Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 07.01.2016, Blaðsíða 10
 - Fréttir úr Mosfellsbæ10 100 bílar | Þverholti 6 | Sími 517 9999 | 100bilar@100bilar.iS Gleðilegt nýtt ár mosfellingar. mikið úrval af nýjum og notuðum bílum á staðnum, inni og á útisvæði í boði með 100% fjármögnun. www.100bilar.is Vefsíða um Guðmund Einarsson frá Miðdal hefur verið opnuð almenningi. Vefsíðan var unnin á árunum 2013-2015 og verður áfram í vinnslu og þá í samræmi við þann tilgang að opna aðgengi að upp- lýsingum um listamanninn og verk hans. Hver var Guðmundur Einarsson frá Miðdal? Sumir vilja kalla hann fjöllista- mann, einn af þekktari myndlistarmönn- um landsins milli 1927 og 1963. Hann fæddist í Miðdal í Mosfellssveit 1895 og lést í Reyjavík 1963. Í stað útgáfu nýrrar bókar um hann hefur fjölskylda Guðmundar opnað vefsíðu með fjölda ljósmynda, m.a. af verkum og úr lífi listamannsins, og margvíslegum textum á íslensku og ensku. Þar er líka að finna efni eftir Guðmund og um hann, eftir list- fræðinga og leikmenn, ásamt tilvísunum í meira efni. Heimasíðan ber titilinn: Guðmundur Einarsson frá Miðdal - list hans, ævi og störf. Heimasíðan www.middalur.com er líklega sú fyrsta sinnar tegundar um lát- inn íslenskan listamann sem ekki er tengd listasafni. Hún verður áfram í vinnslu. Fjölskylda listamannsins hefur stað- ið að baki gerð síðunnar með fulltingi tveggja styrktaraðila: Fræðslu- og menn- ingarsviðs Mosfellsbæjar og Mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans föstudaginn 18. desember. Jón Eggert Bragason skólameistari útskrifaði 14 stúdenta. Efri röð: Þorgeir Leó Gunnarsson, Guðjón Leó Guðmundsson, Friðgeir Óli Guðnason, Geir Ulrich Skaftason, Örn Bjartmars Ólafsson, Pétur Karl Einarsson, Óskar Þór Guðjónsson Neðri röð: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Sesselja Líf Valgeirsdóttir, Guðlaug Harpa Hermanns- dóttir, Heiða Hrönn Másdóttir, Steinunn Svavarsdóttir, Kristrún Kristmundsdóttir, Hugrún Þorsteinsdóttir, Halla Björk Ásgeirsdóttir, Jón Eggert Bragason skólameistari. Nokkrir nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur: Spænska: Heiða Hrönn Másdóttir Sálfræði: Heiða Hrönn Másdóttir Knattspyrna: Sesselja Líf Valgeirsdóttir Raungreinar: Örn Bjartmars Ólafsson Danska: Heiða Hrönn Másdóttir, Óskar Þór Guðjónsson og Sesselja Líf Valgeirsdóttir Hæsta einkunn á stúdentsprófi: Örn Bjartmars Ólafsson 14 stúdentar brautskráðir frá FMOS glæsilegir stúdentar á útskriftarhátíð fram- haldsskólans í mosfellsbæ afreksnefnd@golfmos.is Heimasíða um Guðmund Einarsson frá Miðdal • Fjölskylda hans réðst í verkefnið LiSt hanS, ævi Og StörF guðmundur www.mosfellingur.is ný heimasíða

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.