Mosfellingur - 07.01.2016, Qupperneq 20

Mosfellingur - 07.01.2016, Qupperneq 20
Birgir Grímsson hefur lengi barist fyrir réttindum skilnaðarbarna eft-ir að hafa kynnst því af eigin raun eftir skilnað hve staða þeirra er bágborin. Hann hefur ríka réttlætiskennd og hefur mikla þörf fyrir að bæta það sem er brotið í samfélaginu. Birgir tók við formannsstöðu félags um foreldrajafnrétti árið 2014 en megin- stefna félagsins er að tryggja jafnrétti for- eldra bæði til forsjár og umönnunar, með hagsmuni barnsins að leiðarljósi. Birgir Grímsson er fæddur í Reykjavík 26. apríl árið 1973. Foreldrar hans eru þau Sig- ríður Ágústsdóttir skrifstofukona og Grímur Heiðar Brandsson skriftvélavirki. Sigríður lést árið 2013. Systkini Birgis eru þau Nína Margrét fædd 1965 og Páll fæddur 1968. „Ég bjó fyrstu árin á Háaleitisbraut eða til sex ára aldurs en þá fluttum við yfir í Hvassaleitið. Á þessum tíma var einungis búið að steypa upp Hús verslunarinnar en restin af Kringlusvæðinu var mói, þar lék ég mér oft þegar ég var lítill.“ Fór utan í nám „Skólaskylduna kláraði ég í Álftamýrar- skóla og stúdentinn frá MH. Ég hafði alltaf stefnt að því að fara utan í í nám. Ég valdi iðnhönnun og til að undirbúa mig fór ég í húsasmíðina hér heima og kláraði sveins- prófið. Ég sótti um nám í Danmörku og fann þar íbúð fyrir mig og kærustuna mína. Ég komst ekki inn í skólann um haustið svo ég ákvað að fara á námskeið í Árósum. Það er eitt af því eftirminnilegasta sem ég gerði þarna því þar kynntist ég Dönunum, lærði tungumálið og á danska menningu.“ Frumkvöðlabransinn á vel við mig „Mér var bent á skóla á Jótlandi, Design Seminariet í Hojer sem ég ákvað að fara í. Á þessum tíma ákváðum ég og kærasta mín að gifta okkur og eignuðumst við okkar fyrsta barn í framhaldi af því, dóttirin Arney Íris fæddist 2001. Eftir að námi mínu lauk 2003 fluttum við til Svíþjóðar og um svipað leyti vann ég í sam- keppni um viðskiptaáætlanir á Íslandi. Þarna sá ég að frumkvöðlabransinn átti vel við mig. Árið 2004 eignuðumst við svo soninn Hrafnar Ísak. Á síðasta ári mínu í skólanum ákváðum við hjónin að skilja, ég var þá búinn að finna nám í frumkvöðlafræði í Malmö sem mér fannst mjög spennandi.“ Með fimm háskólagráður „Konan fór heim til Íslands með börnin og ég varð því að fara á milli landa á meðan ég lagði stund á námið til að geta verið með börnunum mínum.“ Ég spyr Birgi hvað hann hafi lokið við margar háskólagráður? „Ég spaugast oft með það að ég sé bú- inn að ljúka fimm háskólagráð- um rétt eins og frægur karakter í Næturvaktinni hélt fram forðum og finnst það alltaf jafn fyndið, en það er staðreynd. Eftir að ég kom heim, stofnaði ég heimasíðuna Frumkvöðull.com þar sem ég bauð upp á ráðgjöf.“ Mikil lukka að kynnast Björgu „Ég kynntist konunni minni, Björgu Helgadóttur, árið 2007. Hún vinnur sem verkefnastjóri hjá Um- hverfis- og skipulagssviði Reykja- víkurborgar. Það var mér og börn- unum mikil lukka að fá Björgu inn í líf okkar. Við keyptum okkur hús í Mosfellsbæ og giftum okkur árið 2013.“ Stofnaði fyrirtæki „Árið 2010 stofnaði ég ásamt félögum mínum V6 Sprotahús hér í Mosfellsbæ. Markmið okkar var að bjóða upp á ráðgjöf og þjónustu fyrir nýstofnuð fyrirtæki. Svona verkefni er þess eðlis að það nær ekki að lifa nema með stuðningi ríkis eða sveitar- félags en þann stuðning þraut á endanum. Ég keypti félaga mína út og flutti fyrirtækið heim til mín. Ég býð enn upp á ráðgjöf og vinn einnig að eigin hönnunarverkefnum. Ég tek líka þátt í málefnum sem eru mér hugleikin. Ég stofnaði ásamt öðrum Stjórn- arskrárfélagið árið 2011. Þessi hópur fólks telur grundvallarþörf á að Ísland fái not- ið nýrrar og betri stjórnarskrár því það sé undirstaðan að því að gera þetta samfélag betra.