Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 8
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu námskeið fram undan Nóg verður um að vera í haust, bæði ný og gömul og góð námskeið. Allt er þetta háð þátttöku og verða námskeið ekki haldin nema þátttaka verði næg. Þeir sem hafa áhuga endilega hafi samband við Félagsstarfið í síma 586-8014 eða 698-0090. Minnum á að félagsstarfið er fyrir alla eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa í Mosfellsbæ. Endilega komið og kíkið á okkur alla virka daga milli kl. 13:00-16:00, lofum að alltaf verði vel tekið á móti ykkur. T.d. byrjar glernámskeið 1. sept., tréútskurður byrjar 7. sept. og postulíns- námskeið byrjar 14. sept. Línudans byrjar í október. Leirnámskeið byrjar 4. sept. Félagsvist byrjar í sept. og einnig ætlum við að hafa bingó í haust. Gaman saman byrjar 21. sept. kl. 13:30. Perluhópur Jónu er byrjaður og alltaf pláss fyrir nýja meðlimi. Bridge, Kanasta og ýmislegt fleira verður í boði. Fullt af skemmtilegum örnámskeiðum og margt skemmtilegt í bígerð svo endilega fylgist með í Mosfellingi eða á Facebook-síðu okkar. Ef þið hafið tillögur að námskeiðum eða hugmyndum um starfið endilega setjið ykkur í samband við forstöðumann félagstafsins, hana Elvu Björgu sem er við alla virka daga á skrifstofu félagsstarfsins milli kl. 13:00- 16.00 virka daga. Opið hús í túninu heima Kíkið í opið hús til okkar laugardaginn 26. ágúst á Í túninu heima kl. 13-15 á Hlaðhömrum. Þar verður vetrardagskráin betur kynnt og skráningar á námskeið. Kaffi á könnunni og Vorboðarnir taka lagið :) leikfimi fyrir eldri borgara Byrjar fimmtudaginn 7. sept. Kennari er Karin Mattson og verða tveir hópar. Hópur 1 kl. 10:45 - áhersla á aðeins léttari leikfimi, hentar vel veikburða fólki og fólki með grindur. Hópur 2 kl. 11:15 - almenn leikfimi, fyrir þá sem eru í ágætis formi. Leikfimin er gjaldfrjáls og er liður í því að búa í heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ. Kennt er í leikfimisalnum á Eirhömrum. Öllum velkomið að mæta og vonum við svo sannarlega að fólk nýti sér leikfimina. Dagskrá FaMos Íþróttadeild haust 2017 er í fullri vinnslu og verða tímasetningar komnar alveg á hreint á opna húsinu Í túninu heima. Heimsókn í laVa setrið Hvolsvelli 12. sept Þann 12. september verður boðið upp á dagsferð á Suðurlandið ef lágmarks- þátttaka næst, 35 manns. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá gamla kaupfélaginu og farið verður í heimsókn í nýlega opnaða eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöð Íslands, LAVA á Hvolsvelli. Á safninu gefst gestum kostur á að fræðast um jarðfræðina í stóru gagnvirku sýningarrými sem meðal annars inniheldur jarðskjálftahermi, möttulstrókinn undir Íslandi, kvikugang, hraunflæði og eldgosasýningu í sérstökum kvikmynda- og fyrirlestrarsal. Ef tími gefst til er áætlað að fara í Steina- verksmiðjuna Steinastein. Verð í þessa ferð er 9.500 kr og innfalið er hlaðborð í hádeginu, aðgangseyrir með kvikmynda- sýningu og rútuferð. Athugið að það þarf að borga ferðina fyrir 7. sept. á skrifstofu félagsstarfsins sem er opin alla virka daga milli kl. 13:00-16:00. Skráning í ferðina er á þátttökublaði í handverksstofu eða á elvab@mos.is. lJÓsÁlFar- BasarHÓPur Vilt þú vera með okkur í hóp að gera fallega muni fyrir basarinn sem verður 18. nóvember 2017? Ef svo er þá erum við alla þriðjudaga kl. 13:00 á Eirhömrum að skemmta okkur saman og hlæjum mikið og töfrum fram fallega muni. Allt efni er útvegað á staðnum og er því ekkert nema að mæta með góða skapið, allir velkomnir að vera með. Hlökkum til að sjá ykkur öll :) - Fréttir úr bæjarlífinu8 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Kjúklingafestivalið haldið í fjórða sinn Hjalti Úrsus býður til matarveislu ársins í Mosfellsbæ laugardaginn 26. ágúst. Kjúklingafestivalið hefur fest sig í sessi á bæjarhátíðinni og stækkar með hverju árinu. Festivalið fer fram við íþróttamiðstöðina að Varmá kl. 14-16. „Kjúklingafram- leiðendur sem dags daglega eru í harðri samkeppni koma saman í einn dag, sameina krafta sína og kynna fyrir fólki þennan holla og góða mat,“ segir Hjalti Úrsus. „Mos- fellsbær hefur alltaf verið þekktur sem kjúklingabær og stendur svo sannarlega undir nafni.