Mosfellingur - 07.01.2016, Qupperneq 13

Mosfellingur - 07.01.2016, Qupperneq 13
Gufufélag Mosfellsbæjar hélt að vanda aðalfund sinn á gamlársdag í gufubaðsaðstöðunni í Varmárlaug. Hæst bar á fundinum að forseti félagsins, Valur Oddsson, tilkynnti um stofnun nýs embættis innan stjórnar; heilbrigðisfull- trúa. Forseti skipaði Guðbjörn Sigvaldason umsvifalaust í embættið. Um leið veitti forseti, undir öruggri handleiðslu for- manns orðunefndar, Ólafs Sigurðssonar, Guðbirni heiðurs- kross Fálkaorðu Gufufélagsins fyrir að hafa sýnt einstakt umburðarlyndi í garð heilbrigðiskerfisins. „Guðbjörn hefur sýnt biðlund í sex mánuði af átján til að komast í aðgerð til að verða aftur vinnufær,“ sagði Valur forseti orðrétt í rök- stuðningi sínum fyrir að veita Guðbirni heiðurskrossinn. Guðbjörn er aðeins fjórði félagi Gufufélagsins sem er veitt Fálkaorðan. Fulltrúar á öllum sviðum þjóðfélagsins Í ávarpið sínu sagði Valur forseti ennfremur að árið hafi verið Gufufélaginu afar hagfellt. Talsverð umfjöllun hafi verið um starfsemi félagins. Umsvif Gufufélagsins á fjár- málamarkaði hafi verið talsverð en ekki hafi allar áætlanir gengið eftir enda vill stjórnin ekki ana að neinu í verkum sínum. Félagið hafi fært út kvíarnar víða í samfélaginu. „Nú er svo komið að Gufufélagið á fulltrúa á öllum sviðum þjóðfélagsins, eins og bæjarstjórn, kjörstjórn, elli- heimilum, iðnaði og í sveitum landsins, bæði á lögbýlum og eyðibýlum,“ sagði Valur forseti m.a. í ávarpi sínu. Jafnframt benti forseti á að með tilskipun hafi hann flýtt klukku félagsmanna um þrjá stundarfjórðunga. Sú breyting hafi verið til mikilla framfara og nú kæmi enginn félags- maður of seint heim af fundum félagsins. 100% stuðningur við forseta félagsins Forseti Gufufélagsins, Valur Odddsson, hefur setið á far- sælum valdastóli í nokkuð á þriðja áratug og sýnir engan bilbug. Þegar kom að stjórnarkjöri vék forseti máli sínu af nokkrum þunga til félagsmanna með eftirfarandi orðum: „Miklar vangaveltur hafa verið í fjölmiðlum hvort forseti ætli að gefa kost á sér aftur í embætti eftir öll þessi ár. Þess vegna vil ég árétta að forseti viðheldur lýðræði fyrri ára, virðir mótframboð að vettugi og situr áfram sem fastast. Það er því sjálfgefið að ekki verður kosið í ár.“ Forseti ítrekaði ennfremur að hann hafi ævinlega notið ríflega 100% stuðnings meðal félagsmanna sem væri gott betur en t.d. Kim Young-un hafi meðal sinna þegna en Young-un fékk aðeins 99,7% fylgi í síðustu kosningum í Norður-Kóreu. Ávarpi forseta var að vanda afar vel tekið. Reikningar félagsins voru með flóknasta móti að þessu sinni. Þeir voru engu að síður samþykktir með öllum greiddum atkvæðum en meginatriði þeirra verða ekki tíunduð hér af tillitssemi við lesendur. Sungið undir stjórn söngmálastjóra Að vanda voru veittar stórafmælisgjafir til félaga sem áttu merkisafmæli á árinu. Að þessu sinni voru það þrír félagsmenn. Ívar Benediktsson, blaðafulltrúi, varð fimm- tugur 28. desember, Ásgeir Eiríksson, fulltrúi hollustu og heilbrigðra lífshátta átti sextugsafmæli 8. mars og Erlingur Friðgeirsson, fjármála- og efnahagsráðgjafi varð sjötugur 7. október. Að lokum var sungið við raust undir styrkri stjórn Guð- mundur Guðlaugssonar söngmálastjóra áður haldið var heim þar sem félagsmenn tóku hreinir á líkama og sál á móti nýju ári. Aðalfundur Gufufélags Mosfellsbæjar á gamlársdag • Orðuveitingar, stórafmælisgjafir og áramótaávarp forseta Skipað í nýtt embætti Gufufélagsins Ólafur Sigurðsson, formaður orðunefndar, Guðbjörn Sigvaldason, heilbrigðisfulltrúi og Valur Oddsson, forseti Gufufélags Mosfellsbæjar. VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Jólatrén hirt 10. og 11. janúar Félagar í Handknattleiksdeild Aftureldingar munu aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín og koma þeim í viðeigandi endurvinnslu og kurlun. Þeir verða á ferðinni sunnudaginn 10. janúar og mánudaginn 11. janúar. Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk fyrir þann tíma og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið og valdið tjóni. Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs. án þess að greiða förgunargjald fyrir þau. Fréttir úr gufubaðinu - 13

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.