Mosfellingur - 07.01.2016, Page 4
Sr. Skírnir Garðarsson hefur látið af störfum
í Lágafellssókn en hann hefur starfað við
hlið Ragnheiðar Jónsdóttur sóknarprests
síðastliðin tæp sjö ár. Staða prests í Mos-
fellsprestakalli er því laus til umsóknar og
ljóst þykir að brauðið verði eftirsóknar-
vert.
Talsvert hefur verið fjallað um málefni
sóknarinnar á síðustu vikum en bæði
Skírnir og Ragnheiður hafa verið í leyfi frá
störfum síðustu vikur vegna óánægju innan
sóknarinnar. Tveir afleysingaprestar hafa
þjónað Mosfellingum yfir hátíðarnar.
Kosningar færast í vöxt
Samkvæmt starfsreglum um val á presti
fer almenn prestskosning fram, riti þriðj-
ungur atkvæðisbærra sóknarbarna undir
viljayfirlýsingu þess efnis. Það þýðir að
safna þarf um 2.000 undirskriftum.
Stuðningshópur Arndísar G. Bern-
hardsdóttur Linn er farinn af stað með
undirskriftasöfnun en færst hefur í vöxt að
sóknarbörn leiti þessarar leiðar og fari fram
á prestskosningu í stað þess að valnefnd
velji sóknarprest.
Mosfellingar hafi val
„Við vonumst til þess að Mosfellingar
taki þessari áskorun vel og vilji hafa um
það að segja hver muni gegna stöðu prests í
sókninni,“ segir Helga Kristín Magnúsdóttir
talsmaður stuðningshóps Arndísar Linn.
„Við erum ekki í neinum vafa um það
hver er best til þess fallin að verða prestur í
Lágafellssókn. Það er hún Arndís Linn sem
starfað hefur við sóknina í fjölda ára. Hún
er rótgróinn Mosfellingur og vel liðin meðal
sóknarbarna. Okkur finnst vega þyngra að
viðkomandi sé í sterkum tengslum við sína
heimabyggð heldur en starfsreynsla í árum
talið innan þjóðkirkjunnar.
Við erum vongóð um að við náum til-
teknum fjölda undirskrifta og kosningar fari
fram. Með undirskrift um prestskosningu er
þó ekki verið að lýsa yfir stuðningi við einn
frambjóðanda frekar en annan. Heldur er
verið að fara fram á að Mosfellingar hafi
val og láti sig málefni sóknarinnar hér í bæ
varða,“ segir Helga Kristín.
Á næstu dögum verður gengið í hús og
safnað undirskriftum en listi mun einnig
liggja frammi í Fiskbúðinni Mos.
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64
HelgiHald næstu viKna
sunnudagur 10. janúar
Guðsþjónusta
í Lágafellskirkju kl. 11:00
Sr. Birgir Ásgeirsson
Sunnudagaskólinn hefst
aftur eftir jólafrí kl. 13:00
Batamessa kl. 17:00
Sr. Arndís Linn
sunnudagur 17. janúar
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Sr. Kristín Pálsdóttir
sunnudagur 24. janúar
Gospelmessa að kvöldi
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00
Sr. Birgir Ásgeirsson
sunnudagaskólinn er á sunnudögum
kl. 13:00 í Lágafellskirkju
TTT - starf fyrir krakka á aldrinum
tíu til tólf ára í safnaðarheimilinu
2. hæð kl. 16:00 á mánudögum.
Hefst 11. janúar.
Allar upplýsingar um safnaðarstarf
Lágafellssóknar er að finna á heimasíðu
kirkjunnar www.lagafellskirkja.is
Forvitnilegar
kynlífslýsingar
Lestrarfélagið Krummi veitir árlega
verðlaun fyrir forvitnilegustu
kynlífslýsinguna í nýútkomnum
bókum. Félagið hefur tilnefnt sex
bækur í þennan kynlega flokk og
þar á meðal eru tvær skáldsögur
eftir Mosfellinga, Spiritus fossis
eftir Bjarka Bjarnason og Eitthvað
á stærð við alheiminn eftir Jón
Kalman Stefánsson. Verðlaunin
verða veitt í febrúar.
Auglýst eftir presti við hlið sr. Ragnheiðar • Safna undirskriftum þriðjungs sóknarbarna
farið fram á prestskosningu
í stað ákvörðunar valnefndar
Stuðningshópur
Arndísar Linn
hefur stigið fram og
vill prestskosningu.
Arndís hefur starfað
við Lágafellssókn
á annan áratug.
Hún útskrifaðist
sem guðfræðingur 2008 og var vígð til
prestsþjónustu í Kvennakirkjunni 2013.
