Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum GlEðilEGt nýtt ár oG hlökkum til að sjá sEm flEsta á nýju ári opið hús/ menningarkvöld famos Mándaginn 11. janúar kl. 20:00 verður fyrsta Opið hús/menningarkvöld á þessu ári í Hlégarði. „Kynslóðabilið“ spilar, syngur og trallar og Haukur Ingibergsson formaður LEB fjallar um málefni eldri borgara. ýmsar fréttir Fyrstu tímar Íþróttadeildar FaMos 2016 eru eftirfarandi: Vatnsleikfimi byrjar 11. jan. Boccia byrjar 12. jan og ringó þann 14. jan. leikfimi byrjar á Eirhömrum fimmtudag- inn 14. jan kl. 10:45 sem er auðveldari leikfimi, ætlað fyrir fólk með lélegt jafnvægi og grindur og þá sem kjósa ró- legri tíma. 11:15 er almenn leikfimi. Allir velkomnir, leikfimin er gjaldfrjáls og liður Mosfellsbæjar í að búa í Heilsueflandi samfélagi. Kennari er Karin Mattson. tréútskurður byrjar 13. jan kl. 19:00. Kennari er Stefán Haukur. Bókbandsnámskeið byrjar einnig í janúar og verður kennt á þriðjudögum. Kennari er Ragnar. módelsmíði byrjar fimmtudaginn 7. jan. n.k. kl. 16:00 á sama tíma og áður. Kennari er Erling Markús Andersen. Postulínsnámskeið verður í boði á vorönn, glernámskeið, myndlistin, spænskunámskeið, línudans og dansleikfimin verður á sínum stað, ekki má gleyma brigde á miðvikudögum, félagsvistinni annan hvern föstudag og Gaman saman á fimmtudögum. leshringur heldur áfram göngu sinni og hittist einu sinni í mánuði. Stundaskrá með nánari tímasetningum verður birt í næsta Mosfellingi ásamt fleiri dagskrárliðum. Minnum á að handverksstofan er opin alla virka daga frá 13:00-16:00. Leiðbein- endur eru alla daga nema föstudaga og eru það þær Stefanía og Guðbjörg. Verið hjartanlega velkomin í okkar skemmtilega starf. - Fréttir úr bæjarlífinu6 félaG aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Sigrún Geirsdóttir vann það þrekvirki á árinu 2015 að synda fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið. Sigrún sem hefur stund- að sjósund undanfarin ár og hafði áður synt boðsund í tvígang yfir Ermarsundið sem varð kveikjan að því að hana langaði að gera þetta ein. Ermarsundið er stundum kallað „Mount Everest sundmanna,“ en að synda yfir sund- ið er eitt og sér mikið afrek, en þrekvirki Sigrúnar verður líklega seint leikið eftir. Bakgrunnur Sigrúnar í íþróttum er enginn og lærði hún skriðsund fyrir þremur árum síðan. Þetta afrek hennar er því ótrúlegt. Ótrúlegur heiður „Þetta er æðislegt, ég var tilnefnd sem maður ársins af ýmsum fjölmiðlum en það er ótrúlegur heiður að hljóta nafnbótina Mosfellingur ársins, það er svakalega skemmtilegt,“ segir Sigrún og bætir við að hún sé alltaf endurnærð þegar hún komi upp úr sjónum, skilji áreiti og áhyggjur eftir og finni fyrir meiri jarðtengingu. „Þegar ég ákvað að fara í þetta sund átti ég ekki von á allri þessari athygli, ég er nú frekar feimin og því er þetta bæði gaman og erfitt. Þetta var ótrúlegt ævintýri og ég er mjög stolt af sjálfri mér að hafa klárað sundið og ekki gefist upp þrátt fyrir mikið mótlæti á leiðinni.“ samsvarar 1.254 ferðum í lágafellslaug Vegalengdin beint yfir sundið er 33 km en ég synti 62,7 km á 22 klukkustundum og 34 mínútum. „Ég byrjaði vel en eftir rúmlega þrjá klukkutíma varð ég sjóveik og kastaði upp eftir hverja matargjöf í sjö tíma. Þegar ég var búin að synda í 10 klukkutíma komst ég þó yfir sjóveikina, þá var brugðið á það ráð að gefa mér súkkulaði, kók og Jelly Babies að borða. Það er líklega einsdæmi að einhver hafi synt yfir Ermarsundið á þessu fæði.“ Vegalengdin sem Sigrún synti samsvarar 1.254 ferðum fram og til baka í Lágafells- laug og það í gríðarlega miklum straumum, öldum og að hluta til í svarta myrkri. snýst um rétta hugarfarið Sund Sigrúnar hefur vakið mikla athygli. „Ég hef haldið þónokkra fyrirlestra og mér finnst það voða skemmtilegt. Ég fjalla þá um undirbúninginn en hann er rosalega mikilvægur, bæði æfingarnar og ekki síst hugarfarið. Ég segi frá lífi mínu áður en ég byrjaði að stunda sjósund og þá aðalega heilsufars- lega. Sýni svo myndband af sundinu en fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir því hvað þetta er fyrr en það sér myndbandið og verður svolítið slegið þegar það sér myrkrið, öld- urnar og líkamlegt og andlegt ástand mitt,“ segir Sigrún að lokum. Sigrún Þ. Geirsdóttir er Mosfellingur ársins • Fyrst íslenskra kvenna yfir Ermarsundið lærði skriðsund fyrir aðeins þremur árum sigrún tekur við viðurkenningunni úr höndum hilmars ritstjóra mosfellings Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins síðastliðin ár. Nafnbótina hafa hlotið: 2005 Sigsteinn Pálsson 2006 Hjalti Úrsus Árnason 2007 Jóhann Ingi Guðbergsson 2008 Albert Rútsson 2009 Embla Ágústsdóttir 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson 2011 Hanna Símonardóttir 2012 Greta Salóme Stefánsdóttir 2013 Hljómsveitin Kaleo 2014 Jóhanna Elísa Engelhartsd. 2015 Sigrún Þ. Geirsdóttir moSfEllInGuR ÁRSInS laugardaginn 23. janúar 2016 Þrettándagleði á laugardaginn Hin vinsæla þrettándabrenna fer fram laugardaginn 9. janúar. Blysför leggur af stað frá Miðbæjartorgi kl. 18 og gengið að brennunni sem verður á sama stað og áður, neðan Holtahverfis við Leirvoginn. Skólahljómsveitin leikur, Grýla og Leppalúði og þeirra hyski verður á svæðinu, Stormsveitin syngur og Kyndill verður með glæsilega flugeldasýningu. Um kvöldið heldur svo rokkkarlakórinn Stormsveitin sína árlegu þrettándatónleika í Hlégarði og hefjast þeir kl. 21. Ólafur Arnalds hlaut bjartsýnisverðlaunin Ólafur Arnalds, tónlistarmaður úr Mosfellsbæ, hlaut Íslensku bjartsýn- isverðlaunin sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum um helgina. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin sem eru áletraður gripur úr áli og verðlaunafé að fjárhæð ein milljón króna. Ólafur Arnalds lét þess getið í þakkarávarpi sínu að verðlaunaféð myndi renna til hljóðfærakaupa fyrir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem afhent hafa verið árlega síðan 1981. Ólafur er sonur hjónanna Andrésar Arnalds og Guðrúnar Pálmadóttur.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.