“ Ýmsar nýj- ungar verða á festivalinu í ár ásamt fjölbreyttum skemmtiatriðum. Hjalti hvetur Mosfellinga til að líta við og fá sér smakk. Haldið er upp á 30 ára afmæli Mosfells- bæjar um þessar mundir. Af því tilefni hefur bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkt að framvegis standi íbúum Mosfellsbæjar til boða ókeypis bókasafnskort. Markmiðið er að hvetja til lesturs og minna á bókmenntaarf Mosfellsbæjar. Í bænum er öflugt og vel sótt bókasafn sem þjónar bæjarbúum og hefur þróast með bænum í gegnum tíðina. Saga Bókasafns Mos- fellsbæjar nær aftur til ársins 1890 með stofnun Lestrar- félags Lágafellssóknar og er saga þess samofin þróun byggðar í Mos- fellsbæ. ráðist í hönnunarsamkeppni Tilkynnt var um þessar afmælisgjafir á hátíðardagskrá í Hlégarði sem fram fór á af- mælisdaginn 9. ágúst. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri kynnti auk þessa nýjar stefnu- áherslur og framtíðarsýn fyrir starfsemi Mosfellsbæjar. Hún verður kynnt nánar fyrir íbúum á næstunni. Bæjarfulltrúar kynntu einnig að ráðist verði í hönnunarsamkeppni vegna merkinga við bæj- armörk Mosfellsbæjar og keypt leiktæki í Ævintýragarðinn sem er staðsettur í Ullarnesbrekkum. Garðurinn hefur verið í uppbyggingu síðustu 10 ár og var einmitt afmælisgjöf til bæjarins á tuttugu ára afmæli hans. Unnið hefur verið ötullega að gróðursetningu og uppbyggingu síðustu ár. Í Ævintýragarðinum er hundagerði, frisbígolfvöllur, bekkir og stígar og leiktæki fyrir börn. Samþykktir í tilefni 30 ára afmælis • Merkingar við bæjarmörk • Leiktæki í Ævintýragarð Ókeypis bókasafnskort fyrir íbúa Árleg sultukeppni í Dalnum um helgina Útimarkaðurinn að Mosskógum er nú í miklum blóma en hann hefur verið opinn alla laugardaga frá því í byrjun júlí. Sultukeppni er orðin að föstum lið og fer hún fram á laug- ardaginn. Þá fjölmenna sælkerar á svæðið ýmist til að taka þátt eða smakka. Úrslit verða tilkynnt kl. 15 en markaðurinn opnar kl. 10 um morguninn. Skila þarf inn sultum í keppnina fyrir kl. 12 sama dag. Mosfellingurinn Bernhard Linn Hilmarsson fór nýverið til Írans og tók fyrstur Íslendinga þátt í Ólympíuleikum í forritun. Keppnin var haldin í Tehran en 308 keppendur frá 84 löndum tóku þátt og var þetta í 29. skiptið sem keppnin er haldin. „Þetta var alveg magnað að fá að taka þátt í þessari keppni. Mér gekk vel, sérstaklega fyrri daginn, en aðeins síður seinni daginn. Ég hlaut bronsverðlaun og er bara ánægður með það. Helmingur keppenda fær bronsverðlaun, einn fjórði silfur og einn tólfti gull. Þar að auki er einn sem stendur uppi sem sigur- vegari sem hlýtur aðalverðlaun,“ segir Benni sem útskrifaðist af tölvubraut frá Tækniskólanum síðastliðið vor. Hefur lengi haft áhuga á forritun Keppni í forritun gengur út á að keppendur leysi stærðfræðileg dæmi og hafa til þess ákveðinn tíma, finna lausn og búa til kóða sem er keyrður á móti gögnum. „Ég hef lengi haft áhuga á forritun, alveg frá 14 ára aldri. Eftir að ég kláraði Varmárskóla fór ég í Tækniskólann á tölvubraut þar sem ég lærði forritun. Ég stefni á að halda áfram að taka þátt í keppnisforritun með háskólanáminu. Svo er aldrei að vita hvert þetta leiðir mann. En í raun er þetta fag, keppnisforritun, bara auka grein með náminu. Maður getur tæknilega séð ekki unnið við þetta en reynslan og færnin hjálpar manni klárlega þegar maður fer á vinnumarkað- inn,“ segir Benni sem nýverið hóf nám í tölvunarstærðfræði við Háskólann í Reykjavík. Bernhard Linn tók fyrstur Íslendinga þátt í Ólympíuleikum í forritun • Hlaut brons benni keppti í forritun í Íran Benni sáttur með Bronsið augl skýjaluktir í Bymos til í öllum hátíðarlitum Skýjaluktirnar fáSt í BymoS í öllum hverfalitunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.