtækið Somos ehf. hefur farið
þess á leit við Mosfellsbæ að fá leyfi
til uppsetningu starfsmannabúða
fyrir erlenda starfsmenn félagsins.
Í erindi Somos til Mosfellsbæjar
kemur fram að félagið hafi útvegað
stórum verktökum iðnaðarmenn frá
Póllandi. Í því ástandi sem ríkir á
húsnæðismarkaði hafi þurft að afla
húsnæðis fyrir umrædda starfs-
menn annaðhvort utan höfuðborg-
arsvæðisins eða í húsnæði sem kosti
umtalsvert meira en starfsmennirn-
ir eru tilbúnir að greiða.