Mosfellingur - 07.01.2016, Síða 14

Mosfellingur - 07.01.2016, Síða 14
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, á Kjalarnes og í Kjós14 opið: kl. 10-18.30 alla virka daga Hér gætu komið opnunartímar. letur Footlight gleðilegt ár HáHolti 13-15 - sími 578 6699 ómissandi harðfiskur að vestan súr hvalur frá nafna loftssyni í hval hf. ferskur fiskur á hverjum degi rauðmagi, hrogn og lifur Kjarni fjalla ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar Sýningarröð ársins 2016 í Listasal Mos- fellsbæjar hefst á grafíksýningu sem verður opnuð laugardaginn 9. janúar kl. 14 – 16. Sýningin ber nafnið Kjarni fjalla. Þar sýnir grafíklistamaðurinn Tryggvi Þórhallsson myndaseríu um fjöll. Serían snýst um form og innri línur. Útfærslan er með svokallaðri þurrnál, en þá er teikningin rist í plötu og síðan þrykkt á pappír. Tryggvi Þórhallsson (f. 1962) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1984 – 1988 og brautskráðist frá grafíkdeild. Á undanförnum misserum hefur hann haldið nokkrar einkasýningar í Reykjavík, á Akureyri og víðar, þar sem myndefnið er sótt í íslenska náttúru og upplifanir úr ferðum um landið. Á þeim sýningum hefur útfærslan byggst á sam- spili málverks og teikningar, en að þessu sinni er teikningin í aðalhlutverki. Tryggvi er félagi í Íslenskri grafík. Sýningin verður opnuð laugardaginn 9. janúar kl. 14 – 16. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins og stendur hún til 13. febrúar. Meðfylgjandi er ein myndanna á sýningunni. Að þessu sinni er það Ingibjörg Pétursdóttir, húsfreyjan á Suður-Reykjum, sem er kona desembermánaðar. Með þessari sýningu lýkur dagskránni um Konur mánaðarins í Mosfellsbæ. Verkefnið var unnið af starfsmönnum Bókasafns Mosfellsbæjar og Héraðs- skjalasafns Mosfellsbæjar í samvinnu við ættingja þegar hægt var að koma því við. Sýning um Ingibjörgu er á veggspjaldi og í sýningarskáp í Bókasafninu. Sýningin var opuð um miðjan desember og stendur fram í miðjan janúar. Ingibjörg Pétursdóttir fæddist 20. september 1892 í Svefneyjum á Breiða- firði. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Hafliðason frá Svefneyjum og Sveinsína Sveinsdóttir frá Flatey. Ingibjörg var ein átta systkina og ólst upp í eyjunum hjá foreldrum sínum og glaðværum systkinum. Ingibjörg var mjög félagslynd og hafði alla tíð brennandi áhuga á hvers kyns þjóðþrifamálum. Ingibjörg giftist Guðmundi Jónssyni (1890-1946) skipstjóra og flutti fjöl- skyldan árið 1926 að Suður-Reykjum í Mosfellssveit og hóf þar búskap. Mann sinn missti Ingibjörg í september 1946, langt fyrir aldur fram. Ingibjörg var glæsileg kona, fríð, fallega eyg, með mikið liðað hár. Skapferli hennar er lýst þannig að þar hafi ekki verið nein hálfvelgja, heldur fór saman skaphiti og harka ef þannig stóð á, en svo aftur blíðlyndi og brjóstgæði, svo að hún mátti ekkert aumt sjá. Hún var hreinlynd og heiðarleg í allri hugsun. Ingibjörg andaðist 24. desember 1980. Ingibjörg Pétursdóttir Kona mánaðarins Unnið í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt Héraðsskjalasafn Mosfellsbæjar Bókasafn Mosfellsbæjar KONA MÁNAÐARINS desember 2015 Ingibjörg Pétursdóttir (1892-1980) Húsfrú á Syðri-Reykjum M yn di r f rá H ér að ss kj al as af ni o g úr e in ka sa fn i. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins. kyns þjóðþrifamálum. Sveinsdóttir (1852-1928). Sveinsína bjó Vottorð um kúabólusetningu Ingibjargar. sínum Sveinbirni og Sigríði. Ingibjörg og Sveinbjörn Svefneyjum. drengjunum. Ölöf. Ingibjörg með Pétri bróður sínum og Hallfríði árunum 1925-1927. Ingibjörg með tvíburasystrum afmæli systranna Móðirin Búkonan á Reykjum. á þeim tíma. Skagfjörð. Ingibjörg með Kristínu Magnúsdóttur frá Brúarlandi. Ingibjörg var kjörinn Ættmóðirin Félagsmálakonan og Kvenfélagi Lágafellssóknar. rýnt í sýningarkassann

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.