StuðningShópur DíSu linn
LágafeLLskirkja
í MosfeLLsbæ
Óski minnst þriðjungur atkvæðis-
bærra sóknarbarna í prestakalli
þess, að almenn prestskosning fari fram
er skylt að verða við því. Skrifleg ósk
um kosningu skal hafa borist biskupi
eigi síðar en að hálfum mánuði liðnum
frá þeim degi er kallið var auglýst laust
til umsóknar.
(Starfsreglur um val og veitingu
prestsembætta nr. 1109/2011, 15. gr.)
þriðjung þarf til
Undirbúningur árlegs þorrablóts Aftureld-
ingar stendur nú sem hæst, en það fer fram
í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 23.
janúar. Miðasala er þegar hafin á Hvíta
Riddaranum, en borðapantanir fara fram
fimmtudaginn 14. janúar kl. 19:30 – 20:30,
einnig á Hvíta Riddaranum.
„Undanfarin tvö ár hefur verið uppselt
hjá okkur og í ár ætlum við að stækka salinn
aðeins og vera bæði með hring- og lang-
borð. Við ætlum að bjóða upp á 10 manna
hringborð sem eru seld í heilu lagi ásamt
fljótandi veigum og hægt er að velja þessi
borð strax þegar þau eru keypt,“ segir Ásgeir
Sveinsson varaforseti þorrablótsnefndar.
lambalæri fyrir þá sem ekki vilja þorra
„Ég er mjög spenntur fyrir því að
skemmta í Mosó,“ segir Sóli Hólm sem verð-
ur veislustjóri kvöldsins. „Þetta er þorrablót
sem ég hef heyrt talað um sem eitt af þeim
allra skemmtilegustu. Hef heyrt að þangað
mæti bara fólk með góðan húmor og söng
í hjarta. Umhverfi sem ég og gítarinn minn
pössum vel inn í,“ segir Sóli en Ingó Veður-
guð ásamt Sverri Bergmann munu svo sjá
um fjörið á dansgólfinu. Tríóið Kókos mun
taka vel á móti veislugestum og Geiri í Kjöt-
búðinni sér um veitingarnar og býður upp
á hefðbundinn þorramat ásamt lambalæri
og Bearnaise fyrir þá sem ekki treysta sér
í þorrann.
„Sú hefð hefur skapast að hópar komi
og skreyti borðin sín. Mikill metnaður er
í skreytingum og góð stemning í salnum
þegar þetta fer fram. Skreytingarnar fara
fram kl. 12-13:30 á blótsdegi,“ segir Ásgeir
og hvetur alla til að fylgjast með framgangi
mála á Facebook-síðu þorrablótsins.
Þorrablót Aftureldingar verður nú haldið
í 9. skipti í þeirri mynd sem það er nú.
Þorrablót Aftureldingar fer fram laugardaginn 23. janúar • Borðaskreytingar í hádeginu
Með góðan húmor og söng í hjarta
Rafræn kosning um
íþróttakarl og konu
Búið er að tilnefna 17 einstaklinga
til íþróttakarls og -konu Mosfells-
bæjar 2015. Átta karlar eru tilnefnd-
ir og níu konur. Íþróttafólkið er
kynnt betur til sögunnar annars-
staðar í blaðinu. Bæjarbúum gefst
kostur á, ásamt aðal- og varamönn-
um í íþrótta- og tómstundanefnd,
að kjósa um tilnefningarnar.
Kosningin fer fram á vef Mosfells-
bæjar www.mos.is dagana 7.-15.
janúar. Velja skal karl í 1., 2. og 3.
sæti sem og konu í 1., 2. og 3. sæti.
Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 21.
janúar kl. 19 í íþróttamiðstöðinni að
Varmá. Þangað eru allir velkomnir.
Á myndinni hér að ofan má sjá
íþróttamenn Mosfellsbæjar 2014,
þau Kristján Þór Einarsson og
Brynju Hlíf Hjaltadóttur.
gLeði á þorrabLóti
Hirðing jólatrjáa
10. og 11. janúar
Félagar í handknattleiksdeild Aftur-
eldingar munu aðstoða bæjarbúa
við að fjarlægja jólatré sín og koma
þeim í viðeigandi endurvinnslu
og kurlun. Þeir verða á ferðinni
sunnudaginn 10. og mánudaginn
11. janúar. Þeir bæjarbúar sem
vilja nýta sér þessa þjónustu eru
vinsamlegast beðnir um að setja
jólatrén út fyrir lóðamörk fyrir þann
tíma og ganga þannig frá þeim að
þau geti ekki fokið og valdið tjóni.
Einnig geta íbúar losað sig við
jólatré í Sorpu án endurgjalds.
w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s