“ Réttarfarsleg staða barna er bágborin „Ég gekk til liðs við Foreldrajafnrétti árið 2006 eða eftir að ég skildi. Ég sá að réttar- farsleg staða barna eftir skilnað er afar bág- borin og alvarleg réttindabrot eru framin á hverjum degi. Ég byrjaði sem aðstoðarmaður í stjórn en tók við formennsku 2014. Við höfum náð að koma þessum málflokki á kortið í samfélaginu þótt margt sé enn óleyst. Við finn- um fyrir meiri áhuga frá kvenfólki, sem upplifir þessa ranglátu stöðu sem skilnaðarbörn eru í. Við heyrum ýmsa vinkla þar sem fólk almennt áttar sig ekki á hlutunum og sýnir hversu víðtæk áhrif það hefur ef ekki er gætt að réttindum barnanna eftir skilnað, sambúðarslit, eða þeirra barna sem eru rangfeðruð. Við erum t.d. með eina ömmu í stjórn sem vill leggja sitt af mörk- um en hún upplifði að réttur ömmubarns- ins til hennar var ekki virtur, óháð deilum foreldranna.“ Mæður borga dagsektir „Við erum með stjúpmæður í stjórn sem sjá óréttlætið sem börn maka þeirra mæta, gagnvart fyrri barnsmæðrum. Við höfum heyrt sögur af mæðrum sem vilja að feður sinni börnum sínum en skilja með engum hætti ábyrgð sína og taka til sín það verk- efni sem felst í því að eiga börn. Börn lenda í tilfinningaklemmu vegna tálmunarmála þar sem annað foreldrið heldur börnum frá hinu foreldrinu með því að beita andlegu ofbeldi og oft líka brjóta á lögum og rétti barna samkvæmt lögform- legum samningum. Mæður borga dagsektir svo mánuðum skiptir bara til að koma í veg fyrir að börn fái að hitta feður sína, þótt ekki sé neitt sýnt fram á að þeir séu á einhvern hátt ekki hæf- ir til þeirrar ábyrgðar.“ Viljum stofna fjölskyldudómstól „Við viljum að stofnaður verði sérstakur fjölskyldudómstóll. Sá dómstóll væri sér- hæfður í öllum félagslegum og fjölskyldu- legum málefnum í samfélaginu og hefði á sínum snærum sérhæft starfsfólk, sálfræð- inga og félagsfræðinga. Þessi dómstóll gæti brugðist við innan viku ef beiðni kemur um úrskurð vegna brota og komið til aðstoðar með sérfræði- aðstoð eða aðgerð sem tekur mið af að koma í veg fyrir átök, brot eða óásættan- legar aðstæður. Á þann hátt væri hægt að koma í veg fyr- ir flest vandamál án þess að þau verði að óleysanlegum vandamálum með slæmum afleiðingum fyrir alla aðila, þó sérstaklega börnin.“Fjölskyldan á sumarkvöldi: Arney Íris, Hrafnar Ísak, Birgir og Björg. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Birgir Grímsson iðnhönnuður og eigandi V6 Sprotahúss er formaður félags um foreldrajafnrétti Alvarleg réttindabrot framin á hverjum degi - Mosfellingurinn Birgir Grímsson20 Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni. HIN HLIÐIN Hvað færðu þér á pylsu? Allt nema lítið af hráum, en er eiginlega hættur að borða pylsur. Besti drykkurinn? Kalt vatn og kalt ferskjute Hvaða freistingu stenst þú ekki? Konuna mína. Hvernig slakar þú best á? Liggjandi úti í íslenskri náttúru, milli tveggja þúfna, hlustandi á náttúruna Kjöt eða fiskur? Bæði, en hreindýr og önd standa upp úr. Best fyrir líkama og sál? Samvera, útivera með eiginkonu og börnum. Hvert er þitt helsta takmark í lífinu? Að ná árangri með mínum verkum og hafa þannig áhrif á heiminn. Skapa betri heim en er í dag. Ertu A eða B manneskja? B manneskja, en þvinga mig í að vera næstum A því það gerir mér betra gagn. Ég spaugast oft með það að ég sé búinn að ljúka fimm háskólagráðum, rétt eins og frægur karakter í Næturvaktinni.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.