Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 52

Mosfellingur - 22.08.2017, Blaðsíða 52
 - Aðsendar greinar52 Þjónusta við mosfellinga www.bmarkan.is Þorsteinn Lúðvíksson 865 7518 Leirutangi 35a 270 Mosfellsbær Sími: 865 7518 Netfang: steinismidar@gmail.com Öll almenn trésmíðavinna Viðhald fasteigna Sólpallar og girðingar Uppsetning á innréttingum Þorsteinn Lúðvíksson 865 7518 Leirutangi 35a 270 Mosfellsbær Sími: 865 7518 Netfang: steinismidar@gmail.com Öll almenn trésmíðavinna Viðhald fasteigna Só p l ar og girðingar Uppsetning á innréttingum Opnunartími sundlauga lágafellslaug Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00 Varmárlaug Virkir dagar: 06:30-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00 Meindýraeyðing - Myglusveppur - uppsetning gæðakerfa Cultus ehf. býður upp á alla þjónustu á meindýravörnum og meindýraeyðingu fyrir fyrirtæki, einstaklinga og húsfélög sem og þjónustu við að finna og greina myglusvepp. Cultus ehf. tekur einnig að sér uppsetningu á gæðakerfum fyrir lítil og stór fyrirtæki. Áratuga löng reynsla. Uppl. gefur Jóhann Þór Ragnarsson í s. 780-4481 eða johannragn@gmail.com Vilt þú taka þátt í skemmtilegu sjálf- boðastarfi á vegum Rauða krossins? Hér í Mosfellsbæ er starfrækt ein af 42 deildum Rauða krossins á Íslandi. Við sinnum mörgum verkefnum í nær- samfélaginu og hefur deildin virkan hóp sjálfboðaliða sem koma að ýmsu hjálp- arstarfi. Allir ættu að finna eitthvað sem vekur áhuga þar sem verkefnin eru bæði fjölbreytt og gefandi. Í starfi okkar er bæði að finna fasta liði sem og verkefni sem unnin eru eftir þörfum. Heimanámsaðstoðin verður áfram á bóka- safni Mosfellsbæjar á þriðjudögum milli klukk- an 14 og 16 í vetur en þar gefst börnum í 1.-10. bekk tækifæri á að fá aðstoð með heimanám. Þar eru allir velkomnir og sér í lagi þeir sem eiga við námsörðugleika að stríða, hafa íslensku sem annað tungumál eða vilja félagsskap við heima- lærdóminn. Á miðvikudögum klukkan 13-16 hittast sjálf- boðaliðar í verkefninu Föt sem framlag þar sem prjónuð eru, hekluð og saumuð föt fyrir hjálpar- starf innan- og utanlands. Útbúnir eru fatapakk- ar fyrir 0-12 ára börn í Hvíta Rússlandi. Þar eru kaldir og langir vetur og mikil þörf fyrir hlýjan og góðan fatnað. Í Þverholti er heitt á könnunni og góður félagsskapur. Viltu skipta, barnafataskiptimarkaður fyrir 12 ára og yngri, er opinn í Rauðakrosshúsinu á miðvikudögum milli 13-16. Markaðurinn er ávallt opinn meðan starfsemi er í húsinu. Þarna gefst foreldrum og forráðamönnum tækifæri á að koma með föt sem eru orðin of lítil og skipta þeim í stærri. Þetta er bæði fjárhagslega hag- kvæmt og náttúruvænt. Heimsóknavinir er félagslegt verkefni þar sem sjálfboðaliðar heimsækja fólk í nærsamfélaginu. Það er vinanna að ákveða hvað felst í heimsókn- unum en það getur verið spjall, gönguferðir, ökuferðir, upplestur, handavinna og þannig mætti lengi telja. Helsta hlutverk heimsókna- vina er þó fyrst og fremst að veita fé- lagsskap, nærveru og hlýju. Gönguvinir hittast fyrir utan Rauða- krosshúsið á mánudögum og fimmtu- dögum klukkan 16:15 og fara í létta gönguferð í góðum félagsskap. Fjöldahjálparstöðvar eru opnaðar þegar á þarf að halda og sjá sjálfboða- liðar okkar um það ásamt liðsstyrk úr öðrum deildum. Þetta er mikilvægur þáttur í neyðarað- stoð þegar á þarf að halda. Þar er þolendum séð fyrir helstu grunnþörfum eins og mat, fatnaði og umfram allt húsaskjóli. Ýmis þjónusta kemur einnig inn í þessa neyðaraðstoð eins og skyndi- hjálp, sálrænn stuðningur, sálgæsla, ráðgjöf og upplýsingagjöf. Rauði kross Íslands heldur fjölmörg námskeið fyrir sjálfboðaliða sína ár hvert og hefur verið boðið upp á ýmis námskeið og fyrirlestra hjá deildinni okkar í Mosfellsbæ, sem dæmi má þar nefna skyndihjálparnámskeið, Börn og umhverfi og sálrænn stuðningur. Deildin hefur sinnt málefnum hælisleitenda sem staddir eru í Arnarholti og áður einn- ig í Víðinesi. Þar höfum við reynt að gera dvöl þeirra þægilegri með því að sinna félagslegum þörfum þeirra. Það hefur verið gert með því að bjóða upp á samveru við hin ýmsu tækifæri, halda enskunámskeið og útvega reiðhjól til af- nota. Fram undan er svo áframhaldandi þróun á þessu verkefni og alltaf vantar sjálfboðaliða og nýjar hugmyndir. Ef þú vilt slást í hópinn og láta gott af þér leiða, tökum við hjá Rauða krossinum í Mos- fellsbæ vel á móti þér í Þverholti 7 en einnig er hægt að skrá sig á heimasíðu Rauða krossins: www.raudikrossinn.is. Nánari upplýsingar í síma 564 6035. Ásgerður Inga Stefánsdóttir sjálfboðaliði Rauða krossins og kennari í Varmárskóla Hefur þú tíma aflögu? Friðargúrúinn Sri Sri Ravi Shanker kom til Ís- lands á dögunum. Shankar er 61 árs gamall Indverji sem stofnaði mannúðar- og hugleiðslu- samtökin Art of Living árið 1981. Talað er um Shankar sem mannúðarfrömuð og andlegan leiðtoga, sendiherra friðar og mannlegra gilda. Eitt af markmiðum Art of Living stofnunar- innar er að rækta lífrænt og rækta skóg og hafa milljónir plantna verið gróðursettar víðsvegar um heim að þeirra frumkvæði. Shankar kom við í náttúrugarðinum í Mel- túnsreit í Mosfellsbæ þar sem Skógræktarfélag Mosfellsbæjar tók á móti honum. Þar plantaði hann fallegri reyniviðarplöntu og færði formað- ur skógræktarfélagsins Shankar tréplatta með áletrun við sama tilefni. Friðargúrúinn Sri Sri Shankar gróðursetur í Meltúnsreitnum skógræktarfélagið tók á móti shankar Næsta blað kemur út: 7. september Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 4. september.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.